Fréttablaðið - 27.11.2006, Side 57

Fréttablaðið - 27.11.2006, Side 57
Æfingar hófust á föstudaginn leið fyrir hljómleikana til heiðurs John Lennon sem haldnir verða í Háskólabíói 1., 2. og 3. desember. Þá var í fyrsta sinn stefnt saman öllum þeim sem að tónleikunum koma á sviði. Þar voru æfðar nýjar útsetningar á lögum eftir John Lennon sem verða fluttar af Sinfóníuhljómsveitinni og fleir- um. Það er Haraldur Vignir Sveinbjörnsson sem hefur útsett lögin, konsertmeistari er Sigrún Eðvaldsdóttir og stjórnandi er Árni Harðarson. Á æfingunni var fléttað saman undirbúningsvinnu rokkhljómsveitar og Sinfóníunn- ar, en rokksveit undir stjórn Jóns Ólafssonar hefur æft þessi lög undanfarið ásamt söngvurum. Mikil eftirspurn hefur verið eftir miðum á hljómleikana sem haldnir verða í Háskólabíói 1. desember kl. 20, laugardaginn 2. desember kl. 16 og 20 og sunnu- daginn 3. desember kl. 20. Fljót- lega eftir að miðasala hófst varð uppselt á fyrstu hljómleikana þann 1. desember og því var ákveðið að bæta við fleiri hljóm- leikum. Alls verða því haldnir fernir hljómleikar. Fjörutíu hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands koma fram á hljómleikunum auk rokk- hljómsveitar og söngvara. Fram koma söngvararnir Björn Jör- undur, Hildur Vala, KK, Páll Rós- inkrans, Magnús Þór Sigmunds- son, Jón Ólafsson, Sigurjón Brink, Pétur Örn Guðmundsson, Jens Ólafsson úr hljómsveitinni Brain Police, Haukur Heiðar Hauksson úr hljómsveitinni Dikta og færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir. Rokksveitina skipa Jón Ólafs- son, Guðmundur Pétursson, Stef- án Már Magnússon, Pétur Örn Guðmundsson, Friðrik Sturluson og Jóhann Hjörleifsson. Kynnir á hljómleikunum er Sigurður Skúlason, leikari. Það eru Ofur- hetjur sem standa að hljómleik- unum í samstarfi við Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Lennon hylltur um helgina Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is P IP A R • S ÍA • 6 0 5 3 1 YAMAHA RX-N600 6 x 145 W, 4 ohms, 1kHz, 0,7%THD Tengjanlegur við internet Verð: 79.995 kr. YAMAHA RX-V2700 7 x 200W, 4 ohms, 1kHz, 0,7%THD Uppskölun í HDMI: 576p, 720p eða1080i Verð: 169.995 kr. YAMAHA RX-V659 7 x 150 W, 4 ohms, 1kHz, 0,7%THD EISA verðlaunamagnari 2007 Verð: 69.995 kr. Komdu í Hátækni og heyrðu betur það sem við höfum að segja um Yamaha heimabíómagnara. GJAFIR Í ANDA JÓLANNA Í KIRKJUHÚSINU LAUGAVEGI 31 KIRKJUHÚSIÐ - BÓKABÚÐ Á KRISTNUM GRUNNI Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfan Sími: 552 1090 og 562 1581 Netfang: skalholtsutgafan@skalholtsutgafan.is www.skalholtsutgafan.is frá kr. 1490,- kr. 1700,- kr. 700,- kr. 1990,- fr á kr . 1 50 0, - frá kr. 9900,- frá kr. 4500,- frá kr. 5500,- Mánaðarenglar kr. 1690,- Handmálaðir krossar frá kr. 1990,- kr. 7450,-

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.