Fréttablaðið - 27.11.2006, Page 22

Fréttablaðið - 27.11.2006, Page 22
Me nn task ólin n í K ópa vog i Innritun fyrir vorönn 2007 stendur yfir á allar brautir skólans. Nánari upplýsingar á www.mk.is eða á skrifstofu skólans í síma 594 4000. Skólameistari Menntaskólinn í Kópavogi FA B R IK A N www.mk.is Stóra málverkafölsunarmálið er merkilegt um margt. Ekki aðeins er það eitt dýrasta og lengsta mál íslenskrar réttarsögu heldur segir það sína sögu um ald- arfar á Íslandi. Þrátt fyrir allt tal um hátt menntunarstig hér á landi og þannig vísað til meintrar víð- sýni Íslendinga glittir furðu fljótt í heykvíslar og kyndla ef mönnum býður svo við að horfa. Lands- menn eru furðu fljótir að dæma þrátt fyrir fárveikar forsendur. Á sínum tíma dæmdist á mig að fjalla fyrir Fréttablaðið um föls- unarmálið sem þá var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem þingfest var 16. janúar árið 2003. Sem var mér ljúft og skylt enda ætíð haft mikinn áhuga á myndlist og las listasögu í þrjú ár við HÍ. Ég, líkt og margir aðrir, tók mið af því sem birst hafði í ýmsum fjöl- miðlum. Og taldi nánast formsat- riði að sjá þessa hrappa, Pétur Þór Gunnarsson og Jónas Freydal, festa upp í næsta tré af röskum réttvísinnar mönnum – þeim Jóni H. B. Snorrasyni saksóknara og Arnari Jenssyni lögregluforingja. Hins vegar varð mér það ljóst smám saman, þar sem ég mætti vikum saman samviskusamlega niður í sal 101, til að fylgjast með málarekstri og vitnaleiðslum, að það var alls ekki eins klippt og skorið ætla hefði mátt. Það var reyndar í henglum og verjendurn- ir höfðu úr nægu að moða. Svo virtist sem hlaupið hafi verið til af ákæruvaldinu og sett fram ákæra af undirlagi helsta kærandans, Ólafs Inga Jónssonar forvarðar, og síðan miðaðist rannsóknin við að sanna þá kæru. En horft fram hjá öllu því sem leitt gæti til sýknu sakborninga. Réttarhöldin snerust enda ekki um aðalefni ákærunnar, að sakborningar hefðu falsað og selt verk, heldur það hvort þau fjölmörgu verk sem voru til með- ferðar væru yfirhöfuð fölsuð eða ekki! Eitt af öðru týndu verkin sem þóttu tæk sem fölsuð tölunni og svo fór að sakborningar fengu skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa selt fimm verk og mátt vita að þau væru fölsuð. Af 102 verkum sem voru í upphafi máls. Reyndar tal- aði helsti kærandinn um að 900 fölsuð verk væru í umferð en Arnar Jensson, sem sneri við öllum steinum í bókahaldi Péturs Þórs, fann aldrei millj- ónirnar sem ætla hefði mátt að falsarinn mikli hefði haft upp úr krafs- inu við sína vafasömu iðju. Ekki var svo mikið sem eitt sönnunargagn í málinu þess efnis að þeir hefðu falsað svo mikið sem eitt verk eða eina undirskrift sjálfir. Svo mjög fékk hinn „vægi“ dómur, sem féll í júlí 2003, á ýmsa að talað var um hneyksli. Samtök íslenskra myndlistar- manna mótmæltu dómn- um! Og hvöttu Jón H. B. til að áfrýja. Öllum til furðu, nema kannski þeim sem lesið höfðu um málið í Fréttablaðinu, voru það hins vegar sakborningarnir sem áfrýjuðu málinu. Makalaus atvik áttu sér stað í réttarsal. Sérfræðingar ákæru- valdsins reyndust tengjast málinu á ýmsa lund á fyrri stigum. Má þar nefna listfræðinginn Kristínu Guðnadóttur og forvörðinn Viktor Smára Sæmundsson. Flest vitnin sem leidd voru fyrir réttinn voru greinilega ekki í nokkrum vafa um sekt sakborninga. Og komin þangað til að taka þátt í að refsa ódámum. Til dæmis kom sonur Svavars Guðnasonar til að vitna um að verk eftir faðir hans væru fölsuð. Hann fletti í gegnum stafla „Svavars-verka“ og úrskurði þau eitt af öðru fölsuð. En sækjandi hafði ekki gætt að sér því eitt verk eftir Svavar óumdeilanlega hafði óvart slæðst með í bunkann. Og var af syninum umsvifalaust dæmt falsað. Allt var þetta á eina lund. Þegar svo málinu var hent út úr Hæstarétti kvað svo rammt að fyr- irframdómum að það hrökk upp úr löglærðum menntamálaráðherra í sjónvarpsviðtali eitthvað á þá leið að ljóst væri að þessir menn fengju ekki að höndla með listaverk eftir- leiðis. Þó sýknaðir væru. Nýverið tók ég viðtal við Pétur Þór og í kjölfarið poppar enn upp þetta þráláta viðhorf fyrirfram- dæmenda. Menn vilja ekki una niðurstöðunni. Og er það sjónar- mið furðulega algengt en hollast er mönnum að sætta sig við að þeir höfðu einfaldlega á röngu að standa. Kannski voru það aðrir en Pétur og Jónas sem bera á því ábyrgð að málverkamarkaðurinn fór í niðursveiflu í kjölfar þess að málið kom upp. Í viðtalinu við Pétur kom meðal annars fram að nú er gríðarlegt framboð íslenskra verka í Danmörku. Sem þótti röksemd fyrir því þá, við upphaf málverka- fölsunarmálsins, að fiskur lægi undir steini. Í grein sem list- munasalinn Jóhann Ágúst Hansen skrifar og birtist í Frétta- blaðinu 17. nóvem- ber kallar hann viðtalið „auglýs- ingakynningu“ og í niðurlagi veigrar hann sér ekki við því að vega harkalega að starfsheiðri mínum. Þannig að varla verður við unað: „Menn ættu að hafa það í huga í framtíðinni að Pétur og Jónas voru sýknaðir í seinna fölsunar- málinu af tæknilegum ástæðum og finnst mörgum að eiginleg nið- urstaða hafi aldrei komið fram, hvort um falsanir hafi verið að ræða. Blaðamenn verða einnig að sýna þá ábyrgð að fjalla um málið á hlutlausan hátt og ekki sleppa þeim atriðum sem þeim finnst ekki henta sínum málstað.“ Vert er að benda á algenga rök- villu í því sem þarna kemur fram. Að málinu hafi verið hent út úr Hæstarétti vegna þess að sér- fræðingar ákæruvaldsins þóttu ekki í lagi þýðir ekki að restin af málatilbúnaðinum hafi að öðru leyti verið skotheldur. Því fer reyndar fjarri. Ég varð fljótlega var við, eftir að fréttir mínar af málinu fóru að birtast, dylgjur þess efnis að skrifin hlytu að vera á annarleg- um forsendum. Svo vanir voru menn einstefnu í fréttaflutningi. Eitt og annað var reynt til að tengja mig við sakborninga en menn höfðu ekki erindi sem erf- iði. Enda kom ég að þessu máli algerlega kaldur, hafði hvorki heyrt né séð sakborninga og fjall- aði um það samkvæmt bestu sam- visku. Dómarnir sem féllu eru eiginlega því til staðfestingar að skrifin voru í lagi. Og ég hlýt sem blaðamaður að gera alvarlegar athugsemdir við málflutning á borð við þennan þar sem talað er um að eitthvað henti ekki mínum „málstað“. Hvaða málstaður ætti það að vera? Höfundur er blaðamaður. Um meinta annarlega hagsmuni Léttvínsbann hinna siðmenn- ingarlausu SÁÁ er einn af hornsteinum íslenzks samfélags. Því áfengissýki er einn skæðasti sjúk- dómur manna og í áratugi hafa samtök- in bjargað þúsundum úr klóm hans. En færa má rök fyrir því að ofstopafull afstaða sumra Íslendinga til áfengis í gegnum tíðina hafi gert illt verra í baráttunni við áfengisdrauginn. Fjórtán alþingimenn, með Guðlaug Þór Þórðarsson í broddi fylkingar, lögðu 10. nóvember í fyrra fram frumvarp til breyt- inga á einkasölu ríkisins á létt- víni og bjór. Tillaga þessara heimsborgaralega þenkjandi stjórnmálamanna er sú að aðrir en ríkið geti tekið að sér sölu á léttvíni og bjór og að hægt verði að nálgast þessa vöru í verzlun- um einkaaðila. Fáar þjóðir eru jafn forpok- aðar og Íslendingar á sviði áfengismála. Lengi vel treystu sumir alþingismenn ekki þjóð- inni til að drekka vægasta form áfengra drykkja – bjór. Og bjór var bannvara eins og eiturlyf. En í staðinn hefur engum verið treyst til að selja þessa vöru hingað til nema embættismönn- um ríkisins ásamt her starfs- manna á launum hjá fjármála- ráðuneytinu! Það er orðið svo löngu tíma- bært að hrófla við stalínízkri einokun hinnar grímuklæddu Vínbúðar, eða Áfengis og tób- aksverzlunar ríkisins, til bjór – og léttvínssölu að ég vil hvetja hugsandi fólk á Alþingi að veita þessari lífsstíls – og frelsishug- mynd brautargengi. Það er í raun skammarlegt að þetta sjálfsagða litla frelsisspor hafi ekki löngu verið stigið. Sumir stjórnmálamenn treysta fólkinu í landinu til að kjósa sjálfan sig á þing. En svo þegar þeir eru komnir á þing fara þeir að meðhöndla þetta sama fullorðna fólk eins og börn eða skríl. Bann við sölu á létt- víni og bjór annars staðar en á vegum ríkisins er því eins og angi af þeirri seindrepandi plágu á Alþingi Íslendinga að koma fram við fullorðið fólk eins og óvita. Fjórtánmenning- arnir vilja með frumvarpi sínu hvetja aðra alþingismenn til að koma fram við Íslendinga eins og fullorðið og siðmenntað fólk. Ef sú hugmynd sem felzt í frumvarpi fjórtánmenninganna fæst samþykkt verður það fljót- lega talið jafn forneskjulegt og forpokað að líta til baka til einkasölu ríkisbáknsins á léttu áfengi og þeirra tíma þegar opnun- artími verzlana var ekki frjáls, Ríkisútvarpið ein- okaði öldur ljós- vakans og bjór var bannaður. Enda finnst flest- um Íslendingum í dag ef til vill jafn fáránlegt að banna bjór og að banna bækur. Það er orðið beinlínis móðgandi og nið- urlægjandi að bjóða upplýstum og siðmenntuðum Íslendingum upp á að kaupa þessa sjálfsögðu nútímavöru í einhverjum ríkis- búðum. Hver vill ekki sjá beztu vín- sérfræðinga og matgæðinga landsins opna sérverzlanir með sérstök léttvín og sælkerabjór eins og hefð er fyrir í flestum löndum Evrópu? Vínmenning er hluti af fjölbreyttri flóru menn- ingarlegra lífsgæða eins og matarmenning, myndlist, arki- tektúr, tónlist, tízka, leikhús og bækur. Hinir óþroskuðu og sið- menningarlausu eiga vafalaust erfitt með að skilja slík sjónar- mið en heimsborgarar landsins eiga ekki að gefast upp fyrir þeim heldur reyna að útskýra þessi einföldu sannindi fyrir þeim í rólegheitum. Og til að kallast alvöru menningarríki þarf Ísland einfaldlega að kosta því til sem þarf. Þessi einokun hefur stuðlað að siðmenningar- leysi og gert Ísland að fábreytt- ara og leiðinlegra landi en það þyrfti að vera. Til eru þeir sem vilja banna öllum allt afþví tvö prósent fólks gæti valdið sjálfu sér skaða ef það væri leyft. Útskýra má fyrir þessu lata og hugmyndasnauða fólki að þótt bönn séu einföld og fljótleg lausn á blæbrigðaríkum úrlausnarefnum mannlífsins gera þau oft meiri skaða en gagn. Það eru óteljandi hlutar tilverunnar sem læra þarf að umgangast með gætni. Áfengi er einn þeirra. Íslendingar þurfa einfaldlega að læra að lifa með gæðum þessa heims á siðmennt- aðan máta. Og það verður ekki gert með taugaveikluðum áfeng- isbönnum í tengslum við væg- ustu og siðmenntuðustu form áfengra drykkja. Þar sem traust elur af sér traust vil ég hvetja alla vel gefna alþingismenn til að styðja þá hugmynd sem felzt í frumvarpi fjórtánmenning- anna. Þroskuð, frjálslynd og ábyrg afstaða til léttvíns og bjórs gæti jafnvel með tímanum minnkað skaðlegustu notkun áfengis og létt róðurinn í ómet- anlegu starfi S.Á.Á. Höfundur er kvikmyndagerðar- maður Upplýsingar, viðburðir, afþreying og fréttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.