Fréttablaðið - 27.11.2006, Side 54

Fréttablaðið - 27.11.2006, Side 54
Við lifum í ótrúlega brengluðum heimi. Ég sé það alltaf betur og betur og stundum fer það ferlega í taugarnar á mér. Við búum til dæmis í heimi þar sem sjónvarpsþættir sem ganga út á það að breyta útliti kvenna með lýtaaðgerðum eru gríð- arlega vinsælir. Konurnar í þessum þáttum eru ólíkar. Sumar vilja láta stækka brjóstin, sumar fá nýjar tennur og á öðrum er nefið mótað upp á nýtt. En eitt eiga þær allar sameiginlegt, ef þær eiga börn þurfa þær undantekningarlaust að láta laga á sér magann. Slit eftir meðgöngu þykja nefnilega með því ljótasta sem fyrirfinnst í heimi feg- urðar og æskudýrkunar. Það þykir ekki kvenlegt að vera með ummerki eftir það kvenlegasta af öllu kven- legu – að ganga með börn og fæða þau. Þvílík hræsni. Um daginn horfði ég á bíómynd sem fjallaði um gamla stríðshetju. Þessi fyrrum hermaður naut virð- ingar allra í kringum sig því hann hafði misst handlegg fyrir föður- landið og var að auki með stórt ör á annarri kinninni sem vakti aðdáun krakkanna í hverfinu. Þótt ör séu sjaldan falleg þykir svolítið karl- mannlegt að vera með ör eftir átök lífsins. Sérstaklega ef þau eru fengin við lífshættulegar aðstæður. Karlmaður skammast sín ekki fyrir örið sem hann fékk í stríðinu eða á sjónum en eiginkonan hans ætti að drífa sig í lýtaaðgerð ef hún slitnar mikið á meðgöngunni. Enn og aftur – þvílík hræsni. Það að eignast börn er líklega það merkilegasta sem við gerum á lífsleiðinni. Hvers vegna má það ekki skilja eftir sig ör? Ættu slapp- ur magi og sigin brjóst ekki bara að vera jákvæð tákn um að maður hafi lagt eitthvað á sig og skilað ein- hverju til samfélagsins? Kannski á viðhorfið eftir að breytast. Kannski ekki. Æskudýrk- un er ekki ný af nálinni en í dag er hún fáránlega sterk. Það er frekar sorgleg staðreynd í ljósi þess að aldrei áður í mannkynssögunni hafa menn og konur átt jafn góða möguleika á langlífi. Jú, veltu þessu fyrir þér! Við deilum öllum kostnaði og höfum efni á að leigja okkur konungshöll í miðbænum! Hmm jaaaa... Ég lofa að þetta verður ekkert mál, ég er snyrtilegur og tillitsamur og við virðum einkalíf hvors annars til hins ítrasta! En við deilum rafmagnskostnaði, deilum matarkostnaði og svo húsverkunum! Og svo get ég sápað á þér bakið! Guð minn góður og ég sem var næstum búin að kaupa þetta! Heldurðu að Palli bjargi sér einn heima? Já, já! Ég sagði honum að hann mætti ekki borða í stofunni, ekki vera á skónum inni og alls ekki spila tónlistina sína hátt ... Ég hef því nokkuð góða hugmynd um hvað hann er að gera! Hahahaha! ef þau bara vissu! Hefurðu haft tækifæri til að lesa rafpóstinn frá mér? Þetta voru minnispunktar um hvað ég á erfitt með að venjast því að vera sestur í helgan stein. Jæja, Mjási, nú hættum við þessu rugli og leggjumst í dvala! Jamm Bruðl smjatt Kartöfluflögur? Mamma, það er eitthvað að tönnunum mínum. Rakstu eitthvað í þær? Er þér íllt í þeim? Er eitthvað fast á milli þeirra? Nei Nei Nei Hún er laus. Ha!?! Já, húrra, ég meina er það gott? Fyrsta barnatönnin að fara, stelpan mín er að verða stór! V in ni ng ar v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey ti ð. LENDIR Í BT 30. NÓVEMBER Sendu SMS skeytið BTC OHV á 1900 og þú gætir unnið eintak! Aðalvinningur er DVD spilari og Over the Hedge á DVD Aukavinningar eru Over the Hedge á DVD, tölvuleikir, fleiri DVD myndir og margt fleira!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.