Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 14
Landsbókasafn Íslands - háskólabókasafn fær tólf milljóna króna fjárveitingu á fjárlögum árið 2007, yfir þriggja ára tímabil, til að koma íslenskum dagblöðum á stafrænt form og birta þau á inter- netinu. Átta milljónir af þessum tólf fara í kaup á nýjum skanna, sem meðal annars verður notaður til að skanna Alþýðublaðið, Dag, Tímann og Þjóð- viljann inn á netið, segir Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörð- ur. Verkið verður unnið á Amtbóka- safninu á Akureyri þar sem blöðin eru geymd. Hinar fjórar milljónirn- ar verða notaðar til að greiða ýmsan kostnað við verkefnið. Um þessar mundir er Morgun- blaðið eina dagblaðið sem er aðgengilegt á netinu, en starfs- menn Landsbókasafnsins hafa unnið að skönnun þess síðastliðin ár með styrk frá Árvakri, sem gefur blaðið út. Í vor veitti útgef- andi Fréttablaðsins, 365, safninu styrk til að skanna blöð fyrirtækis- ins inn á netið og segir Sigrún að byrjað verði á því á næsta ári. Að sögn Sigrúnar er markmið safnsins að koma öllum dagblaða- kosti þjóðarinnar á stafrænt form og birta hann á netinu og verða þannig meðal fyrstu landa í heim- inum sem nær því markmiði. Sig- rún býst við því að verkinu verði lokið innan þriggja ára. Eftir það verða dagblöðin öllum aðgengileg. Tólf milljónir til safnsins Hagkaup auglýsti bókina Eragon á 54 prósenta afslætti, á 2.970 krónur í stað 6.400 króna, en í Bókatíðindum er leiðbein- andi verð hins vegar 3.780 krónur og er afslátturinn miðað við það því 21 prósent. Að sama skapi er bókin Ballaðan um Bubba Morthens auglýst á 40 prósenta afslætti, en afsláttur- inn minnkar niður í 14 prósent sé miðað við verð Bókatíðinda. „Þetta voru mannleg mistök,“ segir Sigurður Reynaldsson hjá Hagkaup. „Þetta var innanhúss- klúður hjá okkur. Við hringdum í prentsmiðj- una en auglýsingin var þá þegar farin í prentun. Við erum ekki þekktir fyrir einhverjar hókus pókus-brellur hér.“ Bækur ekki á uppgefnum afslætti Alvarlegum umferð-arslysum vegna ölvunaraksturs hefur fækkað mikið í Evrópu á undanförnum áratug en á sama tíma hefur alvarlegum slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgað. Þróuð hefur verið tækni til að greina á vettvangi hvort ökumað- ur sé undir áhrifum fíkniefna. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa almennt ekki tekið slíkan búnað í notkun en það færist í vöxt. Í nýjum umferðarlögum er kveðið á um að greinist ökumaður undir áhrifum fíkniefna þá skuli hann undantekningarlaust sæta viður- lögum, óháð því magni sem neytt hefur verið. Jón Sigfússon, forstöðumaður Rannsókna og greiningar í Háskól- anum í Reykjavík, hélt erindi um fíkniefnaskimun á Umferðarþingi í gær. Þar kynnti hann margvís- legan búnað sem hefur verið þró- aður til skimunar á vettvangi og hefur reynst afar áhrifarík grein- ingaraðferð gegn fíkniefnaakstri. Búnaðurinn er ódýr, öruggur og einfaldur í notkun og svipar til þungunarprófs. Hægt er að skima eftir öllum fíkniefnum í einu og niðurstaða fæst á aðeins tveimur til þremur mínútum. Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir að embætti ríkislögreglustjóra sé að undirbúa það að lögreglan fái skimunarbúnað en ekki hafi verið ákveðið hvaða tegund verði fyrir valinu. Hann segir að fastar verði tekið á fíkniefnaakstri innan skamms tíma með tilkomu slíks búnaðar. Fíkniefnaskimun mun aukast Fjárveitingu í lagningu Tröllatunguvegar verður breytt, samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra, þannig að á næsta ári verður 200 milljónum varið í framkvæmdina og 600 milljónum árið 2008. Áður var fyrirhugað að skipta heildar- fjárhæðinni jafnt milli ára. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segir að breytt fyrirkomu- lag á fjárveitingu breyti engu varðandi verklokin, þau verði á sama tíma og gert hafi verið ráð fyrir. „Framvindan verður hröðust árið 2008 og verkið klárast í árslok. Aðalatriði er að það klárist á réttum tíma.“ 800 milljónir í Tröllatunguveg Orkuveita Reykja- víkur hefur gengið til samninga við Ístak um lagningu gasleiðslu milli Álfsness og Ártúnshöfða. Þetta er fyrsta gaslögnin til almennra nota sem lögð er í Reykjavík um langt skeið en um þessar mundir eru fimmtíu ár frá því gasveita var lögð af í höfuðborginni. Gaslögnin mun veita metan- gasi, sem framleitt er á athafna- svæði Sorpu í Álfsnesi, að áfyllingarstöð Olíufélagsins Esso við Bíldshöfða en nú er því ekið þangað á bílum. Fjölgun metanknúinna ökutækja, meðal annars sorpbíla og strætisvagna, hefur skapað forsendur til lagningar gasleiðslunnar. Hefja gasflutn- inga um leiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.