Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 14
Landsbókasafn Íslands
- háskólabókasafn fær tólf milljóna
króna fjárveitingu á fjárlögum
árið 2007, yfir þriggja ára tímabil,
til að koma íslenskum dagblöðum á
stafrænt form og birta þau á inter-
netinu.
Átta milljónir af þessum tólf fara
í kaup á nýjum skanna, sem meðal
annars verður notaður til að skanna
Alþýðublaðið, Dag, Tímann og Þjóð-
viljann inn á netið, segir Sigrún
Klara Hannesdóttir landsbókavörð-
ur. Verkið verður unnið á Amtbóka-
safninu á Akureyri þar sem blöðin
eru geymd. Hinar fjórar milljónirn-
ar verða notaðar til að greiða ýmsan
kostnað við verkefnið.
Um þessar mundir er Morgun-
blaðið eina dagblaðið sem er
aðgengilegt á netinu, en starfs-
menn Landsbókasafnsins hafa
unnið að skönnun þess síðastliðin
ár með styrk frá Árvakri, sem
gefur blaðið út. Í vor veitti útgef-
andi Fréttablaðsins, 365, safninu
styrk til að skanna blöð fyrirtækis-
ins inn á netið og segir Sigrún að
byrjað verði á því á næsta ári.
Að sögn Sigrúnar er markmið
safnsins að koma öllum dagblaða-
kosti þjóðarinnar á stafrænt form
og birta hann á netinu og verða
þannig meðal fyrstu landa í heim-
inum sem nær því markmiði. Sig-
rún býst við því að verkinu verði
lokið innan þriggja ára. Eftir það
verða dagblöðin öllum aðgengileg.
Tólf milljónir til safnsins
Hagkaup auglýsti bókina
Eragon á 54 prósenta afslætti, á
2.970 krónur í stað 6.400 króna,
en í Bókatíðindum er leiðbein-
andi verð hins vegar 3.780
krónur og er afslátturinn miðað
við það því 21 prósent. Að sama
skapi er bókin Ballaðan um
Bubba Morthens auglýst á 40
prósenta afslætti, en afsláttur-
inn minnkar niður í 14 prósent
sé miðað við verð Bókatíðinda.
„Þetta voru mannleg mistök,“
segir Sigurður Reynaldsson hjá
Hagkaup. „Þetta var innanhúss-
klúður hjá okkur.
Við hringdum í prentsmiðj-
una en auglýsingin var þá þegar
farin í prentun. Við erum ekki
þekktir fyrir einhverjar hókus
pókus-brellur hér.“
Bækur ekki
á uppgefnum
afslætti Alvarlegum umferð-arslysum vegna ölvunaraksturs
hefur fækkað mikið í Evrópu á
undanförnum áratug en á sama
tíma hefur alvarlegum slysum
vegna fíkniefnaaksturs fjölgað.
Þróuð hefur verið tækni til að
greina á vettvangi hvort ökumað-
ur sé undir áhrifum fíkniefna.
Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa
almennt ekki tekið slíkan búnað í
notkun en það færist í vöxt. Í
nýjum umferðarlögum er kveðið
á um að greinist ökumaður undir
áhrifum fíkniefna þá skuli hann
undantekningarlaust sæta viður-
lögum, óháð því magni sem neytt
hefur verið.
Jón Sigfússon, forstöðumaður
Rannsókna og greiningar í Háskól-
anum í Reykjavík, hélt erindi um
fíkniefnaskimun á Umferðarþingi
í gær. Þar kynnti hann margvís-
legan búnað sem hefur verið þró-
aður til skimunar á vettvangi og
hefur reynst afar áhrifarík grein-
ingaraðferð gegn fíkniefnaakstri.
Búnaðurinn er ódýr, öruggur og
einfaldur í notkun og svipar til
þungunarprófs. Hægt er að skima
eftir öllum fíkniefnum í einu og
niðurstaða fæst á aðeins tveimur
til þremur mínútum.
Geir Jón Þórisson, yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, segir að
embætti ríkislögreglustjóra sé að
undirbúa það að lögreglan fái
skimunarbúnað en ekki hafi verið
ákveðið hvaða tegund verði fyrir
valinu. Hann segir að fastar verði
tekið á fíkniefnaakstri innan
skamms tíma með tilkomu slíks
búnaðar.
Fíkniefnaskimun mun aukast
Fjárveitingu í
lagningu Tröllatunguvegar
verður breytt, samkvæmt
frumvarpi fjármálaráðherra,
þannig að á næsta ári verður 200
milljónum varið í framkvæmdina
og 600 milljónum árið 2008. Áður
var fyrirhugað að skipta heildar-
fjárhæðinni jafnt milli ára.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra segir að breytt fyrirkomu-
lag á fjárveitingu breyti engu
varðandi verklokin, þau verði á
sama tíma og gert hafi verið ráð
fyrir. „Framvindan verður
hröðust árið 2008 og verkið
klárast í árslok. Aðalatriði er að
það klárist á réttum tíma.“
800 milljónir í
Tröllatunguveg
Orkuveita Reykja-
víkur hefur gengið til samninga
við Ístak um lagningu gasleiðslu
milli Álfsness og Ártúnshöfða.
Þetta er fyrsta gaslögnin til
almennra nota sem lögð er í
Reykjavík um langt skeið en um
þessar mundir eru fimmtíu ár
frá því gasveita var lögð af í
höfuðborginni.
Gaslögnin mun veita metan-
gasi, sem framleitt er á athafna-
svæði Sorpu í Álfsnesi, að
áfyllingarstöð Olíufélagsins
Esso við Bíldshöfða en nú er því
ekið þangað á bílum. Fjölgun
metanknúinna ökutækja, meðal
annars sorpbíla og strætisvagna,
hefur skapað forsendur til
lagningar gasleiðslunnar.
Hefja gasflutn-
inga um leiðslu