Fréttablaðið - 27.11.2006, Qupperneq 52
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn
hér til hliðar má senda á
netfangið timamot@fret-
tabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Alhliða útfararþjónusta í 16 ár
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Bruce Lee fæðist
„Ég vinn eftir föngum,
reyni bara að gefa svo
lengi sem einhver vill
taka á móti.“
Söngskólinn sem áður gekk
undir nafninu Hjartansmál
hefur nýverið flutt sig um
set og skipt um nafn. Nú
heitir hann eftir Sigurði
Demetz, fyrrum söngkenn-
ara, sem var sérstakur
verndari skólans á meðan
hann lifði. „Skólinn er rúm-
lega tíu ára gamall og var
lengst af til húsa í Ými í
Skógarhlíð. Nú eru miklar
breytingar fram undan þar
og húsið ekki lengur í eigu
Karlakórs Reykjavíkur
sem var mikill samstarfs-
aðili okkar að mörgu leyti,“
sagði Gunnar Guðbjörns-
son, annar skólastjóra skól-
ans. Skólinn kom sér því
fyrir í nýju húsnæði við
Grandagarð, og sagðist
Gunnar vera hæstánægður
með nýja staðinn. „Það er
gaman að vera á svæði þar
sem svona margt skemmti-
legt að gerast. Svo er ekki
heldur mikið af tónlistar-
skólastarfsemi hérna, hún
er mest hinum megin við
miðbæinn,“ sagði Gunnar.
Gunnar sagði skólann
vera sprottinn úr grasrót-
arstarfi. „Þetta var hópur
af fólki sem var með einka-
nemendur, en ákvað að
halda einhvern veginn utan
um þetta og setja saman
skóla. Margir í þessum
hópi voru gamlir nemend-
ur og vinir Sigurðar Dem-
etz, svo hann kom svolítið
að þessu þó að hann hafi
verið á níræðisaldri þegar
þetta var,“ sagði Gunnar,
en hann segir Sigurð hafa
verið pottinn og pönnuna í
því að Íslendingar eigi svo
marga glæsta söngvara í
dag. „Hann kom til lands-
ins um miðja síðustu öld,
þá rétt kominn inn á fimm-
tugsaldurinn, og helgaði líf
sitt sönglist á Íslandi upp
frá því,“ sagði Gunnar.
„Sigurður kenndi fjölda-
mörgum söngvurum og
mörgum kynslóðum, þar
sem hann var á fullu í hálfa
öld,“ sagði Gunnar, en á
meðal nemenda Sigurðar
eru Gunnar sjálfur og
Kristján Jóhannsson. Sig-
urður lést í apríl í ár, og var
því ákveðið að heiðra minn-
ingu hans með því að breyta
nafni skólans. „Við fengum
líka ýmsa persónulega
muni hans í arf, svo við
stofnuðum lítið safn í skól-
anum,“ sagði Gunnar.
Í dag stunda um níutíu
nemendur nám við Söng-
skóla Sigurðar Demetz.
„Náminu er skipt niður í
deildir og við bjóðum upp
á grunnnám, miðnám og
framhaldsnám,“ sagði
Gunnar. Hann segir skól-
ann hafa gengið mjög vel á
síðustu árum. „Við útskrif-
um marga nemendur, og
gæði kennslunnar eru
greinilega mikil því tveir
nemendur hafa verið
metnir beint inn í meist-
aranám erlendis. Þetta er
orðinn alvöru skóli,“ sagði
Gunnar.
Þórður Kristinsson, MA í mannfræði,
flutti erindi um karla í hjúkrun í
ReykjavíkurAkademíunni í síðustu
viku. Í tveimur rannsóknum, sem
Þórður vann annars vegar fyrir meist-
araritgerð sína, hins vegar fyrir jafn-
réttisnefnd Háskóla Íslands, kom í ljós
að karlkyns hjúkrunarfræðingar verða
varir við mikla fordóma samfélagsins
í sinn garð, en karlar eru nú um 1%
hjúkrunarfræðinga á Íslandi. „Við-
mælendum fannst þeir þykja undar-
legir í samfélaginu. Fólki fannst eitt-
hvað hljóta að vera að þeim fyrst þeir
kusu hjúkrun, þeir væru annað hvort
of heimskir til að fara í eitthvað annað,
eins og læknisfræði, eða samkyn-
hneigðir,“ sagði Þórður, en hann komst
einnig að því að karlkyns hjúkrunar-
fræðingar voru líklegri til að fara í
sérfræðihjúkrun en konur.
Fréttablaðið spurði Þorstein Jóns-
son hjúkrunarfræðing álits á niður-
stöðum rannsóknarinnar, en hann
kvaðst ekki verða var við mikla for-
dóma. „Maður heyrir því fleygt í gríni
að karlkyns hjúkrunarfræðingar séu
of heimskir fyrir læknisfræðina, eða
hommar, en það hefur enginn kastað
þessu framan í mig,“ sagði Þorsteinn,
sem kvaðst þó hafa tekið eftir því að
karlkyns hjúkrunarfræðingar væru
líklegri til að sérhæfa sig en konurnar.
„Ég held að það tengist því að við
förum með mótaðri hugmyndir í námið.
Af því að hjúkrun hefur löngum þótt
vera kvennastarf held ég að strákarnir
sem ákveða að læra hjúkrun þurfi að
hugsa meira um það, og séu meðvitaðri
um hvað þeir vilja fara í,“ sagði Þor-
steinn. Hann er þó sammála Þórði að
því leytinu til að viðhorf samfélagsins
til karlkyns hjúkrunarfræðinga geti
breyst til hins betra. „Er þetta ekki
bara það sama og þegar eldra fólk
verður hissa að sjá konur sem lög-
reglumenn?“ spurði hann.
Óhefðbundið karlastarf
„Jú, ég er nú þekktur fyrir
að vera hláturmildur en hef
ekki hlotið svona viður-
kenningu fyrir það,“ segir
Kristleifur Jónsson sem
fyrir nokkru var eftirlýstur
af leikfélaginu UMF Íslend-
ingur. Leikararnir áttu þó
ekkert saknæmt erindi við
Kristleif heldur heillaði
hlátur Kristleifs leikarana
upp úr skónum og þeir
ákváðu að bjóða honum
aftur á sýninguna. „Ég hef
aldrei lent í svona áður og
mér var bara boðið frítt á
næstu sýningar,“ segir
Kristleifur sem starfar við
smíðar í Borgarnesi.
Elísabet Axelsdóttir,
sem leikur eitt aðalhlut-
verkanna í sýningunni
Maður í mislitum sokkum,
segir að allir í leikfélaginu
hafi verið sammála um að
Kristleifur ætti þessa
viðurkenningu skilda. „Við
vissum hins vegar bara að
hann væri í rauðri flíspeysu
og ákváðum að auglýsa
eftir honum í Skessuhorni,“
útskýrir Elísabet. „Hópur-
inn fór síðan í gervum
sínum í heimsókn til Borg-
arfjarðar og við sáum Krist-
leif, þekktum hann bara
þrátt fyrir að hann hefði
ekki verið í flíspeysunni
góðu,“ segir Elísabet og
hlær.
Maður í mislitum sokk-
um hefur gengið fyrir fullu
húsi í félagsheimilinu Brún
og fengið prýðilega dóma
en hver fer að verða síðast-
ur til að berja hana augum
og er næsta sýning hópsins
á morgun.
Leikfélag lýsir
eftir áhorfanda