Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 62
Ég held það sé alveg óhætt að full- yrða að það sé ekki mikil eftirspurn eftir nýju efni frá Pet Shop Boys. Þeir eru aftur á móti mjög skap- andi menn og eiga líklegast eftir að vera að þangað til þeir koma því í gegn á elliheimilum að taka upp diskókvöld í stað bridsmóta. Þeir hafa líka þénað svo vel í gegnum tíðina að þeir njóta þeirra forrétt- inda að geta gert hvað sem þeim sýnist. Aðdáendahópur þeirra ætti líka að vera nægilega stór til þess að hver útgáfa hér eftir nái upp í framleiðslukostnað. Þegar sveitir eru í þessari stöðu er alltaf mjög forvitnilegt að sjá hvað þær taka sér fyrir hendur. Eru þær það sáttar við hljóm fyrri verka að þær bæta enn einni plötu í safnið sem hljómar eins og hinar, eða reyna þær að brjóta sig út úr þeim ramma sem þær hafa smíðað sér? Eins og sönnum Bretum sæmir halda þeir í hefðina á þessari nýju plötu og bæta lögum í bankann sem gætu alveg eins hafa verið tekin af fyrri plötum. Mig grunar að þeir séu meira að segja að nota sömu hljóðgervlana og á vinsælustu plötu þeirra, Actually, frá árinu 1987. Mjög óspennandi, en samt nægi- lega nostalgíufyllt til þess að hafa aðdáendur sátta næstu fjögur árin sem það á eftir að taka þá að gera aðra plötu. Hér eru þó nokkrar fínar hug- myndir, eins og The Sodom And Gomorrah Show, en ekkert laganna stendur upp úr. Ég þori ekki að mæla með þess- ari plötu við neinn annan en allra hörðustu aðdáendur Pet Shop Boys. Alls ekki slæmur gripur, og virðing mín fyrir þessari merku sveit er enn til staðar. !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 PULSE kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA CASINO ROYALE kl. 5.30, 8.30 og 10.15 B.I. 14 ÁRA BORAT kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 6 MÝRIN kl. 6 og 8 B.I. 12 ÁRA PULSE kl. 8 B.I. 16 ÁRA CASINO ROYALE kl. 5, 8 og 10.30 B.I. 14 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5 og 8 SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 4 OPEN SEASON ENSKT TAL kl. 4 og 6 BORAT kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA MÝRIN kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA CASINO ROYALE kl. 8 og 10.45 B.I. 14 ÁRA SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 6 OPEN SEASON ENSKT TAL kl. 8 BORAT kl. 10 B.I. 12 ÁRA MÝRIN kl. 6 B.I. 12 ÁRA MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á "BESTA BOND MYNDIN Í ÁRARAÐIR" - V.J.V. TOPP5.IS - BLAÐIÐ "EIN BESTA MYNDIN FRÁ UPPHAFI" S.V. MBL "BESTA BOND MYNDIN FRÁ UPPHAFI..." Þ.Þ. FBL M.M.J. kvikmyndir.com 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI 70þúsund gestir ERU ÞIÐ TILBÚIN FYRIR EINA FYNDNUSTU MYND ALLRA TÍMA? MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI I besta mynd, besti leikari, besti leikstjórinn, besti aukaleikarinn og besta tónlistin (Mugison) 5 edduverðlaun Bítlarnir eiga fimm af hundrað bestu plötum allra tíma að mati heimasíðu bandaríska tímaritsins Time. Plöturnar eru: Revolver, Rubber Soul, Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band, The White Album og Abbey Road. Bob Dylan kemur næst á eftir Bítlunum með þrjár plötur, eða Highway 61 Revisited, Blonde on Blonde og Time Out Of Mind. Fjölmargar hljómsveitir og listamenn eiga tvær plötur á list- anum. REM er með plöturnar Document og Out of Time, U2 með The Joshua Tree og Achtung Baby, Radiohead með OK Computer og Kid A, David Bowie með The Rise and Fall of Ziggy Stardust og Hunky Dory og loks Prince með Purple Rain og Sign O´The Times. Einnig eiga þeir tvær plötur hver á listanum Miles Davies, Van Morrison, James Brown, Stevie Wonder, Elvis Presley og Frank Sinatra. Bítlarnir eiga fimm Alveg eftir formúlunni V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . BARÁTTAN UM JÓLIN ER HAFIN 9. HVER VINNUR! Ofurtala Bresku blöðin birtu í gær fréttir af því að synir Díönu prinsessu, Vilhjálmur og Harry, væru að undirbúa risatónleika til heiðurs móður sinnar. Samkvæmt Sunday Mirror er lík- legt að Wembley leikvangurinn verði lagður undir tónleikana og ágóðinn af þeim renni til allra þeirra málefna sem voru Díönu hugleikin. Samkvæmt hirðfréttaritara BBC, Peter Hunt, eru prinsarnir tveir sagðir vilja ráða því hvern- ig minningu móður þeirra verði haldið á lofti en á næsta ári eru tíu ár liðin frá því að hún lést í bílslysi í París. Dagsetningin á tónleikunum er á reiki en líklegt þykir að þeir verði 1. júlí því þá hefði Díana orðið 46 ára. Samkvæmt BBC- fréttavefnum er líklegt að þetta verði tilkynnt á næstu vikum en prinsarnir eru sagðir hafa hug- leitt nokkra möguleika að undan- förnu, tónleikarnir séu hins vegar líklegastir í stöðunni. Sunday Times greinir frá því að söngvarinn Elton John, góður vinur Díönu, muni að öllum lík- indum flytja Candle in the Wind en hann breytti textanum fyrir jarðar- för Díönu og varð smá- skífan með því lagi sú mest selda í sögunni. Þá er jafnframt talið lík- legt að listamenn á borð við George Michael, Beyoncé og Kylie Min- ogue muni troða upp en stjörnurnar sem koma fram verða að öllum líkindum beðnar um að gefa vinnu sína til styrktar góðu mál- efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.