Fréttablaðið - 27.11.2006, Page 59

Fréttablaðið - 27.11.2006, Page 59
Á morgun kl. 12.10 verður fimmta sérfræðileiðsögnin sem Þjóðminja- safnið stendur fyrir í vetur. Þá mun Inga Lára Baldvinsdóttir ,,ausa úr viskubrunnum“ og kynna mynda- brunna safnsins. Inga Lára er fag- stjóri Myndasafns Þjóðminjasafns- ins og mörgum að góðu kunn. Jafnan berast fréttar af nýjum skemmtilegum ljósmyndasýning- um í Þjóðminjasafninu en Inga Lára er sýningarhöfundur þeirra margra. Á þriðjudaginn kemur mun hún svo beina athyglinni að ljósmyndum á sjálfri grunnsýning- unni en hún er einnig höfundur myndasýninga þar. Tuttugustu öld- ina segir Inga Lára vera öld ljós- myndarinnar: „Enginn annar mið- ill nær að fanga hugblæ tímans og samfélagsbreytingarnar með sama hætti og ljósmyndin og sambæri- legt myndmagn er ekki til frá neinni annarri öld.“ 20. öldin er ekki einungis sýnd með munum á grunnsýningu Þjóð- minjasafnsins heldur einnig með um þúsund ljósmyndum. Fjórar ólíkar ljósmyndasýningar eru á sérstökum skjáum við 20. aldar færibandið við endavegg grunn- sýningarinnar á 3. hæð. Saga 20. aldarinnar er sögð á ljóslifandi hátt í Aldarspeglinum, – aðal- myndasýningunni. Þar er varpað upp myndum af landi og þjóð ár frá ári gegnum alla öldina og fæst þannig yfirgripsmikil sýn. Auk Aldarspegilsins eru þrjár skjá- myndasýningar um afmarkaðri efni: mannamyndir, fólk og ferða- lög og bernskuna. Skjámyndasýningarnar hafa heppnast afar vel en ýmis vand- kvæði geta þó verið fólgin í því að segja sögu með myndum. Það verður forvitnilegt að hlusta á Ingu Láru Baldvinsdóttur sjálfa segja frá sýningargerðinni og ræða um val á sýningarefnum og myndum. Þjóðminjasafn Íslands leggur áherslu á aðgengi fyrir alla. Tákn- málstúlkar fylgja nú sérfræðileið- sögnunum og er fólk hvatt til að nýta sér það. Sérðu það sem ég sé

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.