Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 1
Smáauglýsingasími550 5000 Glæsilegt 183,2 fm einbýlishús á einnihæð ásamt 47,6 fm bílskúr og verð-launagarði að Krókabyggð 1 í Mosfells-bæ er nú til sölu. „Það er alveg einstaklega gott að búa hérna, friðsælt og fallegt, þar sem stutt er í óspillta náttúruna,“ segir Karen Mellk, eigandi hússins, og bætir því við að húsnæðið sé enn fremur í góðu ásigkomulagi og krefjist lítils viðhalds. É stofu og öllum svefnherbergjum, granítflís- ar á anddyri, eldhúsi, báðum baðherbergj- um og þvottaherbergi. Svo ekki sé minnst á innfellda halogenlýsingu í öllu húsinu og góða lofthæð. Er þá fátt upptalið.Húsið er teiknað af Jóni Guðmundssyni arkitekt og innanhússarkitekt er Finnur P. Fróðason. „Skipulagningin er svo góð að engu líkara er en allt hafi verið gert til ð auðvelda íbúunum h iK Friðsælt og fallegt í Krókabyggð Í ítarlegri úttekt Fréttablaðsins á leik- mannamarkaðnum á Íslandi kemur fram að knattspyrnumenn í Landsbankadeild karla fái mest yfir hálfa milljón króna á mánuði í laun. Fjöldi leikmanna í deildinni fær í kringum 300 þúsund krónur í mánaðarlaun og jafnvel meira gangi liði leikmannsins allt í haginn. Upplýsing- arnar í úttektinni koma allar frá leikmönnunum sjálfum. Mikið er um árangurstengdar greiðslur í Lands- bankadeildinni og hafa leikmanni verið boðnar yfir 150 þúsund krónur fyrir spilaðan leik. Svartar greiðslur eru á undanhaldi en heyra ekki sögunni til. Leikmönnum eru einnig boðin ýmiss konar fríðindi á borð við afnot af bíl, íbúð og jafnvel þriggja milljóna króna niðurgreiðsla af nýrri íbúð. Einnig kemur fram í úttektinni að öll félög brjóta félagaskiptareglur og hafa samband við samningsbundna leikmenn án leyfis þess félags sem leikmaðurinn spilar með. Svo mikill er ágangur forráðamanna félaganna að leikmenn hafa neyðst til þess að slökkva á símum sínum til að fá næði. Leikmenn eru í flestum tilfellum fengnir til þess að ræða við leikmennina eftirsóttu og svo fara félögin í kringum reglurnar með því að hafa samband við feður leikmanna og einnig mæður í einstaka tilvikum. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Norðausturkjördæmi sem fram fór um helgina. Kristj- án hlaut 1.461 atkvæði í fyrsta sæti. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, hlaut annað sætið á list- anum með 1.596 atkvæði í 1. til 2. sætið. Ólöf Nordal fékk 1.426 í 1. til 3. sæti. Alls gáfu níu manns kost á sér í prófkjörinu, sex karl- ar og þrjár konur. Kristján Þór var hæstánægður með úrslitin. „Þetta er gríðarlega gott prófkjör og mikil þátttaka. Það er góð vinna að baki og drengileg barátta sem leiddi til góðrar niðurstöðu. Ég er gríðar- lega ánægður og sáttur og vil skila þökkum til kjósenda og minna stuðningsmanna fyrir þá miklu vinnu sem þeir unnu.“ Kristján segir næst á dagskrá að fara að búa til endanlegan lista. „Nú þurfum við að byrja að undir- búa vorið og kosningabaráttuna þá. Það eru næg verkefni fram- undan sem betur fer.“ Kristján Þór segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann muni hætta sem bæjarstjóri í kjöl- far þessara úrslita. „Ég mun birta ákvörðun mína fljótlega sem verð- ur vonandi á næstu vikum.“ Arnbjörg Sveinsdóttir kvaðst ánægð með sitt gengi og kosninga- baráttu sína. „Ég hafði öflugt lið stuðningsmanna með mér. En það er auðvitað þannig að í svona kjör- dæmi verður þetta eðlilega svæð- isskipt. Akureyri er langstærsti staðurinn og þegar vinsæll bæjar- stjóri býður sig fram er eðlilegt að hann hafi sterka stöðu sem birtist í þessum tölum.“ Arnbjörg er sér- staklega ánægð með hlut kvenna. „Við erum með þrjár konur í efstu fimm sætum listans.“ Þegar kjörfundur hófst voru 3.289 manns á kjörskrá. Alls greiddu 2.535 manns atkvæði á kjörfundi á kjördag. Í utankjör- fundaratkvæðagreiðslu áður en kjörfundur hófst greiddu 497 atkvæði. Þegar kjörfundi lauk klukkan sex á laugardag voru 4.089 á kjörskrá. Alls kusu 3.033 og samsvarar það um 74 prósenta kosningaþátttöku. Auðir seðlar og ógildir voru 104. Kristján Þór varð efstur í prófkjörinu Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sigr- aði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðausturkjör- dæmi. Hann segir næg verkefni vera framundan. Arnbjörg Sveinsdóttir hlaut annað sætið. Akureyri er langstærsti staðurinn og þegar vinsæll bæjarstjóri býður sig fram er eðlilegt að hann hafi sterka stöðu... Teiti sem fór úr böndunum Slakar á eftir sigurinn www.postur.is Jólakortavefur Falleg og persónuleg jólakort í tölvunni þinni á www.postur.is Fagleg og lögleg þjónusta í boði Fagfólk í Félagi íslenskra snyrtifræðinga er að finna um land allt. Sjá nánar á Meistarinn.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.