Tíminn - 11.03.1979, Blaðsíða 31

Tíminn - 11.03.1979, Blaðsíða 31
Sunnudagur 11. mars 1979. 31 Kirkjuvika á Akureyri Dagana 11.—18. mars er ellefta kirkjuvikan, sem haldin er af söfnuði Akureyrarkirkju. Þessar kirkjuvikur hafa verið annað hvert ár frá árinu 1959, og þar koma margir bæjarbúar, jafnvel þeir sem ekki eru þar tiðir gestir endranær, og hlýða á erindi ávörp, ogsöng. Að vikunni standa 3félög tengd kirkjunni kvenfélag, bræðrafélag, og æskulýðsfélag. í þessari kirkjuviku er mjög fjöl- breytt dagskrá, t.d. syngja þarna sex kórar, spurning dagsins verð- ur þrjá daga vikunnar, ræðu kvöldsins á fösludag flytur Stein- grimur Hermannsson, dóms- og kirkjumálaráðherra. Auk þess verður tekin upp sú nýbreytni að kirkjugestir geta fengið keypt kaffi i kapellu kirkjunnar á vægu verði eða kr. 300.- Verða þessar kaff iveitingar svokallaðar „standandi veitingar”, og á eftir dagskrá kvöldsins. Formaður fbamkvæmdanefnd- ar, Jón Kristins^on, kynnti dag- skrána fyrir fréttamönnum á laugardaginn 4. mars og þar var einnig sr. Birgir Snæbjörnsson, sem þakkaði fyrir góðar undir- tektir undanfarin ár, og kvað það ekki sist að þakka fjölmiðlum, sem hefðu sýnt þessu mikinn skilning. Bæði hann og Jón Kristinsson gagnrýndu þó, þann einhliða fréttaflutning, sem fjöl- miðlar aðhylltust, þar sem stærsti hluti frétta væri samsett- ur úr þvi sem verr færi, en ekki þvi sem til bóta horfi og væri H.J. jf cia>g stæðra foreldra — heldur fund um húsnæðismál Félag einstæðra foreldra heldur fund um húsnæðismál á Hótel Esju mánudag 12. mars oghefsthann kl. 21. Húsnæðis- mál er viðtækari vandi ein- stæðra foreldra en margra annarra og þvi er þess vænst að félagar og gesbr þeirra telji sjálfsagt og asskilegt að fjölmenna á fundinn. Stutt ávörp flytja Gunnar Þorláks- son húsnæðisfulltrúi hjá Félagsmálastofnun Reykja- vikurborgar, Ragnar Aðal- steinsson, lögmaður hjá Leigjendasamtökunum og Birna Karlsdóttir meðstjórn- andi i FEF mun tala um hug- myndir félagsins varðandi Mæðraheimilið. Að loknum þessum stuttu framsöguerindum munu gest- ir skipta sér niður á boröin og skrafa óformlega viö fundar- menn og veita upplýsingar um sin þekkingarsvið. A fundinn mæta einnig fulltrúar úr út- hlutunarnefnd endursöluibúða hjá Framkvæmdanefnd, Sigurður Guömundsson frá Húsnæðismálastofnun og úr stjórn Verkamannabústaða. Fundarstjóri verður Stefán Bjarnason. I Tónlistarkvöld Q j að hér um áraraðir og hresst mjög upp á tónlistarlifið i héraðinu. Tónleikar sem þessir eru okk- ur Skagfiröingum ætið kær- komnir og mætti það oftar verða, að gott listafólk á borð viö þau þremenningana kæmu hér við og leyfðu okkur að njóta ávaxta erfiöis sins, en á bak við dagskrá sem þessa, svo rikuleg sem hún var, liggur feikimikið starf, sem okkur ber að viröa og þakka. Og undir stjörnubjörtum himni og leiftrandi norðurljós- um, sem lýstu leið vegfarand- ans, héldu tónleikagestir heim með góðar minningar, um ánægjulega kvöldstund með góðum gestum. Stefán Jónsson, Grænumýri, Skagafirði. Bændur Óskum eftir að kaupa Rússajeppa, helst með blæju. Má vera ógangfær, árg. 1967 eða yngri. Simi 91-74153 eða 91- 71584 eftir kl. 7. Passíusálmar Hallgrims Péturssonar I enskri, þýskri og ungverskri þýðingu Kjörin og sigild gjöf til (viðskipta-) vina erlendis. HIDÍSL. BIBLÍUFÉLAG (Puibbrantjsstofu Hallgrímskirkja Reykjavik simi 17805 opiÖ3-5e.h. Land-Rover til sölu Land-Rover Diesel ’77. Mjög góður bill. Upp- lýsingar gefur um- boðið P. Stefánsson h.f. Simar: 83104 og 83105. Jeppaeigendur! Setjum djúp og slitmikil JEPPA- munstur á hjól- barða. eLLIILuL: Smiöjuvegi 32-34 Simar 43988 og 44880 Kópavogi Hjólbaxðasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Nú er rétti timinn til aö senda okkur hjólbaröa til sólningar liinum fyrirlif’tyandi fh’star stœrAir hjólbaróa, sólada <)}• nýja Mjóg gott verð Fljót og góð þjónusta POSTSENDUM UM LAND ALLT GUMMI VINNU STOFAN HF Skiphott 35 105 REYKJAVÍK slmi 31055 Spyrnustál - Varahlutir fyrir beltavélar til afgreiðslu af lager. Varahlutir i Bray hjólaskóflur. Útvegum varahluti i flestar gerðir vinnuvéla. Upplýsingar i sima -91-19460. Vinnuvélar til sölu Hjólaskófla 18 tonna árg. 1975 i góðu standi. Broyt X2 árg. 1968 gott ástand. Bæði tækin fylgja (ámokstur og gröftur). Upplýsingar i simum: 91-19460 og 32397 (kvöldin). /V - r í*** \\ xr> " r*h i y a í Heilbrigðiseftirliti ríkisins til sveitarstjórna Af gefnu tilefni eru sveitarstjórnir minnt- ar á ákvæði 2. gr. laga nr. 12 frá 1969 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit sem kveður á um kosningu heilbrigðisnefnda til fjögurra ára i senn að afloknum hverj- um almennum sveitarstjórnarkosningum. Ennfremur itrekar Heilbrigðiseftirlit rikisins fyrri tilmæli sin til sveitarstjórna að kjör heilbrigðisnefndar skal sam- kvæmt 19. gr. 6. heilbrigðisreglugerðar þegar i stað tilkynnt Heilbrigðiseftirliti rikisins og hlutaðeigandi héraðslækni. Heilbrigðiseftirlit rikisins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.