Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 4
 og 2 lítra Pepsi 10 bitar, stór franskar P IP A R • S ÍA • 6 0 7 8 8 Erninum Sigurerni var sleppt í gær eftir að hafa dvalist í Húsdýragarðinum í Laugardal frá því að Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir bjargaði honum í sumar. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Húsdýragarðsins, sagði allt hafa gengið að óskum er erninum var sleppt á heimaslóð- um í Grundarfirði. „Það var greinilegt að hann var kominn heim,“ sagði Tómas, sem telur um 100 manns hafa verið saman- komna til að taka á móti erninum. Tómas sagði Sigurörn hafa verið í góðu ástandi og er sannfærður um að hann spjari sig. Sigurerni sleppt í Grundarfirði Peter Hain, ráðherra N-Írlandsmála í bresku ríkisstjórninni, sakaði í gær Vladimír Pútín Rússlandsforseta um „miklar árásir á frelsi einstaklingsins og lýðréttindi,“ en hryðjuverka- varnadeild bresku rannsóknalögreglunnar rannsakar nú lát fyrrverandi rússnesks njósnara í London. Alexander Litvinenko lést á fimmtudag og fannst geislavirka efnið pólóníum 210 í líki hans. Hann var sannfærður um að eitrað hefði verið fyrir sér og sakaði Pútín um að standa á bak við það. Hann tjáði lögreglu að sér hefði verið byrlað eitrið er hann var að rannsaka morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaju 1. nóvember síðastliðinn. Um þrjú hundruð manns hafa haft samband við heilbrigðisyfirvöld í London vegna ótta um að hafa orðið fyrir geislun eftir að geislavirkni varð vart á heimili njósnarans fyrrverandi, á veitingastað sem hann mataðist á og hóteli sem hann heimsótti í byrjun mánaðarins. Ummæli Jóns Sigurðs- sonar, formanns Framsóknar- flokksins, um að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið mistök, eru skynsamleg hernaðaráætlun fyrir Framsókn- arflokkinn að mati Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórn- málafræði. „Bakgrunnurinn fyrir því að hann er opinn fyrir því að skoða embættisfærslur ríkisstjórnar undanfarin ár er væntanlega vont gengi flokksins. Framsóknar- flokkurinn þarf að hugsa sinn gang og velta fyrir sér hvað hann ætlar að fara með kjósendur næsta vor. Hvað hann vill verja af gjörð- um ríkisstjórnarinnar og hvað ekki. Þannig að Jón er að hluta til væntanlega að búa til þægilegri vígstöðu fyrir flokkinn í því sam- hengi.“ Gunnar Helgi segir skynsam- legt hjá Framsóknarflokknum að reyna að undirbúa jarðveginn fyrir næsta vor á þennan hátt. „Þannig að þeir séu ekki endalaust að hjakka í því að vera að verja eitthvað sem er mjög erfitt fyrir flokk eins og Framsóknarflokkinn að verja.“ Jón segir í ræðu sinni að ákvarðanir um öryggismál og alþjóðaverkefni beri ævinlega að taka eftir vandaðasta undirbúning og eftir trúnaðarsamráð við lög- mætar stofnanir eins og utanríkis- málanefnd Alþingis. Gunnar Helgi segir Jón þarna vera að taka skýra afstöðu í því máli. „Það virðist mega lesa þetta á þann hátt að hann túlki aðstæður þannig að það hefði átt að hafa víð- tækara samráð við utanríkismála- nefnd.“ Fulltrúar stjórnarandstöðu kalla eftir afsökunarbeiðni frá rík- isstjórninni og Jón segist sjálfur gera ráð fyrir að fræðimenn muni fjalla um hvort stjórnvöld þurfi að biðjast afsökunar á stuðningnum. Gunnar Helgi segir það vera stjórnmálamanna og kjósenda að ákveða slíkt. „En þetta er vissu- lega óvenjulegt. Hann er þarna búinn að biðjast afsökunar hálfa leiðina fyrir hönd síns flokks. Það verður líka að skoða í því ljósi að Framsóknarflokkurinn hefur vissa þörf fyrir að afmarka sig gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Og það er ekkert verra fyrir Fram- sóknarflokkinn ef það verður styr um þetta mál milli ríkisstjórnar- flokkanna. Flokkurinn þarf núna að byggja upp eigin ímynd í aðdraganda kosninganna. Hluti af því hlýtur að vera að deila um ýmsa hluti við Sjálfstæðisflokkinn enda er þetta ekki sami flokkurinn og eðlilegt að þeir geti átt í deil- um. Ég sé ekki betur en Jón sé beinlínis að lýsa því yfir að flokk- urinn þurfi að marka sig betur gagnvart Sjálfstæðisflokknum og það gerist ekki öðruvísi en að flokkarnir deili.“ Skynsamlegt útspil Framsóknarflokks Framsóknarflokkurinn þarf að ákveða hvað af gjörðum ríkisstjórnarinnar hann vill verja, segir prófessor í stjórnmálafræði. Jón Sigurðsson sé að skapa þægilega vígstöðu flokksins með því að segja stuðning við innrásina mistök.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.