Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 10
10 3. desember 2006 SUNNUDAGUR MótMæla MisMunun Tugir ungmenna komu saman í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, til að mótmæla mismunun og fordómum gegn fólki sem er með alnæmi eða HIV-smit. Í gær var alþjóðlegi alnæmisdagurinn. fréTTablaðIð/ap kiRkjA Tilraunaverkefni um gjafir handa börnum fanga verður kynnt á aðventukvöldi í Grensáskirkju í kvöld. Lítið jólatré, svonefnt Engla- tré, verður sett upp í kirkjunni og á það hengd lítil spjöld í engilsmynd með nöfnum barna fanga í Kvenna- fangelsinu í Kópavogi. Safnaðar- fólk er síðan hvatt til að taka eitt spjald og finna gjöf handa viðkom- andi barni og leggja við tréð. Alþjóðasamtök kristinna fanga- vina á Íslandi standa fyrir verkefn- inu en fulltrúar þeirra, Jóhann F. Guðmundsson og Lára Vigfúsdóttir, hafa heimsótt fangelsin um aldar- fjórðungsskeið. Í stjórn samtak- anna auk þeirra eru Sigurlaug Þor- kelsdóttir og Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur þjóðkirkjunnar. Hreinn segir verkefninu ætlað að vekja athygli á stöðu aðstand- enda fanga sem og að veita börn- um þeirra stuðning á þeim erfiða tíma sem jólin geta verið þeim. „Margir fangar eiga börn og það getur verið erfiður tími í lífi barnanna þegar jól ganga í garð og þau vita af pabba eða mömmu í fangelsi. Sum börn búa við erfiðar aðstæður og eru kannski ein með leyndarmálið sitt um að foreldri þess sé í fangelsi. Það er þeim styrkur að vita til þess að til þeirra sé hugsað með hlýju og kærleika.“ - sdg Tilraunaverkefnið Englatré kynnt í Grensáskirkju í kvöld: Gjafir handa börnum fanga hreinn hákonarson fangaprestur Hreinn stendur hér við Englatréð sem er með nöfnum barna fanga á englamið- unum. fréTTablaðIð/sTEfán SAmGöNGUR Færsla biðstöðvar fyrir leið 28 við Salaskóla í Kópa- vogi hefur skapað stórhættu fyrir þau börn sem nýta sér þjónustu strætisvagnsins á leið sinni til skóla eða tómstunda á svæðinu. Biðstöðin hefur verið færð yfir Fífuhvammsveg og þurfa börnin nú að fara yfir hann til að komast að skólalóðinni, en vagninn stopp- aði áður inni á henni. Jóhann Björgvinsson, foreldri nemanda við skólann, segist ekki skilja hvernig mönnum detti svona lagað í hug. „Það er léleg lýsing þarna, engin gangbraut eða neitt. Það er ekki nein lausn að setja bið- stöð við hraðbraut.“ Hann segir að best væri ef biðstöðin yrði færð aftur fyrir framan skólann. „En þetta er náttúrlega klúður frá upp- hafi þetta skipulagssvæði.“ Að sögn Péturs Fenger, aðstoð- arframkvæmdastjóra Strætós bs., hafa vagnar fyrirtækisins átt í vandræðum með að komast í gegn- um hringtorg við gömlu biðstöðina síðan skólastarf hófst á ný í haust vegna þess að bílum sé iðulega lagt við það. „Þetta er orðið þannig að við getum ekkert athafnað okkur vegna þrengsla á torginu. Það hefur nokkrum sinnum orðið tjón á vagninum vegna þessa. Lögreglan telur sig ekki hafa lögsögu þarna inni á svæðinu þar sem það er skil- greint sem einkalóð. Við fáum því hvorki aðstoð við að fjarlægja bíl- ana né þegar við lendum í tjóni.“ Hann segir að fyrirtækið hafi óskað eftir því við bæjaryfirvöld að einhvers konar ráðstafanir verði gerðar á svæðinu til að ráða bót á vandamálinu en ekki fengið nein viðbrögð enn sem komið er. „Okkur finnst ekki æskilegt að stoppa þar sem við stoppum núna. Okkur fannst betra að fara með krakkana inn á svæðið vegna þess að Fífuhvammsvegurinn er eins og hann er. Til þess að leggja ekki niður þjónustuna þá er hins vegar skásti kosturinn að vera þarna úti við veginn því við komumst ekki inn í hringtorgið lengur.“ Steingrímur Hauksson, deild- arstjóri hönnunardeildar Kópa- vogsbæjar, segir málið nýkomið inn á borð til sín og því stutt á veg komið. Hann segir nauðsynlegt að gera einhverjar ráðstafanir en að bærinn sé ekki búinn að setja málið í neinn farveg. „Ég geri ráð fyrir því að við reynum að banna bílum að leggja inni á torginu. Við ætlum að reyna að láta biðstöðina vera áfram þar sem hún var.“ thordur@frettabladid.is Segir börn í stórhættu Strætó bs. hefur fært biðstöð sína við Salaskóla yfir Fífuhvammsveg og börn þurfa nú að ganga yfir veg- inn til þess að komast í skólann. Hvorki gangbraut né gönguljós eru á þessu svæði. Biðstöðin börn á leið til skóla og annarra tómstunda við salaskóla þurfa að fara yfir fífuhvammsveg eftir færslu biðstöðvarinnar. Þar eru hvorki gangbraut né gönguljós. fréTTablaðIð/VallI SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 11 /0 6 Greenland dúnúlpa frá The North Face Jólatilboð 22.990 kr. verð áður 26.990 kr. LöGReGLUmáL Drukkinn karlmað- ur á fertugsaldri var handjárnað- ur og færður í fangageymslu af lögreglunni í Keflavík eftir ofsaakstur í fyrrinótt. Maðurinn mældist fyrst á 132 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók áfram í vesturátt. Við Grindavíkurveg mældist bíllinn á yfir 140 kílómetra hraða. Fjórir lögreglubílar náðu loks að króa hann af á Aðalgötu í Keflavík þar sem þurfti að handjárna hann vegna óláta og flytja í fanga- geymslur. - sh Ölvaður ökuníðingur: Handtekinn eftir ofsaakstur NeyteNDUR Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, hefur farið fram á við banka, sparisjóði og korta- fyrirtæki að fá til skoðunar ábyrgðarákvæði í skilmálum þeirra gagnvart neytendum í þeim tilgangi að gæta þess að jafnvægi sé á milli ábyrgðar neytenda og fyrirtækis á misnotkun af hálfu óviðkomandi aðila. „Í kjölfar frétta undanfarið um innbrot í heimabanka kann- aði ég hvort neytendur hefðu borið tjón í umræddum tilvikum hjá hlutaðeigandi bönkum og sparisjóðum. Stefnt er að því að réttarstaða neytenda samkvæmt skilmálum sé í samræmi við almennar reglur skaðabóta- og neytendaréttar.“ - sdg Misnotkun kortaupplýsinga: Skoðar ábyrgð fyrirtækja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.