Fréttablaðið - 03.12.2006, Síða 89

Fréttablaðið - 03.12.2006, Síða 89
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGjuM FRÉTTIR SMáAuGLýSINGASÍMINN ER 550 5000 Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Bæklingur fylgir með inni í blaðinu í dag. A TA R N A / S T ÍN A M . / FÍ T VINSÆLASTA JÓLAGJÖFIN Í ÁR! OPIÐ ALLA HELGINA Fréttir í upphafi nýliðinnar viku vöktu athygli mína. Svo virðist sem hópur íbúa í Grafarvogi hafi sett sig upp á móti því að lík- brennsla yrði reist í hverfinu, af ótta við að gamla fólkið mætti ekki sjá reyk framar án þess að vera óþyrmilega minnt á forgengileik- ann. Ekki fylgdi sögunni hvort Grafarvogsbúar hyggist skipta um nafn á hverfinu eða leggja blátt bann við skurðgröfum og öðrum menjum hins endanlega ástands. Í kjölfarið fór ég aftur á móti að hugsa um hvernig ég vil láta búa um mig þegar þar að kemur. Ætli ég láti ekki brenna mig. EkkI svo að skilja að ég sé á graf- arbakkanum, vonandi á ég langa ævi framundan og dey saddur líf- daga seint og síðar meir (sjö-níu- þrettán). Ég hef ekki velt því mikið fyrir mér hvernig dauða minn mun bera að og hef svo sem engar séróskir, nema ég vona að það verði ekki eitthvað vandræða- legt atvik fyrir opnum tjöldum, til dæmis að hrasa fullur í neðsta tröppuþrepi á þéttsetnu veitinga- húsi og liggja örendur eftir. Ekki mikil reisn í því. EN þótt maður sé ekki með annan fótinn í gröfinni er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum. Það er bæði hagnýtt og eitthvað skáldlegt við það að láta brenna sig og ekki alltaf sem það fer saman. Reyndar er ég hissa á hvað athafnamenn hafa vanrækt hina hagnýtu möguleika dauðans, það er að segja hvernig er hægt að breyta kveðjustundinni sem eng- inn sleppur við í peninga. EINu sinni íhugaði ég að opna útfararstofu. Ég sá fyrir mér neon- skilti: Bergsteinn legsteinn: leggst einn inn – leggst einn út. Mér skilst hins vegar að það séu margir um hituna í þessum bransa og erfitt fyrir nýliða að gera sig gildandi; þeir sem fyrir eru jarði líka sam- keppni, ef svo má að orði komast. Þá fékk ég aðra hugmynd og betri: Jarðarfaraþátturinn Bless. Í jarðarfaraþættinum Bless væri hægt að fylgjast með undirbún- ingi útfarar (kannski hægt að taka upp síðustu orðin ef maður er for- sjáll), bent á heppilegar lausnir, persónulegar útfarir þar sem fólk er jarðað í túninu heima og þar fram eftir götunum. Brúðkaup eru ekkert sérstök, margir ganga í hjónabönd í tvígang eða oftar en fæstir eru bornir til moldu oftar en einu sinni (þau tilfelli eru kannski efni í sérþátt). Og þó, kannski er þessi hugmynd and- vana fædd. Dauðinn í Grafarvogi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.