Fréttablaðið - 03.12.2006, Page 20
3. desember 2006 SUNNUDAGUR20
enda ætlaði ég alltaf bara að spila á
munnhörpu og gítar.“ Spurður
hvort hann hafi alltaf vitað að hann
gæti sungið segir Kristján kíminn:
„Nei, og ég er ekkert viss um það
ennþá en geri það samt og kemst
upp með það.“
Ljós af ljósi
Undanfarið ár hefur Kristján spilað
í kirkjum landsins og útskýrir
hvernig og hvers vegna það byrj-
aði. „Þegar ég les blöðin þá tek ég
það svolítið inn á mig að mér finnst
eins og allir séu að rífast í þjóð-
félaginu,“ segir Kristján og bætir
því við að hvergi sé betra að slaka á
en í kirkjum. „Ég ákvað þá að fara
og halda tónleika í kirkjum lands-
ins. Tónleika sem kostar ekkert inn
á og fólk getur þá bara komið og
hlustað og ég get spilað þá tónlist
sem ég vil,“ segir Kristján sem tal-
aði við presta landsins og gerði tón-
leikaferðalag úr hugmyndinni. „Þá
spila ég tónlist sem er nokkurs
konar íhugunartónlist. Afslappandi
tónlist sem mér finnst gaman að
spila.“ Tónleikaferðina kallaði
Kristján Ljós af ljósi. „Það var séra
Hjálmar í Dómkirkjunni sem kom
með það nafn. Ég byrjaði á að koma
að máli við hann en vantaði nafn á
tónleikana. Hann stakk upp á þessu
nafni sem mér finnst mjög fallegt
og ekki ólíklegt að næsta plata muni
einmitt heita Ljós af ljósi. Það segir
svo ofboðslega mikið en getur átt
við svo margt líka,“ segir Kristján
en hann hélt einmitt fyrstu tónleik-
ana í Dómkirkjunni. „Það er friður í
kirkjunum og ég var svolítið eigin-
gjarn þarna því ég var líka að sækja
frið fyrir sjálfan mig og langaði að
bjóða öðrum að vera með.“
Losnaði við löngunina
Kristján segist hafa hætt að sukka
fyrir ellefu árum síðan. „Mig lang-
aði í breytt líferni,“ segir hann og
heldur áfram: „Ég var orðinn svo-
lítið staðnaður í lífi mínu á öllum
sviðum; tilfinningasviðinu, á heim-
ilinu, gagnvart ástinni minni, börn-
unum mínum og gagnvart tónlist-
inni minni. Öllu því sem skiptir mig
máli í lífinu. Það var mjög mikil
stöðnun og afturför sem átti sér
stað á öllum þessum sviðum, sem
leiðir af sér að maður verður mjög
óánægður með sjálfan sig og lífið.
Þá verður maður þunglyndur og
líður illa. Ég vissi alveg hvað ég
ætti að gera en einhvern veginn þá
gat ég ekki gert þetta. Ég vaknaði
hvern dag og hugsaði að nú yrði ég
að gera þetta til að taka mig á og ég
vissi nákvæmlega hvað ég þurfti
að gera til að komast út úr þessu.
Ég þurfti bara að taka í stýrið og
beygja til að fara annan veg. Þó ég
vissi þetta þá einhvern veginn
gerðist þetta ekki fyrr en ég varð
fyrir einhverri andlegri vakningu
sem gerði það að verkum að ég fór
í meðferð. Það var enginn mann-
legur máttur sem gat hjálpað mér.
Það var bara Guð almáttugur, sam-
kvæmt mínum skilningi á Guði,
æðri máttur sem bjargaði mér út
úr þessu. Vímuefnalöngunin var
tekin frá mér á þessari stundu fyrir
ellefu árum og hefur ekkert komið
aftur. Ég var mjög heppinn þannig
lagað því það eru ekkert allir sem
hætta að drekka sem losna við löng-
unina,“ segir Kristján.
Leitar Guðs
„Eftir þetta hef ég verið að leita að
Guði. Ekki það að hann sé týndur,
heldur vildi ég hafa hann í lífi mínu
til þess að geta haldið áfram á þess-
ari hamingjubraut,“ segir Kristján
en hann fer með bænir daglega. „Á
morgnana fer ég á kné og fer með
bænir. Bænin er mjög einföld sem
ég fer með en hún er svona: „Ég bið
um besta mögulega skilning á vilja
Guðs fyrir mig í dag og mátt til að
framkvæma það.“ Síðan bið ég Guð
að taka frá mér skapgerðarbrest-
ina.“ Kristján segist oft geta skil-
greint hvað hann eigi við þá stund-
ina. „Ég á kannski í stríði við
eigingirnina, letina eða eitthvað
annað og þá færi ég það í tal. Mér
finnst þetta gefa mér mjög mikið
og ég fer með bænir alltaf áður en
ég fer að spila og ef annað sérstakt
er í gangi.“ Kristján segir bænir
sínar oftast ganga út á að hann geti
orðið að liði fyrir einhvern annan
en sjálfan sig. „Maður getur ekki
beðið fyrir sjálfan sig nema það sé
til góðs fyrir aðra. Þessi bæn virk-
ar og er mjög sterk. Það hef ég
fundið. Þetta veitir mér vellíðan.
Ég get ekki skilgreint hvað Guð er
eða æðri máttur. Það er bara ein-
hver góður kraftur sem tengist
manni í þessu og hjálpar manni
áfram í lífinu og það vita þetta
margir.“
Kristján segir að þeir sem trúi
ekki á bænir séu þeir sem hafi ekki
þurft að nota þær. „Maður er ekk-
ert endilega að biðja ef manni líður
vel. Það er ekki fyrr en maður lend-
ir á hrakhólum eða á botninum að
maður fer að kalla á hjálp. Flestir
gera það þegar þeir lenda í ein-
hverjum raunum.“ Kristján segir
margar spurningar í lífinu sem
ekki séu til nein svör við, eins og til
dæmis dauðinn. „Hvers vegna er
ungt fólk tekið frá okkur? Slíkar
spurningar eru meðal þess sem er
óskiljanlegt. Margir verða reiðir út
í Guð út af því en þetta hefur alltaf
verið svona. Það verða slys og lífið
er brothætt og hangir á bláþræði.
Það er bara þannig en það er samt
huggun í Guði.“
Egóið tekur völdin
Eftir að Kristján hætti að sukka,
eins og hann kallar það, þá hætti
hann að nenna að vera innan um
sukk. „Ég valdi mér þann lífsstíl að
spila á tónleikum sem ljúka á mið-
nætti. Þótt ég fari oft inn á staði þar
sem er drukkið þá nenni ég ekki að
vera í kringum brjálað fyllirí ef ég
er ekki fullur sjálfur,“ segir Kristj-
án. „Maður bara vex upp úr
þessu.“
Þrátt fyrir að leiðast sukkið seg-
ist Kristján þó fara með band og
spila á þessum stöðum ef honum
sýnist svo. „Það er samt gott að
geta komið þegar maður vill og
Þ
að er kuldalegt um að
litast þegar blaða-
maður gengur inn á
Kaffivagninn við
höfnina til fundar við
Kristján Kristjáns-
son. Skip og bátar rugga á öldunum
úti fyrir gluggum kaffihússins og
veita róandi tilfinningu. Kristján
er rólegur og yfirvegaður þegar
hann sest á móti blaðamanni með
kaffibollann sinn.
„Maður byrjar í tónlist um leið
og maður fæðist og sennilega áður,
á meðan maður er í vömbinni,“
segir Kristján, aðspurður hvenær
hann hafi byrjað í tónlist. „Maður
gutlast þarna um og heyrir hjart-
sláttinn. Það er ákveðinn taktur í
öllum, til dæmis gengur fólk með
ákveðnum takti, það er með púls
sem er stöðugur alla jafna, nema
þegar eitthvað kemur upp á. Þetta
er allt tónlist,“ bætir hann við
spekingslegur á svip.
Kristján fékk fyrsta gítarinn
sinn þegar hann var tíu eða ellefu
ára gamall og segist hafa verið að
æfa sig alla tíð síðan. „Ég hef farið
í ýmsa skóla og verið hjá ýmsum
kennurum,“ segir Kristján sem fór
síðan í lýðháskóla í Svíþjóð og
þaðan í kennaradeild tónlistar-
háskóla í Malmö.
Gaman að kenna
„Ég hef ekki unnið við annað en
tónlist síðan 1985, nema þegar ég
hef farið til sjós nokkrum sinnum.
Það var bara af því mig langaði til
þess að prófa að fara á togara,“
segir Kristján en stundum hefur
hann verið að kenna á gítar. „Ég
hef mjög gaman af því að kenna.
Hér áður fyrr tók ég stundum nem-
endur til mín eftir áramót, í janúar,
febrúar og mars, því þá var lítið að
gera í tónlistinni. Það var bara
allur heimurinn í vörutalningu frá
áramótum og fram að páskum,“
segir hann brosandi en bætir því
við að þetta sé breytt í dag. „Núna
er tónlist allt árið.“
Kristján segist alla tíð hafa leitað
eftir því að spila með öðrum
tónlistarmönnum. „Ég spilaði í
einhverjum böndum með félögum
mínum hér heima áður en ég fór til
Svíþjóðar en fór fyrst að syngja
þegar ég var búinn með lýðháskól-
ann. Það var samt bara vegna þess
að ég var sá eini sem kunni ensku
Bænin veitir vellíðan
YfirvEGaður Kristján situr afslappaður
í rólegu og notalegu umhverfi við höfn-
ina í Reykjavík. Hann breytti um lífsstíl
fyrir ellefu árum síðan og leitar nú Guðs.
fRéttablaðið/Heiða
Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, eða KK, tók beygju í lífi sínu fyrir ellefu árum síðan þar sem
hann gaf fyrri lifnaðarhætti upp á bátinn og tók upp nýjan lífsstíl. Nú leitar hann Guðs og trúin er
orðin stór hluti í lífi þessa öfluga tónlistarmanns. Sigríður Hjálmarsdóttir hitti KK og ræddi við hann
um tónlistina og breytta sýn á lífið.
farið þegar maður vill. Maður
saknar þess líka stundum að vera
ekki með í fjörinu en þá set ég
saman band og fer niður á kaffi
Rósenberg og spila til þrjú. Er á
blasti og kem heim stinkandi af
reyk en þá er það bara afgreitt og
ég þarf ekkert að fara á slíka staði
aftur á næstunni,“ segir Kristján
með bros á vör.
Kristján segir ástæðuna fyrir
því að hann hafi alla tíð leitað mikið
eftir því að spila með öðrum vera
þá að þannig læri hann eitthvað
nýtt. „Ég hef verið að spila með
mörgu þjóðlagafólki og djassistum
og í raun bara hinum og þessum,
eftir því sem gerist bara. Það verð-
ur bara eins og það á að vera, ég
treysti því og legg það í hendurnar
á almættinu,“ segir Kristján.
„Vandræðin byrja þegar maður
reynir að vera almættið sjálfur.
Það er þannig hjá okkur öllum.
Maður er með egó sem stundum
tekur völdin. Maður heldur að
maður sé að gera rétt og það lítur
þannig út en er það kannski ekki.
Maður veit ekki að maður hafi gert
mistök fyrr en maður sér afleið-
ingarnar.“
Ánægður en latur
Kristján segist vera trúaður en
játar að hafa ekki alla tíð ræktað
trúna. „Ég hef alltaf verið mikill
egóisti og er enn. Hugsa mest um
sjálfan mig en er að reyna að kom-
ast út úr því enda liggur hamingjan
þar, að komast út úr sjálfum sér.
Maður veit þetta en er samt ekki að
meika það. Kristján bendir á orð
móður Theresu þegar hún var
spurð hvort hún væri í sambandi
við Guð og svaraði því játandi. „Þá
var hún spurð að því hvað hún
segði í bænum sínum en þá sagðist
hún segja mjög lítið: „Ég hlusta,“
sagði hún og þannig finnst mér
þetta vera. Maður biður um vitn-
eskju. Um vilja Guðs fyrir mig í
dag og mátt til að framkvæma.
Maður verður að biðja um það.
Almættið er Guð og hann gaf mann-
inum frjálsan vilja svo maður
ræður hvað maður gerir. Þú verður
að biðja um þessa hluti og Guð
gerir manni það ekki erfitt ef
maður leitar hans. Ég held að
maður þurfi að gera það daglega
og jafnvel mörgum sinnum á dag
og það geri ég. Samt finnst mér ég
aldrei gera nóg en held að ég sé
samt á rétta veginum. Kannski
kemst maður að öðru.“
Spurður hvort hann sé ánægð-
ur í dag segir Kristján: „Já, ég er
mjög ánægður í dag en er undir
svolítið miklu álagi núna því það
er svo mikið að gera. Yfirleitt vil
ég ekkert vera undir miklu álagi.
Ég held ég sé bara latur. Vil njóta
þess bara að vera latur og hafa
ekkert allt of mikið að gera,“
segir hann og bætir við: Ég vil
gera mikið en nenni því ekki. Vil
afkasta miklu og er með mörg
verkefni í gangi. Ég vildi að ég
væri mjög agaður og að hver mín-
úta væri nýtt í gegnum daginn en
það er ekki svoleiðis hjá mér. Ég
fer voðalega frjálslega með þetta.
Er ekkert að flýta mér. Hef alltaf
verið svolítill sveimhugi, sem ég
held að sé ekkert endilega slæmt.
Ég er ekkert viss um að ég gæti
verið að gera það sem ég er að
gera í dag ef ég væri rosalega
nýtinn á tímann. Kannski þarf
maður þessar stundir þar sem
maður er ekki að gera neitt.“
Í mörgu að snúast
Um síðustu jól gaf Kristján út jóla-
disk ásamt Ellen, systur sinni.
Diskurinn varð mjög vinsæll og
flytja þau systkin efni af honum á
jólahlaðborðinu á Hótel Nordica
fyrir jólin. „Ég var síðustu tvær
helgar að spila í Osló, fyrst með
hjálpræðishernum og nú síðast
fyrir íslenska söfnuðinn í borginni.
Menn vilja hafa tónlist alls staðar
og á öllum tímum,“ segir tónlistar-
maðurinn og stefnir nú á tónleika í
Fríkirkjunni á fimmtudaginn, 7.
desember, og í Hveragerðiskirkju
fimmtudaginn 14. desember. n
Eftir þetta hef ég verið að leita að
Guði. Ekki það að hann sé týnd-
ur, heldur vildi ég hafa hann í lífi
mínu til þess að ég geti haldið
áfram á þessari hamingjubraut.