Fréttablaðið - 03.12.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 03.12.2006, Síða 6
6 3. desember 2006 SUNNUDAGUR KjörKassinn Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, boðar til AUKA - AÐAlFUNDAR þriðjudaginn 5. desember 2006, kl. 20.30, að Grettisgötu 89, 1.hæð. Fundurinn er haldinn vegna væntanlegrar sameining- ar Starfsmannafélags akraness við Starfsmannafélag reykjavíkurborgar um næstu áramót. Fundarefni: 1. tillaga til lagabreytingar. 2. Önnur mál. Stjórnin FilippSeyjAR, Ap Óttast er að yfir 600 manns hafi farist í miklum aurskriðum í kjölfar fellibyls á Filippseyjum síðustu daga. Í gær höfðu á fjórða hundrað lík fundist og ríflega 300 manns var enn sakn- að. Litlar líkur voru taldar á því að nokkur ætti eftir að finnast á lífi. Hafist var handa við að jarðsetja fórnarlömb hamfaranna þegar í gær vegna þess hversu ört líkin rotnuðu í hitanum. Þykk, svört eðja sem flæddi um allt gerði björgunarmönnum erfitt fyrir, en talið er að þeir hafi ekki fundið neinn á lífi í eðjunni frá því á fimmtudag þegar fellibylurinn Durian gekk á land. Vindhraði hans fór í rúma sjötíu metra á sek- úndu þegar verst lét. Albay-fylki á suðurhluta Luzon- eyjunnar varð verst úti og þar höfðu tæplega 300 fundist látnir í gær. Skriðurnar féllu flestar úr Mayon, sem er eitt virkasta eld- fjall landsins. Aska og stórgrýti hafði safnast saman í hlíðum fjallsins undanfarið í kjölfar óvenju mikillar virkni og bylurinn sópaði því öllu niður á þorpin við rætur fjallsins. Þungt hljóð var í fylkisstjór- anum Fernando Gonzales í gær. „Allir hlutar fylkisins hafa orðið storminum að bráð. Hér er algjör eyðilegging. Aldrei áður í sög- unni höfum við orðið vitni að öðru eins vatnsmagni. Nánast hvert einasta byggt svæði er á kafi.“ Hús nærri bænum Padang, sem er í um tíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborg fylkisins, fóru nærri algerlega á kaf í eðju og stóðu aðeins þökin upp úr. Mörg lík bár- ust á haf út og skolaði síðan á land í nálægum bæjum. Sums staðar fundust einungis leifar af hinum látnu. Hinn 21 árs Silangan Santander var við jarðarför Larry bróður síns í gær. Aðeins fundust fætur hans og neðri hluti líkama. Ófrísk ekkja hans treysti sér ekki til að mæta við jarðarförina. „Öll húsin í hverfinu okkar voru horfin,“ sagði hún og bætti því við að bróður hennar væri einnig saknað. „Þar er ekkert nema sandur, grjót og vatn.“ Kanadamenn hafa veitt rúmum sextíu milljónum til hjálparstarfs- ins og Japanar tólf milljónum. stigur@frettabladid.is Óttast að 600 manns hafi látist í skriðum Fellibylur olli miklum aurskriðum á Filippseyjum frá fimmtudegi. Á fjórða hundrað hafa fundist látnir og rúmlega 300 er saknað. Hús fóru nánast á bóla- kaf í eðju. Fyrstu útfarir fórnarlambanna fóru fram strax í gær. GríðarleG eyðileGGinG Lítið sést af þessu húsi annað en þakið eitt. Þessir íbúar skoðuðu í gær hina gífurlegu eyðileggingu. FréttabLaðið / ap eyðiland aurskriðurnar færðu fjölmörg hús við rætur eldfjallsins Mayan nær algjörlega í kaf. aðeins húsþökin standa nú upp úr sandinum. FréttabLaðið / ap löGReGlUmál Allar fangageymsl- ur lögreglunnar í Reykjavík voru fullar eftir aðfaranótt laugar- dags. Fimm voru færðir í fanga- geymslur vegna líkamsárása, en alls voru átta líkamsárásir til- kynntar. Einn var meðal annars sleginn í höfuðið aftan frá með flösku. Meiðsl hans eru talin minniháttar en árásarmaðurinn er ófundinn. Sex umferðaróhöpp urðu um nóttina, þar af nokkur þar sem grunur er um ölvun við akstur. Bíll valt við Seljakirkju og er öku- maðurinn talinn hafa misst stjórn á bílnum í hálku. Þá valt bíll á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar en þeir sem í honum voru höfðu sig á brott áður en lög- regla kom á vettvang. Þá var ekið á tvo ljósastaura og eitt umferð- arskilti. Mikil ölvun var í miðborginni, sem lögregla telur að megi rekja beint til þess að útborgunar- dagur var á föstudag. Lögregla þurfti að fara í mörg útköll í heimahús vegna kvartana um hávaða. Þá komu upp tvö smávægileg fíkniefnamál þar sem menn neyttu eigin efna. Auk þess var tilkynnt um innbrot í þrjú fyrir- tæki í austurborginni þessa eril- sömu nótt. - sh Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt laugardags vegna ölvunar: Árásir, ölvun og umferðaróhöpp Miðbær uM nótt Margt var um mann- inn í miðbænum aðfaranótt laugardags og mikil ölvun. Lögregla hafði í nógu að snúast og meðal annars var tilkynnt um átta líkamsárásir. HAvANA, Ap Lokadagur afmælis- hátíðar á Kúbu hófst í Havana í gær í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin síðan núverandi forseti landsins, Fídel Kastró, og félagar hans gerðu uppreisn á Kúbu. Hátíðarhöldin hófust án viðveru Kastrós en þegar var búið að fresta hátíðarhöldunum um tvær vikur vegna heilsufars hans. Miklar vangaveltur hafa verið um það hvort Kastró myndi láta sjá sig á þessum hátíðarhöldum en forsetinn hefur ekki sést síðan í júlí og hafa skilaboð um bágt heilsufar hans aðeins borist frá ríkisstjórninni. Kastró varð áttræður fyrr á árinu. - áp 50 ára valdaafmæli á Kúbu: Hátíðarhöldin án Kastrós FÉlAGSmál Reykjavíkurborg hefur hækkað framlag til verkefnisins Framtíð í nýju landi og Íslensku- brautarinnar um samtals sjö hundruð þúsund krónur. Framtíð í nýju landi er verkefni til þriggja ára og hefur það að markmiði að aðstoða víetnömsk ungmenni á aldrinum 15-25 ára við að afla sér menntunar og taka virkari þátt í íslensku samfélagi. Reykjavíkurborg hefur áður styrkt verkefnið um eina milljón en nú hækkar styrkurinn í 1,2 milljónir. Þá hefur nýju verkefni, Íslenskubrautinni, verið hleypt af stokkunum en markmið þess er að aðstoða ungmenni af erlendum uppruna við að fóta sig á menntabrautinni og aðstoða þau við hugsanlega tungumálaerfiðleika. Reykjavíkurborg hefur nú úthlutað þessu verkefni hálfri milljón króna. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Höfða í liðinni viku og við það tækifæri sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri verkefn- unum ætlað að veita ungmennum af erlendum uppruna meira brautargengi svo þau nái að standa jafnfætis íslenskum jafnöldrum sínum. Í dag búa tæplega hundrað víetnömsk ungmenni á Íslandi og býr langstærstur hlutinn á höfuðborgar- svæðinu. Við athöfnina mættu víetnömsk ungmenni sem tekið hafa þátt í verkefninu og sýndu þau þakklæti sitt í verki með því að færa leiðbeinendum sínum gjöf. - hs Reykjavíkurborg styrkir víetnömsk ungmenni á Íslandi til betra lífs: Víetnömsk ungmenni fá styrk fraMtíð í nýju landi anh-Dao tran verkefnisstjóri, Hildur Sigurðardóttir stjórnarformaður og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ásamt nokkrum þátttakendum verkefnisins. KjörKassinn Er áfengi of dýrt á Íslandi? Já 84% nei 16% spurninG daGsins í daG: Ert þú heimsforeldri? Segðu skoðun þína á visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.