Tíminn - 27.03.1979, Qupperneq 2

Tíminn - 27.03.1979, Qupperneq 2
2 Þriöjudagur 27. mars 1979 Þrjátíu ára stríöi formlega lokiö: ERLENDAR FRETTIR Umsjón: Kjartan Jónasson BÚÐIN / Skipholti 19 Simi 29800 Einhver mesti tímamóta- viðburður á okkar dögum viMflinnil'ifM PmÍXammaimmÍmmIa Z — —1- 9-- - Z- sagði Sadat eftir undirritun friðarsamninga i Washington Washington/Reuter — Þrjátíu ára stríði Egyptalands og israels lauk í gær formlega með undirritun friðarsamn- ings rikjanna í Hvíta hús- inu i Bandaríkjunum. Samningarnir voru undirrit- aöir meö tilheyrandi ræðuhöld- um af Begin forsætisráöherra Israels og Sadat Egyptalands- forseta en Jimmy Carter Bandarikjaforseti var vottur. Á meðan fóru um 2000 manns syngjandi um götur i nágrenn- inu slagorð gegn samningnum og efni hans. Begin og Sadat undirrituöu fyrst lista yfir timasetningar hinna ýmsu þátta friöarsamn- ingsins og siöan sérstakt fylgi- bréf sem felur i sér samninga um timasetningar og aögeröir er miöa eiga aö aukinni sjálfs- stjórn Palestinu-Araba á Vesturbakkanum og Gaza en einmitt ákvæöi þessa samnings þykja flestum Arabarikjum, sósialistarikjum og ýmsum öðr- um rikjum ekki ganga nógu langt i að tryggja rétt Palestinu- Araba til þess að friðarsamn- ingurinn sé réttlætanlegur. Friöarsamningar undirritaöir. Siöast undirrituöu Begin, Sadat og Carter aöalsamning- inn á ensku, hebresku og arabisku. Viðstaddir athöfnina voru fjölmargir boðsgestir. I upphafi athafnarinnar voru þjóðsöngvar rikjanna þriggja leiknir en siðan var stutt hljóð og heyrðist þá greinilega til slagorðasöngls þeirra er fyrir utan mótmæltu og margir voru Palestinumenn. Þegar samningarnir höfðu verið undirritaðir fluttu Carter, Sadat og Begin stutt ávörp. Spáði Carter þvi að Begin og Sadat mundu hljóta rúman sess i sögunni fyrir þetta afrek sitt. Siðan áminntihann menn um að enn ætti eftir að útbreiða friðinn og kvaðst trúa þvi að fleiri Arabariki en Egyptaland mundu kjósa frið, þó þau teldu sig enn ekki reiðubúin til að taka neina áhættu i þvi efni eða taka nægilegt tillit til óska og nauð- synja andstæðingsins til þess að grundvöllur samkomulags væri Vorster dreginn inn í hneyksl- ismálið mikla í S-Afríku Höfðaborg/Reuter — Nokkrir þingmenn stjórnarandstööunn- ar i S-Afrlku voru I gær aö leggja síöustu hönd á kröfugerö á hendur þingsins þar I landi þess efnis aö John Vorster for- seti sæti ábyrgö og beri vitni i miklu hneykslismáli sem kom upp I S-Afriku seint á siöasta ári. Veröur hér um að ræða mik- inn prófstein á stöðu Þjóðar- flokksins i landinu sem verið hefur við völd um 30 ára skeið. Þá er þetta I fyrsta skipti að krafist er afnáms friöhelgi for- seta landsins allt siðan S-Afrika varð lýðveldi árið 1961. 1 kröfugerö þingmannanna er þess og farið á leit aö sérstök nefnd veröi sett i þaö aö kanna hugsanlega aðild Vorster að hneykslismálinu sem lýtur að meðferð á opinberu fé, en Vorst- er var forsætisráðherra S- Afriku i þá tið er misferlið átti sér stað. Þegar hafa nokkrir kunnir stjórnmálamenn i S- Afriku flækst inn I máliö og einn þeirra að minnsta kosti, Connie Mulder, varð að segja af sér ráðherraembætti á slðasta ári. Sjónvarp og útvarp TILVAUN FERMINGARGJÖF Verð aðeins kr. 149.500 fyrir hendi. Sadat hrósaði Carter i ræðu sinni og kallaði hann krafta- verkamann og að ekki sist fyrir hans tilstuðlan, væri nú risinn nýr dagur og bjartari og nýr kafli hafinn i sögu samskipta þjóða. Hann sagðist ekki vera að ýkja þegar hann segði að undirritun friðarsamningsins væri einhver mesti timamóta- viðburðursem orðið hefði á okk- ar dögum. Samkvæmt samningnum munu ísraelsmenn láta af hendi við Egypta i nokkrum stökkum allan Sinaiskaga, borgina E1 Arish innan þriggja mánaða og oliuborunarsvæðin innan sjö mánaða en skagann allan innan þriggja ára. Innan tiu mánaða munu rikin taka upp sendiherraviðskipti og sagt er að Begin og Sadat hafi auk þess komist að samkomu- lagi um að leggja mjög skjótlega af allar takmarkanir á ferðafrelsi milli landanna. Viö- skiptabanni Egyptalands á Israel verður einnig aflétt. Innan mánaðar verða svo hafnar samningaviðræður um framtiöarstjórnarfar og sjálfs- stjórnarform fjalestinumanna á Vesturbakkanum og Gaza. Á þessum viðræðum að ljúka á eir.u ári og á þá að kjósa til sveitarstjórna meöal Palestinu- manna, en það á að vera fyrsta skrefið til sjálfsstjórnar þeirra. I samningnum segir að öðru leyti að þeir skuli hljóta sjálfs- stjórn ,,svo fljótt sem auðið verði”. Fáist Jórdaniumenn ekki til að taka þátt i þessum samning- um, munu Egyptar, Israels- menn og Bandaríkjamenn standa einir að þeim.enfulltruár Palestinumanna munu og taka fullan þátt. Hefur Carter stungiö upp á þvi að samninga- viðræðurnar fari fram i E1 Arish. En á sama tima og allt þetta var undirritað i Washington sprakk sprengja I úthverfi Jerúsalemborgar og særðust þar 13 manns. I Libanon kom til átaka milli Palestinu-Araba og vinstrimanna annars vegar og kristinna hins vegar. Þá var skotið að israelskum herskipum er gerðu sig likleg til að nálgast strönd S-LIbanon. Hvaðanæva úr Arabaheiminum bárust mótmæli við undirritun frðar- samninganna og munu fulltrúar Arabarikja, annarra en Egyptalands, koma saman i dag til að ræða refsiaðgerðir. Ráðherrar 0PEG í Genf: íran vill 20% olfuverðshækk- un nú þegar Genf/Reuter — Ráöherrar OPEC-rikja komu I gær saman til sérstakrar ráöstefnu I Genf og bárust þær fréttir þaöan um ákvöröun um hækkun oliuverös nú þegar yröi mjög liklega tekin á fundinum. Höföu þessar frétt- ir meöal annars þau áhrif aö dollarinn féll allverulega i veröi á gjaldeyrismörkuðum en hann hefur nú um lengri tima veriö nokkuö stööugur. I desember siðastliðnum ákváðu ráðherrar OPEC, sem eru samtök olluframleiöslu- rikja, allverulega hækkun oliu á þessu ári, og eru nú 11 af 13 ráð- herrum OPEC sagðir hlynntir enn frekari hækkun og það nú þegar, ofan á aður ákveðnar hækkanir. Ráðherrar Irans á ráðstefn- unni hvetur til 20% hækkunar oliuverðs ofan á þær hækkanir sem áður höfðu verið ákveðnar, en ráðstefnan nú I Genf átti upp- haflega að f jalla um ástand oliu markaðarins vegna stöðvunar oliuútflutnings frá Iran um tima og oliuskorts sem af þvi leiddi. Nú er hins vegar unnið að þvi bak við tjöldin aö afla ráðstefn- unni heimildar til ákvörðunar á oliuverði og hækkunar þess þó ekki hafi fyrstu verið ráð fyrir sliku gert. Ekki eru þó allir ráðherrar OPEC rikja sammála um að hækka oliuverð. Hefur til dæmis oliumálaráðherra Venezuela mótmælt frekari hækkunum en áður hafa verið ákveðnar og sem ekki hafa allar tekiö gildi enn sem komið er. Ráðherra Saudi-Arabiu á fundinum sagði og fréttamönnum i gær að hann mundi gera allt sem i hans valdi stæöi til að hindra frekari oliu- hækkanir. Þó er búist við að hinir veröi ofan á sem vilja hækka olíuna eitthvaö i verði en þó ekki eins mikið og Iranir. Þetta staðfesta meðal annars fjárlög Oman fyr- ir árið 1979 en þar er greinilega gert ráö fyrir oliuverðshækkun- um.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.