Tíminn - 27.04.1979, Síða 9

Tíminn - 27.04.1979, Síða 9
Föstudagur 27. april 1979 9 Umræður um Ríkisútvarpið: Megum ekki gleyma — sem enn eru utan þjónustusvæðis sjónvarpsins — 320 sveitabæir bafa engin, slæm eða óviðunandi sjónvarpsskilyrði SS — A Alþingi I gær uröu mikl- ar umræður um málefni útvarps og sjónvarps, þegar tekin var á dagskrá fyrirspurn frá Þorvaldi G. Kristjánssyni (S) til mennta- málaráðherra um tolltekjur af sjónvarpstækjum o.fl. Hvorki fleiri né færri en 18 alþingis- menn tóku til máls af þessu til- efni eða sem næst þriðjungur þingheims. Þorvaldur Ragnar Vegna fyrirspurnarinnar leitaði menntamálaráðherra, Ragnar Arnalds, eftir svörum hjá fjármáladeild Rikisútvarps- ins. 1 þvi kemur fram, að 1978 voru innflutt 12.040 litsjónvarps- tæki, semgáfuafsér tæpar 1.143 milljónir kr. i tolltekjur, 25 svart/hvittæki, sem gáfu af sér tæpar 2 milljónir og sjónvarps- loftnet, sem gáfu af sér um 31 milljón króna i tolltekjur. í svari Rikisútvarpsins kemur fram sú skoðun, að það eigi kröfu til hærri f jármuna, en það hefur fengið, en orðrétt segir i svari þess: ,,Af þessari upphæð (fyrr- greindum tolltekjum af inn- flutningi sjónvarpstækja ogloft- neta — innsk.blm.) hefur Rikis- útvarpinu verið skilað kr. 340 milljónum og eftirstöðvar þvi 836 milljónir. Eftirstöövar frá árinu 1977 eru kr. 68.442 þús”. Þá segir i svari fjármála- deildarinnar, að um 320 bæir i sveit hefðu engin, slæm eða óviðunandi sjónvarpsskilyrði. A árinu 1978 hefðu endurbætur verið gerðar mjög viða með nýjum stöövum og bættum búnaði. Vegna framkvæmda 1978 fengu 125 bæir sjónvarps- merki. Þá segir ennfremur i svarinu, að nái framkvæmdaáætlun þessa árs fram að ganga, munu 70 sveitabæir komast i sjón- varpssamband á árinu. Ragnar Arnalds sagði að krafa Rikisútvarpsins um skil rikissjóðs á eftirstöðvum toll- teknannaværi ekki lögvernduð. Það hefði verið svo á árum áöur en afnumið með reglugerðar- breytingu i tið fyrrverandi rikisstjórnar, „svo litið bar á”. Kvað Ragnar það hafa verið spor aftur á bak og miður, að sú breytingu skuli ekki hafa komið til umræðu I þinginu. Ellert B. Schram (S) tók næstur til máls og sagði rlkis- stjórnina hafa sýnt hug sinn til Rikisútvarpsins með öðrum hætti en þeim að skila ekki toll- tekjum. Hún hefði haldið af- notagjöldum niðri. Ellert sagði eðlilegt að miða afnotagjaldið við ársgjald dagblaðs, sem væri 36 þús. kr. Afnotagjald fýrir bæði útvarp og sjónvarp væri hins vegar jafnhátt kostnað- inum við kaup eins dagblaðs. Arni Gunnarsson (A) fagnaði yfirlýsingu menntamálaráö- herra þess efnis, að hann teldi Rikisútvarpið eiga rétttil þeirra 836 milljóna, sem það fékk ekki á siðasta ári af tolltekjunum. Sagði Arni að Rikisútvarpið væri einskonar öskubuska hjá rikisvaldinu, og svo hefði verið um langt skeið. Að lokum sagöi þingmaður- inn, að það væri skoðun sin, þrátt fyrir sparnaðarþörf i rikisrekstrinum, að ekki mætti hvika frá þvi að byggja nýtt út- varpshús, sem væri algjör for- senda eölilegrar starfsemi þess I framtiðinni. Friðrik Sophusson (S) sagði það ekki skipta neinu máli, þó tolltekjurnar teldust ekki lengur til markaðra tekjustofna. Menn gætu staðið við orð sin, án þess að þau væru lögbundin i bak og fýrir. Enginn heföi tekiö eftir þvi á sinum tima, þegar lög- binding toDteknanna til RIkisút- varpsins var afnumin, vegna þess að þær hefðu verið svo litlar, þar sem innflutningur lit- Ellert Páll Sverrir sjónvarpstækja var þá ekki kominn til sögunnar. Sverrir Hermannsson (S) varaði stjórnarandstæðinga við þvi, að ætla sig hafa höndlaö hamingjuna i baráttu sinni við rikisstjórnina, þvi lögverndinni hefði veriðsviptaf I tið fyrrver- andi rikisstjórnar og með þeim hætti, að enginn varð var við. Alexander Stefánsson (F) vaktí athygli á þvi, að ástandið i þessum málum á utanverðu Snæfellsnesi væri vægast sagt mjög slæmt. Endurvarpsstöðv- arnar væru mjög lélegar á þessu svæði og viðhald þeirra fýrir neðan allar hellur. Hefðu ibúarnir jafnvel i hyggju að neita greiðslu afnotagjalds. Alexander sagði það skyldu alþingismanna að standa saman um endurbætur á þessu kerfi öllu, þannig að viðunandi yrði. IngvarGislason(F) sagði það mikiðstórmál, hvernig til tækist með að koma sjónvarps- og út- varpsefni tii landsmanna. I svari ráðherra hefði komið fram að 320 sveitabæir gætu ekki notið sjónvarps, en úr þvi mætti bæta með þvi að fram- fylgja þeirri áætlun sem fyrir lægi og fyrrverandi mennta- málaráðherra beitti sér fyrir að gerð var. Þá vaktí Ingvar athygli á slæmum hlustunarskilyrðum útvarps viða um land, sem bæta yrði úr. Taldi hann nauðsynlegt að unnið yrði að þvi, að stærri hluti tollteknanna rynni til Rikisútvarpsins. Vilhjálmur Hjáimarsson (F) kvað rangt að svelta Rikisút- varpið. Sú breyting sem gerð var á sinum tima, þegar afnum- in var lögbinding um að toll- tekjur af innflutningi sjónvarps- tækja skyldu renna til Rikisút- varpsins, hefði farið fram hjá Herjóifur 9 fýrirsjáanlegum stórreksturs- halla meðan Vestmannaeyinum er meinað að notfæra sér þjóð- vegakerfi landsins fyrir sig og nauðsynjar sinar til jafns við aðra landsmenn, sem enn eiga þess kost, þrátt fyrir verkfall yfirmanna kaupskipaflotans”. — Vestmannaeyingar hafa aldrei áður oröið fyrir svo hastarlegum aðgerðum i verk- falli — þeir eru hreinlega úti- lokaöir frá þjóðvegakerfi lands- ins, sagði Jón að lokum. Vilhjálmur Ingvar Stefán Arni Friðrik sér sem öðrum. Þegar hann frétti af þessari ákvörðun mót- mælti hann henni við fjármála- ráðherra þáverandi. Skýrði Vil- hjálmur frá bréfaskiptum menntamála- og fjármálaráðu- neytisins vegna þessarar breyt- ingar, þar sem menntamála- ráðuneytið heföi farið fram á óbreytta tilhögun varðandi ráð- stöfun tollteknanna. Hefði honum skilist af svörum fjár- málaráöuneytis að það væri samþykkt. Þá sagði Vilhjálmur að af- notagjald fyrir Utvarp og sjón- varp væri allt of lágt, þvi það ætti ekki að þykja mikið þó dag- blöðum væri fylgt i þvi sam- bandi. Stefán Jónsson (Ab) skýrði frá þvi, að þegar hann hóf störf hjá Rikisútvarpinu I april 1946, heföi teikning nýs útvarpshúss legið fyrir. Af þeim 33 árum sem liöin væru siðan hefði Sjálf- stæðisflokkurinn setið i rikis- stjórn i 25 ár „ogekki kemur út- varpshús”. Páll Pétursson (F) kvað menn einkum ræða um skil rikissjóðs á tolltekjum og þvi hefðu önnur atriði nokkuð fallið i skuggann. Menn virtust hafa gleymt þessum 320 sveita- bæjum, sem eftir væru og gætu ekki notíðsjónvarps. Fyrir hönd þeirra 125 sveitabæja, sem á siðasta ári var gert kleift að nmóta sjónvarps, þakkaði Páll en gerði jafnframt þá kröfu, að hugsað yrði vel til þeirra 250, semeftir yrðuum næstu áramót ef framkvæmdaáætlun þessa árs næði fram að ganga. SagðiPállaðum væri að ræða eðlileg mannréttindi, sem þing- menn yrðuað hjálpast aö við að koma til þegnanna. Lagði hann rika áherslu á það, að þeim yrði ekki gleymt I hita bardagans, sem enn væru utan þjónustu- svæðis sjónvarpsins. Sveitastarf Ég er 12 ára strákur og vil komast i sveit, hvar sem er á land- inu. Ásmundur Indriðason, simi: 91- 25743. ! Hvaó langar yfehur helstí.... Á árinu verða dregnir úr 11 toppvinningar til íbúða- eöa húseignarkaupa að verðmæti 7,5 milljónir, 10 milljónir og 25 milljónir króna. Auk þess fullbúinn sumarbústaður, bílar, utanferöir og húsbúnaðarvinningar. Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Firmakeppni Hin árlega firmakeppni hestamannafé- lagsins Gusts, verður haldin laugardaginn 28. april kl. 14. á æfingavelli félagsins við Arnarneslæk. Dansleikur verður um kvöldið í Félagsheimili Kópavogs, húsið opnað kl. 21. Gustur Hefilbekkir Nýkomnir hefilbekkir 130 cm. Tilvalin fermingargjöf. Eigum einnig 170 cm. og 212 cm. langa bekki. LÁRUS JÓNSSON HF. Umboðs- & heildverslun. Simi: 37189. Sveitastarf 12 ára drengur óskar eftir að komast á fámennt og gott sveitaheimili i sumar. Upplýsingar i sima 81887 eftir kl. 18. Menntamálaráðuneytiö. 25. april, 1979. Laus staða Staða ritara I menntamálaráðuneytinu, skólarannsókna- deild, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 14. mai n.k.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.