Fréttablaðið - 27.11.2006, Side 60

Fréttablaðið - 27.11.2006, Side 60
Leikkonana unga Lindsay Lohan á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Slúðurblöðin vestanhafs eru þessa dagana full af sögum þess efnis að Lindsay sé á kafi í eitur- lyfjum. Leikkonan unga á að hafa fundist meðvitundarlaus á hótel- herbergi sínu í Los Angeles eftir að hafa tekið inn mikið magn af kókaíni og verkjatöflum. Síðan sást Lindsay fyrir stuttu í bol með áletruninni 90 dagar framan á og er það orðatiltæki sem alkóhólistar nota yfir hversu lengi þeir hafa verið edrú. Þetta hefur gert það að verk- um að nú hefur Lindsay fengið viðurnefnið „Blohan“ sem er vísun í það að hún sjúgi upp í nefið eins og kókaínneytendur gera. Sumir fjölmiðlar halda því hins vegar fram að Lindsay sé nú þegar búin að fara í meðferð. Ekki er þetta gott fyrir orð- spor leikkonunnar sem fékk svartan blett á sig í sumar þegar hún fékk áminningu fyrir að mæta alltaf of seint þegar hún var við tökur á nýjustu mynd sinni. Nú er því bara að bíða og sjá hvernig Lindsay Lohan tekst að bjarga orðspori sínu eftir orra- hríð fjölmiðla vestanhafs á hana. Stjarnan í ruglinu Nú hefur leikarinn Tom Cruise sagt að hann langi að gefa út smáskífu með laginu sem hann söng fyrir nýbakaða eiginkonu sína Katie Hol- mes í brúðkaupi þeirra síðustu helgi. Það er Righteous Brothers- lagið You´ve lost that lovin´ feelin og vill Cruise að Katie syngi með sér lagið á smáskífunni. Gestir brúðkaupsins stóðu víst á öndinni þegar Cruise söng lagið í veislunni og þykir hann hafa góða rödd. Plötufyrirtæki standa víst í röðum um að fá að gefa lagið út enda ekki á hverjum degi sem jafn stór stjarna og Tom Cruise vill syngja lag á plötu, hvað þá með eig- inkonu sinni. Paradúett Þeir bakkabræður Noel og Liam Gallagher úr Oasis eru komnir í hár saman eina ferðina enn og segir Noel að litli bróðir þurfi að temja sér mannasiði. Liam er 34 ára en Noel á eitt ár í fertugt. Bræðurnir talast víst varla við utan hljóðversins og gjáin á milli þeirra dýpkar stöðugt. „Noel verð- ur skrýtnari með hverju árinu, sérstaklega þegar hann er að nálg- ast fertugt,“ segir Liam. „Hann verður ábyggilega kominn á gulan Ferrari næst þegar ég hitti hann,“ bætti hann við og leyndi ekki vandþóknun sinni á gulum Ferr- ari-bifreiðum og þeim sem slíkum bílum aka. Noel svaraði ásökunum bróður síns á þá leið að Liam þyrfti að fara á námskeið til að læra að hafa stjórn á skapi sínu og temja sér mannasiði í leiðinni. Bræður í hár saman á ný Einhver umsvifamesta sjónvarpsútsending sem lagst hefur verið í verður á föstudaginn þegar Dag- ur rauða nefsins verður haldin hátíðlegur á vegum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Um hundrað manns koma að útsendingunni sem kemur til með að standa yfir í þrjár klukkustund- ir. Miðpunkturinn verður á Nasa við Austurvöll þar sem þau Sverr- ir Þór Sverrisson og Ilmur Kristj- ánsdóttir stjórna en í símverinu verður Óskar Jónasson og á flakk- inu Edda Björgvinsdóttir sem bryddar upp á óvæntum hlutum. Landslið grínara og listamanna heldur uppi stuðinu og nægir þar að nefna liðsmenn Spaugstofunn- ar, Sigtið og þá Sigurjón Kjartans- son og Jón Gnarr úr Tvíhöfða. Lagið Brostu, sem var gefið út í tilefni dagsins og skartar fjölda þekktra gestasöngvara á borð við Unni Birnu Vilhjálmsdóttur og Karli Sigurbjörnssyni biskup Íslands, verður síðan lag kvölds- ins. Að sögn Margrétar Jónasdótt- ur hjá Saga Film, sem hefur veg og vanda af útsendingunni, er um gríðarlega flókna og erfiða útsendingu að ræða. „Hjá okkur verða í kringum fimmtíu manns að störfum,“ segir Margrét en starfsmennirnir eru á síðustu metrunum í undirbúningi sínum því ráðgert er að hefja æfingar í dag. „Takmarkið er að safna tíu þúsund heimsfor- eldrum en þeir eru sjö þúsund í dag,“ útskýrir Margrét og geta þeir sem vilja skrá sig hringt í símaverið í síma 562 6262 eða farið inn á heimasíðu UNICEF á Íslandi, unicef.is Þótt grínarar landsins ætli sér að halda uppi stuðinu á meðan söfnun heimsforeldra fer fram ætla fjölmargir þjóðþekktir ein- staklingar að leggja sitt af mörk- um til þessa góða málefnis. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki ólíklegt að bankastjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, og aðrir forstjórar fyrirtækja sem eru bakhjarlar UNICEF muni tak- ast á við einhverjar áskoranir þegar ákveðnu markmiði er náð en Margrét sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Á milli skemmtiatriða verða síðan sýndar átta myndir úr Afríkuferðum þjóð- þekktra einstaklinga sem hafa heimsótt þessa fátæku álfu. Fallegasti karlmaður landsins var valinn síðastliðinn fimmtudag þegar keppnin Herra Ísland fór fram á Broadway. Margmenni var komið til að fylgjast með strákunum spranga um sviðið en það var hinn tvítugi Akurnesingur Kristinn Darri Röð- ulsson sem bar sigur úr býtum og hefur því hlotið titilinn Herra Ísland 2006. Símon Ólafsson lenti í öðru sæti og Steinar Helgason var í því þriðja. Sjá viðtal við Herra Ísland á síðu 42. Herra Ísland krýndur með viðhöfn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.