Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 56
! Önnur skáldsaga Auðar Jónsdótt- ur gerist í ónefndri borg í ónefndu landi þar sem innflytjendur ógna þriðju kynslóð borgarbúa með nýjum siðum. Ógn ríkir á strætun- um, hópar unglinga fara um með látum og ofbeldi. Fátækir menn og húsnæðisleysingjar eru í vonlítilli baráttu fyrir sæmandi lífskjörum og sæta laumulegu eftirliti yfir- valda meðan heimamenn lifa í öryggi sínu. Þetta er kunnugleg mynd: Auður er að lýsa velflestum stærri borgarsamfélögum hinna mettu meginlanda. Frá þessari heimsmynd smíðar hún aðra smáa sem dregur fram meginþætti í kúgun þess ráðandi á þeim undirokaða. Náttúrulaus auðkona hefur lengi lifað á arfi en nú er hann uppurinn. Sér til fram- færis ræðst hún í greinarskrif um hag hinna húsnæðislausu og fær þá nasasjón af brýnni þörf þeirra og ákveður að leigja útfrá sér: þrjár konur á götunni gangast undir harða ofurkosti hennar, ein þeirra er með stúlkubarn með sér. Þær eru allar aðkomnar, hver úr sínu horni kringlunnar. Auður hefur í þessari sögu sinni náð mun styrkari tökum á sögustíl og sögusniði, efnið er um sumt keimlíkt meginþáttum fyrstu sögu hennar, en skrefin sem hún hefur tekið í samslungnum setn- ingum, þaulunninni skipan milli greinarskila og heilsteyptu og fal- legu orðfæri eru satt að segja furðu mörg. Rómur hennar er að styrkjast, hugsunin í setninga- byggingu er alltaf fáguð en lituð persónulegum tóni og einhverjum innileik sem er undra falslaus og áreynslulítill. Átökin í verkinu er undir loki, allar passa konurnar sig í sambúð- inni sem heimtar af þeim öllum breytta framkomu sem mótast af eigingjörnum heimi húsráðandans sem er koksrugluð eftirlætis- padda sem Auður lætur okkur les- endur standa með lengi vel með meðvirkni sjónarhorns. Sögu- meistarinn klæðir sig fumlaust og örugglega í föt þeirra allra en kon- urnar standa okkur misnærri, Auður stýrir stöðu þeirra í heim lesandans af öryggi en nokkurri nísku um sumar sem skapar enn meiri forvitni. Lyktir verksins eru samt nokkuð fyrirsjáanlegar. Utan þrenningar þeirra aðfluttu og litlu stúlkunnar sem verður peð í þessu valdatafli uns hún velur sína leið, þá speglast húsráðandinn í vinum sínum, karli og konu. Í gegnum hann leiðist sagan með fundvísum hætti aftur inn í hina stóru mynd sem sýnir hversu hugsuð flétta Auðar er orðin. Þar er hún líka að vaxa. Eins og góðum sögumönnum sæmir kemur hún lesanda þó snyrtilega á óvart í sögulok. Tryggðapantur læst vera kvennasaga en hefur miklu, miklu víðari skírskotun en það. Lýsingar á fatnaði, híbýlum, matargerð, lit- skrúði og birtu kölluðu oft fram í huga hið fegraða myndefni glans- tímaritanna, hinn tilbúna heim þar sem ásýnd er login. Öryggið sem konurnar fjórar búa við er líka grunnlítið. Þannig er sagan í þriðja hveli sínu stór líking um heiminn sem við búum í. Það er feikilega metnaðarfullt markmið hjá ungum höfundi og næst. Auður er að ná þeim þroska að hún smíðar spakmæli sem leggjast fyrirferðarlaust í stílinn: „Fullorð- insárin fólust í því að klæða burt kenndir sínar.“ Það var með mikl- um feginleik að þessi lesandi las Fólkið í kjallaranum fyrir tveimur árum, já rétt tveimur árum, og eins er ekki annað en hægt að gleðjast hvað hún Auður Jónsdótt- ir heldur áfram að vaxa í þessari glæsilegu skáldsögu sinni Tryggða- panti, þroska sinn meitlaða stíl og takast á við söguefni sem skiptir máli og er brýnt hér og nú – og miklu víðar. Útlendar konur í húsi annarrar konu Nemur eyrað það sem augað sér ? Fáðu enn kröftugri hljómburð úr stóra flatskjánum þínum með Yamaha heimabíómagnara. Með Yamaha magnara og réttu hátölurunum verða heildaráhrifin af myndinni og upplifunin öll sterkari, hljómurinn kemur úr öllum áttum í rýminu og þér finnst eins og það sé bíó heima hjá þér. Reed flytur Berlín kl. 20 í Salnum Annar flutningur Flúðabóndans Miklos Dalmay á öllum píanó- sónötum Mozarts. Nú verða það sónötur númer 6, 7, 8 og 9 sem Miklos leikur. Hann er menntað- ur frá heimaborg sinni Búdapest og í Svíþjóð en hefur búið hér og starfað á annan áratug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.