Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 12
 Hið árlega jóla- þorp á Thorsplaninu í Hafn- arfirði var opnað um helg- ina. Lúðrasveit spilaði vel valin lög, jólasveinarnir kíktu í heimsókn ásamt Sollu stirðu sem heilsaði upp á börnin. Jólaþorpið er úti- markaður sem minnir á gamla tíma og rak Frétta- blaðið augun í einn bás sem Jón Ásgeir Ríkharðsson rekur. Hann er hæstánægður með viðbrögð fólks á fyrsta degi jólaþorpsins. „Það er búið að vera stórfínt að gera en aðalfjörið hefst þegar desember byrjar,“ segir Jón Ásgeir. Þetta eru fjórðu jólin sem Jón er með bás í jólaþorpinu og má fastlega búast við því að hann komi aftur næstu jól. Jón selur ilmkerti ásamt húðvörum og baðvörum úr Dauðahafinu. „Ég er búinn að fá rosalega góð og sterk viðbrögð frá fólki. Við selj- um ilmkertin einnig í Bónus og þar eru menn hæstánægð- ir með þessar vörur líka.“ Jón Ásgeir er ánægður með framtak Hafnarfjarðar- bæjar að hafa jólaþorpið og má með sanni segja að það hafi sett sterkan svip á Hafn- arfjörðinn. Aðalfjörið hefst í desember Um helgina opnaði Bjarkarás, sem er hæfingarstöð fyrir fólk með þroskahömlun, árlegan jólamarkað sinn. Að sögn Þórhildar Gunnarsdóttur for- stöðuþroskaþjálfa gekk markað- urinn vonum framar. „Það er búið að vera rosalega mikið að gera hjá okkur og þegar ég kom rétt fyrir hádegi var biðröð af fólki sem beið eftir að komast inn“, segir Þórhildur. Þetta er í fjórða skiptið sem jólamarkaður- inn er haldinn í Bjarkarási og verð- ur stærri með hverjum jólum. Til sölu voru fallegir hlutir úr gleri, leir og tré og fer allur pen- ingaágóðinn af jólamarkaðnum til styrktar starfsemi þeirra. „Við leggjum mikla áherslu á sköpun og þjálfun allan ársins hring fyrir vangefna og er þessi jólamarkaður sniðugur vettvang- ur fyrir þroskahefta til að sýna list sína,“ segir Þórhildur. „Enda er þetta ekki föndur heldur list.“ Ekki föndur heldur list Tveir evrópskir sprengjusér- fræðingar misstu hvor sinn fótinn og líbanskur læknir slasaðist er þeir stigu á jarðsprengju nálægt þorpinu Deir Mimas á föstudaginn. Fjórði maðurinn, Breti, missti fótlegg daginn eftir á svipuðum slóðum. Að mati sprengjusérfræðinga Sameinuðu þjóðanna er því ljóst að hermenn Ísraelsrík- is lögðu jarðsprengjur að nýju í suðurhluta Líbanons í sumar, en það gerðu þeir einnig í átján ára langri hersetu þar, sem lauk árið 2000. Sprengingar helgarinnar urðu á svæði sem hafði áður verið hreinsað upp. Mennirnir sem slösuðust á föstudaginn reyndu að koma geitahirði til aðstoðar, sem var strandaglópur á nýju ómerktu jarð- sprengjusvæði, eftir að ein geita hans drapst við sprengingu. Sérfræðingarnir höfðu unnið fyrir breskt fyrirtæki við að fjarlægja sprengjur síðan í september. Hirðirinn slapp ómeiddur. Suður-Líbanon er enn undirlagt af klasasprengjum Ísraelsmanna síðan í sumar. Talið er að ein milljón þeirra liggi þar enn, en ekki var vitað til þess að jarðsprengjum hefði einnig verið komið fyrir. Sprengjusérfræðingar eru önnum kafnir við hreinsunarstörf og bændur bregða gjarnan til þess áhættusama ráðs að hreinsa haga sína sjálfir, frekar en að bíða eftir aðstoð frá þeim. Breska ríkisstjórn- in viðurkennir nú að aðgangur að vatni tilheyri grundvallarmann- réttindum en það er breyting frá fyrri stefnu hennar. Bretar hvetja aðrar ríkisstjórnir til þess að viðurkenna líka vatn sem grundvallarréttindi fólks. Á vef BSRB segir að vonandi verði þessi ákvörðun Breta til þess að auðvelda stjórnarskrárnefndinni hér heima að gera upp hug sinn, en fyrir nefndinni liggur álit frá bæði BSRB og þrettán öðrum félögum og landssamtökum um að litið verði á vatn sem grund- vallarmannréttindi, ekki sem hverja aðra verslunarvöru. Vatn grundvall- armannréttindi Ársfundi Norð- austur-Atlantshafs fiskveiði- nefndarinnar, NEAFC, lauk í London nýverið. Á fundinum var meðal annars fjallað um verndun viðkvæmra hafsvæða og aðgerðir gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum. Samþykktar voru á fundinum hertar reglur um opinbert eftirlit í höfnum við löndun afla. Í samhengi við gerð reglnanna um hafnaeftirlit var framkvæmd allsherjar endurskoðun á reglum NEAFC um eftirlit og aðgerðir gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum, með það að mark- miði að gera þær einfaldari og aðgengilegri, og þar með skilvirkari. Eftirlit með löndunum hert R V 62 20 Einstök hönnun Mikið úrval Frábær ending Ný sen din g! Sko ðið úrv alið í ve rslu n okk ar a ð R étta rhá lsi 2 Postulín sem gleður – Pillivuyt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.