Tíminn - 25.03.1979, Síða 6
6
Sunnudagur 25. mars 1979.
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigur&sson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, *
framkvæmdastjórn og auglýsingar Sibumúla 15. Sími
86300. — Kvöldsimar bla&amanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö I iausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr.
3.000.00-á mánuöi. Bla&aprent
Bætt aðstaða fyrir
fatlaða og lamaða
Erlent yfirlit
Karl Carstens verður
eftirmaður Scheels
Hvernig semur honum og Schmidt?
Alexander Stefánsson, Vilhjálmur Hjálmarsson
og Hilmar Rósmundsson fluttu snemma á þessu
þingi frumvarp um breytingu á tollskrárlögunum
þess efnis, að rikisstjórnin fengi auknar heimildir
til að lækka og fella niður gjöld á bifreiðum fyrir
lamað fólk og sjúkt fólk. Jafnframt voru i frum-
varpinu auknar heimildir til að fella niður gjald af
innfluttum gervilimum og öðrum svipuðum
hjálpartækjum.
Frumvarp þetta hlaut góðar undirtektir á
Alþingi og er nú orðið að lögum með litlum breyt-
ingum.
Samkvæmt hinum nýju lögum, eykst fjöldi bif-
reiða til öryrkja, sem njóta eiga eftirgjafar á að-
flutningsgjöldum úr 350 i 400 árlega. Eftirgjöf má
nema 1 milljón króna i stað 500 þús kr. áður. Þó má
hún nema tveimur milljónum króna á 25 bilum
árlega, þegar um er að ræða þá, sem eru mestir
öreigar, en geta þó ekið sjálfir sérstaklega útbún-
um bifreiðum.
Samkvæmt nýju lögunum ná framangreindar
undanþágur til bæklaðs fólks og lamaðs, svo og
fólks með lungnasjúkdóma, hjartasjúkdóma og
aðra hliðstæða sjúkdóma, allt á svo háu stigi að
það á erfitt með að fara ferða sinna án farartækis.
Þá heimila nýju lögin fjármálaráðuneytinu að
lækka eða fella niður fyrir framangreint fólk gjöld
af gervilimum, sem ekki verða gerðir hér á landi,
svo og af áhöldum og hjálpartækjum, sem sérstak-
lega eru gerð með tilliti til þarfa þess samkvæmt
læknisvottorði og henta ekki öðru fólki. Er þetta
mun rýmri heimild en áður var tilsvarandi i lög-
um.
1 greinargerð fyrir frumvarpinu var rætt nokkuð
almennt um málefni þessa fólks og sagði þar m.a.:
„Málefni öryrkja og annarra, er orðið hafa fyrir
áföllum i þjóðfélagi okkar, hafa verið mikið til um-
ræðu að undanfömu, og er það vel. Bæði er að
samtök öryrkja hafa eflzt og unnið ötullega að þvi
að vekja athygli á stöðu öryrkja og nauðsyn þess
að samfélagið veiti lið i lifsbaráttu þeirra svo og að
f jölmiðlar hafa tekið þessum umræðum jákvætt og
komið á framfæri á eftirminnilegan hátt, hversu
margt er ógert i dag til að hjálpa þessu fólki og um
leið að nýta starfskrafta þess og hæfileika fyrir
þjóðfélagið við ýmis mikilvæg störf.
Komið hefur fram, að það hefur farið fram hjá
flestum er séð hafa um hönnun framkvæmda og
byggingarstarfsemi i landinu, að taka tillit til
hreyfilamaðs fólks til að komast i og um flestar
byggingar. — 1 nýjum byggingarlögum er þetta
leiðrétt, þannig að gera má ráð fyrir að hér eftir
verði fullt tillit tekið til þessa við hönnun og bygg-
ingu nýrra mannvirkja, en brýnasta þörfin i dag er
að framkvæma nauðsynlegar breytingar á eldri
byggingum, fyrst opinberum byggingum, svo sem
heilsugæzlustöðvum, skólum, samkomuhúsum,
söfnum o.s.frv., til að auðvelda þessu fólki greiðan
aðgang. Má vera að þörf sé á sérstakri reglugerð
um þetta atriði og að gera skipulagt átak i þessu
skyni við gerð fjárlaga rikis og fjárhagsáætlana
sveitarfélaga.
Þetta frumvarp til laga um breytingu á tollalög-
um er lagt fram til að reyna að lagfæra hluta af
vandamálum fatlaðs fólks. Samþykkt þess mun
koma að miklu gagni, enda i fullu samræmi við
ákveðnar óskir öryrkjabandalags Islands og
Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra”.
Það er vel, að frumvarpið er orðið að lögum. Það
sýnir, að málefni fatlaðra eiga batnandi undirtekt-
um að fagna. Þ.Þ.
EF FORSETI Vestur-Þýzka-
lands væri kjörinn i almennum
kosningum, likt og i' Bandarikj-
unum og Frakklandi, myndi
Walter Scheel auöveldlega ná
endurkosningu. Forráöamenn
Vestur-Þýskalands töldu Þjóð-
verja hafa slæma reynslu af
þjóðkjörnum og valdamiklum
forseta á dögum Weimarlýðveld
isins, þegar Hindenburg var
kjörinn forseti og notaöi vald
sitt til að gera Hitler að kansl-
ara. Þeir ákváöu þvi að fbrset-
inn skyldi vera valdalitill og þvi
kjörinn af sérstöku kjörþingi,
þar sem sæti eiga allir þing-
menn á sambandsþinginu I
Bonn ogfulltrúar frá fylkisþing-
unum. Alls eiga þar sæti 1036
fúlltrúar. Eins og nú háttar eru
núverandi stjórnarflokkar,
sósialdemókratar og frjáls-
lyndir demókratar, i minnihluta
þar. Þeir hafa þar samanlagt
505 fulltrúa,en krisfilegir demó-
kratar hafa 531. Næsti forseti
Vestur-Þýzkalands veröur þvi
úr hópi þeirra, en forsetakjör
fer fram 23. mai næstkomandi.
Um nokkurt skeið voru taldar
horfur á þvi, að Scheel kynni aö
gefa kost á sér aftur I trausti
þess, að einhverjir fulltrúar
kristilegra demókrata á kjör-
þinginu kynnu að greiða honum
atkvæði sitt sökum vinsælda
hans, en skoðanakannanir
benda til, að nær 80% kjósenda
óski eftir þvi aö Scheel veröi
forseti áfram. Við könnunkom I
ljós, að Scheel gæti ekki gert sér
von um nema tvo af fulltrúum
kristilegra demókrata. Hann
hefur lýst yfir þvi, að hann gefi
ekki kost á sér til endurkjörs.
ÞAÐ er þannig oröiö fullvist,
ef ekkert óvænt kemur fyrir,
hver næsti forseti Vestur-
Þýzkalands verður. Kristilegir
demókratar hafa orðiö sam-
mála um að bjóöa fram Karl
Carstens, sem nú er forseti
sambandsþingsins i Bonn. Þetta
hefur ekki breyzt neitt við þá
gagnrýni, sem Carstens hefur
sætt siðan til tals kom, aö hann
yrði forsetaefni kristilegra
demókrata.
Karl Carstens verður 65 ára á
þessu ári, fæddur i Bremen
1914. Hann er lögfræöingur aö
menntun, en lagöi jafnframt
stund á hagfræöi á námsárum
sinum. Auk námsins i Þýzka-
landi stundaði hann einnig nám
i Frakklandi og Bandarikjunum
og talar þvi bæði firönsku og
ensku. Astriðsárunum varhann
iflughernum og gat sér þar gott
orö. Að striðinu loknu ^a 1945
hóf hann lögfræðistörf i Bremen
og var um skeið eins konar
Karl Carstens
sendifulltrúi fylkisstjórnarinnar
þar hjá sambandsstjórninni i
Bonn. Arið 1954 gekk hann i
utanrikisþjónustuna og hlaut
þar skjótt mikinn frama. Arið
1960 varð hann eins konar að-
stoöarráðherra i utanrikisráðu-
neytinu, 1967 hlaut hann svipaö
embætti I varnarmálaráöuneyt-
inu og 1968 i forsætisráðuneyt-
inu og var hann þá náinn sam-
verkamaður Kiesingers kansl-
ara. Árið 1969 varð hann yfir-
maður þekktrar stofnunar, sem
hefúr það hlutverk að afla við-
tækra upplýsinga um utanrikis-
mál og birta skýrslur um ein-
staka þætti þeirra. Mun þar um
aðræða ekki ólikt starf oghinni
nýju öryggismálanefnd hér er
ætlaö að leysa af hendi. Jafn-
framt þessum störfum hefur
hann annazt kennslu við háskól-
ann i Bonn. Hann hóf fyrst veru-
leg afskipti af stjórnmálum,
þegar hann var kjörinn á sam-
bandsþingiði Bonn 1972. Honum
var spáð þar miklum frama og
kom jafnvel til tals, aöhann yrði
eftirmaöur Kiesingers sem for-
maöur kristilegra demókrata,
en Barzel varð honum hlut-
skarpari. Um skeið var Car-
stens formaður þingflokks
kristilegra demókrata, en lét
fljótlega af þvi og varð þá for-
seti sambandsþingsins i Bonn.
Sennilega hefur hann þá veriö
farinn að hafa auga á fórseta-
embættinu.
Carstens hefur verið talinn
heyra til hægra armi kristilegra
demókrata og hafa margir leið-
togar sósialdemókrata og
frjálslyndra demókrata látið I
ljós óánægju sina yfir þvi, að
kristilegir demókratar skyldu
ekkiheldur velja forsetaefni sitt
úr vinstra arminum eða miðj-
unni. Einkum hefúr Helmut
Schmidtkanslari verið ómyrkur
i máli um það,að hann telji val-
iö á Carstens óheppilegt af þess-
ari ástæðu.
CARSTENS hefur sjálfur
svarað þessari gagnrýni á þann
hátt, aö forsetanum sé fyrst og
fremst ætluð formleg völd og
muni hann fylgja ákvæðum
stjórnarskrárinnar um það efni.
Þessvegnasjái hann ekki annað
en að honum og Schmidt geti
komið vel saman. Sumir draga
þetta þó I efa og byggja það
meðal annars á þvi, að Carstens
hefur ekki þótt allur, þar sem
hann er séður.
Eftir aö Carstens kom til tals
sem forsetaefni, var þaö dregið
fram i dagsljósiö, að hann hefði
um skeið verið skráður félagi i
flokki nazista. Hann gaf þá
skýringu, að hann heföi þurft
það vegna náms sins. Bæði
Scheel og Schmidt höföu verið
skráðir í flokkinn af svipaöri
ástæðu og féll þessi gagnrýni á
Carstens þvi um sjálfa sig. A
svipaðan hátt lauk einnig þeirri
gangrýni.aðhann hafi misnotað
stööu sina i forsætisráöuneyt-
inu. Sennilega hafa þessar mis-
heppnuðu árásir á Carstens
orðiö til þess, að flokksbræöur
hans fylktu sér fastar um hann
en ella.
Þ.Þ.
Scheel og Carstens