Fréttablaðið - 27.11.2006, Page 20

Fréttablaðið - 27.11.2006, Page 20
greinar@frettabladid.is M iðstjórnarfundur Framsóknarflokksins sem hald- inn var um helgina verður talinn eftirminnilegur fyrir margra hluta sakir. Þar flutti Jón Sigurðsson, nýr formaður flokksins, sína fyrstu meiriháttar ræðu á vettvangi flokksins og kvað þar við annan tón á ýmsum sviðum, en hjá forvera hans. Reyndar nefndi Jón hann hvergi í opnunarræðu sinni og var hann þó handvalinn í núverandi embætti af honum. Það sem mesta athygli vakti í ræðu Jóns Sigurðssonar var að sjálfsögðu það sem hann sagði um ákvarðanir íslenskra stjórn- valda á sínum tíma um málefni Íraks: „Þær byggðust á röngum upplýsingum. Forsendur voru rangar og ákvarðanaferlinu ábóta- vant. Þessar ákvarðanir voru því rangar eða mistök. Svonefndur listi um „staðfastar þjóðir“ var einhliða framsetning Bandaríkja- stjórnar og hluti af þessari hörmulegu atburðarás,“ sagði formað- urinn í ræðu sinni. Hann er reyndar ekki eini stjórnmálamaðurinn í heiminum sem segir þetta um þessar mundir, því sífellt fleiri stjórnmálamenn hafa viðhaft svipuð eða sömu ummæli, og einkum þó í aðdraganda kosninga í viðkomandi löndum. Menn vilja gjarnan skella skuld- inni á rangar upplýsingar hjá leyniþjónustum, en það er alveg ljóst að það þarf að komast til botns í þessu máli bæði hér heima og erlendis. Það er ekki síst nauðsynlegt vegna ástandsins í Írak um þessar mundir. Það kann að hafa verið of dýru verði keypt að koma höndum yfir Saddam Hussein, þann ófyrirleitna einræðis- herra, með innrásinni og menn hafa í blindni trúað öllu sem ráða- menn í Bandaríkjunum sögðu um málið í aðdraganda hennar. Jón Sigurðsson sýnir kjark og dirfsku með því að tala hreint út um þetta mál á þann hátt sem allir skilja. En það er ekki nóg að hann tali hreint út, forystumenn hins stjórnarflokksins verða líka að tala hreint út um málið. Það var undir forystu þeirra manns í ríkisstjórn sem þetta mál kom upp, þeir þurfa því líka, ekki síður en Framsóknarmenn, að taka til máls. Að undanförnu í aðdraganda prófkjara Sjálfstæðisflokksins, hefur Fréttablaðið beint spurningum um Íraksstríðið og aðdrag- anda þess til prófkjörskandídata Sjálfstæðisflokksins og fengið ýmis svör – sum mjög loðin svo ekki sé meira sagt. Það væri hreinlegast og best fyrir alla, að öll spilin í þessu máli væru lögð á borðið og að fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra skýrðu frá því opinberlega í smáatriðum hver aðdragandi þessa máls var og gangur þess í stjórnkerfinu. Það væri öllum til góðs. Þetta uppgjör Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokks- ins, um helgina eitt og sér verður varla til þess að rétta hlut flokksins í þeirri baráttu sem framundan er fyrir kosningarnar næsta vor. Því eins og hann sagði í ræðu sinni verður baráttan hörð: „Hún verður þrekvinna og langhlaup.“ Uppgjör Jóns Forystumenn hins stjórnarflokksins verða líka að tala hreint út um málið. Það var undir forystu þeirra manns í ríkisstjórn sem þetta mál kom upp. Þeir þurfa því líka ekki síður en framsóknarmenn að taka til máls. GADDAVÍR SIGURJÓN MAGNÚSSON „Frábærlega skrifuð og áleitin saga …“ Fréttablaðið „Gaddavír er látlaus, hefðbundin, vel skrifuð skáldsaga sem gefur tilefni til þess að velta fyrir sér mannlegu eðli… Í stærra samhengi og táknsögulega fjallar Gaddavír um erfðasyndina, þjáningu, jafnvel píslarvætti.“ - Geir Svansson, Morgunblaðið, 3. nóv. 2006 ÁHRIFAMIKIL SKÁLDSAGA SEM HELDUR LESANDANUM Í HELJARGREIPUM Ofuráherslu Sjálfstæðisflokks-ins á að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi er erfitt að skilja út frá öðru en marglýstum vilja öflugra þingmanna til að selja það að lokum – að hluta eða öllu leyti. Einstakir þingmenn flokksins hafa beinlínis fagnað frumvarpinu á þeim forsendum að það sé fyrsta skrefið að sölu. Ég lít hins vegar svo á að öflugt almannaútvarp sé tryggasta vörnin gegn því að sterkir fjármagnseigendur einoki skoðanamyndun í landinu gegnum ofurtök á fjölmiðlamarkaðnum. Þess vegna vil ég efla ríkisútvarp, treysta innlenda dagskrárgerð einsog prýðileg drög Þorgerðar Katrínar menntamálaráðherra að þjónustusamningi gera ráð fyrir – en ég er andsnúinn hlutafélaga- væðingu og sölu. Innan Sjálfstæðisflokksins hafa raddir um að selja RÚV verið háværar. Hugmyndamótor flokksins, Samband ungra sjálfstæðismanna, hefur árum saman boðað það fagnaðarerindi. Því hefur skolað inn á þing í frumvarpi um einkavæðingu RÚV, sem nokkrir þingmenn hafa flutt með leyfi þingflokks Sjálfstæðis- manna. Í þeim hópi er til dæmis formaður menntamálanefndar. Hann hefur marglýst yfir á Alþingi að æskilegast sé að selja stofnunina. Hinum ungu tyrkjum frjálshyggjunnar mun berast öflugur liðsauki þegar yfirlýstir fylgjendur sölu á RÚV koma í raðir þingmanna flokksins eftir kosningar í vor. Árið 1995 rak Sjálfstæðisflokk- urinn heila kosningabaráttu sem af þeirra hálfu snérist aðallega um að selja Rás 2. Mér er ekki kunnugt um að flokkurinn hafi nokkru sinni kastað þeirri stefnu fyrir róða. Í því ljósi er athyglisvert, að í frumvarpi ríkisstjórnarinnar segir hreint út, að eftir að stofnunin verði gerð að hlutafélagi beri henni ekki skylda til að reka nema eina útvarpsrás. Hvers vegna er þetta tekið sérstaklega fram – ef ætlunin er ekki að selja Rás 2? Rás 2 hefur verið vagga nýgildrar tónlistar. Þar hefur hún gegnt mikilvægu hlutverki sem engin einkareknu rásanna hefur sinnt með viðlíka hætti. Ég hef ekki tölu á því efnilega tónlistarfólki sem Rásin hefur fleytt fram – og sumt í kjölfarið borið hróður Íslands vítt um veröld. Hví ætti að selja hana? Stofnanir ríkisins, sem hafa beinan aðgang að opinberu fé lúta ekki sömu lögmálum og opinber fyrirtæki sem afla sér tekna á markaði. Færa má rök fyrir því að hlutafélagaformið henti þeim fyrirtækjum í ríkiseigu, sem ekki nota skattpeninga í rekstur. Það gegnir öðru máli um stofnanir sem alfarið eða að meginhluta eru reknar fyrir peninga skattborgar- anna – einsog RÚV. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, sagði í athyglis- verðum leiðara að þess vegna væri frumvarpið „frávik frá almennum leikreglum.“ Hann taldi það líklegt til að setja „í uppnám framtíðar- sátt um ríkisrekið útvarp.“ Dómur Þorsteins var að hlutafélagavæð- ing RÚV fæli í sér „öfugsnúna hugmyndafræði.“ Samfylkingin hefur talað fyrir því að RÚV verði gert að sjálfs- eignarstofnun í atvinnurekstri. Það form er einkaréttarlegs eðlis líkt og hlutafélög og gæfi stofnuninni aukið sjálfstæði og svigrúmið, sem Páll Magnússon útvarpsstjóri telur svo nauðsynlegt. Það er þekkt rekstrarform í almannaþjónustu sem situr að opinberu fé eða afmörkuðum tekjustofnum. Síðast en ekki síst gæti sjálfseignarform- ið skapað mikilvæga sátt um RÚV. Það gerir hins vegar illkleift að selja RÚV – sem skýrir andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn gerði á sínum tíma einbeitta samþykkt gegn því að RÚV yrði gert að hlutafélagi. Flokkurinn óttaðist, einsog ég, að það yrði fyrsta skrefið að sölu. Framsókn snarsnérist svo í málinu – einsog í Írak. Nú hefur áhrifamaður í Framsókn, Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi, marglýst því yfir að hann sé eindregið á móti frumvarpi Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að meirihluti Fram- sóknarmanna sé andvígur því að frumvarp Sjálfstæðisflokksins um hlutafélagavæðingu RÚV verði samþykkt á Alþingi. Skyldi það vera einbeittur vilji forystu Framsóknar að ganga stöðugt gegn vilja grasrótarinnar eða ætlar hún loksins að setja sig aftur í jarðsam- band við sitt eigið fólk? RÚV er prófsteinn á það. Sjálfstæðisflokkurinn vill selja RÚV Hundruð þúsunda liggja í valnum frá því að „hinar viljugu þjóðir“ og þar með talið Ísland stóðu að upphafi innrásarinnar í Írak. Enn fleiri búa nú við örkuml. Milljónir eru flóttafólk í stöðugum hrylling og ótta. Landið logar í borgarastyrjöld. Við í Fráls- lynda flokknum vöruðum mjög við þessari innrás á sínum tíma. Fyrir lágu nægar vís- bendingar til að sjá að réttlætingin fyrir henni væri afar vafasöm. Einsýnt var að innrásin hleypti af stað voðaverkum sem enginn gæti séð fyrir endann á. Þrátt fyrir að Saddam væri skelfilegur harðstjóri sem þyrfti að koma frá, þá væri það verð sem greiða þyrfti fyrir innrásina í hörmungum alltof hátt til að hún réttlætti slíkt. Ekki mætti tengja nafn Íslands með neinum hætti við ólögmæta árás á full- valda ríki. Nágrannaríki okkar í Evrópu komust mörg að þeirri niðurstöðu að innrásin væri ekki réttlætan- leg. Nefna má NATO-ríkin Frakkland, Þýskaland og Noreg. Frá innrásinni hafa forystumenn ríkisstjórn- arflokkanna hér á landi staðfastlega neitað að um mistök hafi verið að ræða þegar þeir lýstu yfir inn- rásarstuðningi fyrir Íslands hönd að þjóðinni og Alþingi forspurðu. Á dögunum flutti utanrík- isráðherra ræðu sína um utanríkismál á Alþingi. Hún minntist þar hvergi á Íraksmál- ið. Þegar við í stjórnarandstöðunni tókum málið upp, var ekki að heyra eftirsjá í svör- um Valgerðar. Nú loks þegar um hálft ár er í kosningar lýsir formaður Framsóknarflokksins því yfir um helgina, að ákvarðanir stjórnvalda um innrásina hafi verið mistök. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd þingsins telur að taka hefði mátt ákvörðun um stuðning við innrásina með lýðræðislegri hætti en gert var. Það hefur tekið þetta fólk fjögur ár að sjá hið augljósa sem blasað hefur við frá upphafi. Spyrja má um einlægnina í þessum yfirlýsingum. Fjölmargir félagar þeirra neita að viðurkenna mis- tök. Mennirnir tveir sem eru sekir um ákvörunina um stuðning hafa síðar horfið úr forystu sinna flokka. En báðir verið verðlaunaðir af ríkisstjórninni með góðum stöðum annars staðar. Annar varð æðsti bankastjóri landins. Hinn er nú einn æðsti yfirmaður norræns samstarfs. Nei, þeir einu sem geta dregið ríkisstjórn- arflokkana til ábyrgðar í þessu málið eru kjósendur og það eiga þeir að gera 12. maí næstkomandi. Höfundur er þingflokksformaður Frjálslynda flokksins. Sjá þau virkilega eftir innrásinni?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.