Fréttablaðið - 17.12.2006, Side 28
Þ
ó svo meginástæða
þess að við höldum
jólin hátíðleg í lok
desember, sé skýrð
með fæðingu Krists,
þá er staðreyndin sú
að enginn veit með vissu hvort
Kristur fæddist einmitt á þessum
tíma.
Það hentaði hins vegar boðber-
um kristinnar trúar á sínum tíma,
að miða við þennan árstíma því
frá fornu fari höfðu menn haldið
sólrisuhátíðir um þetta leyti til að
fagna hækkandi sól.
Með því að staðsetja fæðingu
Krists á sama tíma og sólrisuhá-
tíðina var léttara að snúa mönnum
til kristni; þeir þurftu ekki að láta
alla gamla siði lönd og leið, heldur
gátu viðhaldið þeim og þróað undir
nýjum formerkjum.
Þessi snjalla markaðssetning
kristninnar sést ekki hvað best á
því að það var ekki fyrr en árið
354 sem Gregoríus páfi lýsti því
opinberlega yfir að 25. desember
væri fæðingardagur Krists.
Og reyndar verður fæðing hans
ekki opinber hluti af jólahaldi
almennt fyrr en eftir 1224. Þá bað
heilagur Frans af Assisi um sér-
stakt leyfi páfa til að gera hana
hluta af helgihaldinu og hefur svo
verið síðan.
Jólatréð sem er ómissandi hluti af
jólahaldi nútímans á sér líka sögu
sem ekki tengist kristinni trú sér-
staklega. Hluti af helgihaldi heið-
inna manna fyrr á öldum í Norður-
Evrópu fyrst og fremst, fólst í
tilbeiðslu guða á borð við Óðin,
Þór, Freyju og Frey svo einhverjir
séu nefndir.
Þannig var eikartréð hluti af
tilbeiðslunni á Þór og þaðan er
talið að tréð sé komið inn í jóla-
haldið. Hugsanlega með svipuðum
hætti og jólahaldið sjálft; leyfa
fólki að viðhalda gömlum siðum
en yfirfæra þá á nýja trú.
Jólatré einsog við þekkjum þau
í dag eru hins vegar tiltölulega
nýr hluti af helgihaldi fólks; til
dæmis voru jólatré ekki þekkt að
ráði í Bretlandi fyrr en eftir 1841,
en þá setti Albert, eiginmaður
Viktoríu drottningar, upp jólatré
fyrir konu sína og börn. En þá ber
líka að geta þess að Albert var ein-
mitt þýskur og þekkti því til þessa
siðar frá heimalandi sínu.
Alsiða er að menn geri vel við sig
og sína í mat og drykk á jólum. Og
í sjálfu sér ekki óeðlilegt að menn
geri sér slíkan dagamun á hátíð-
um. Jólamaturinn á sér hins vegar
ævagamla forsögu, sem tengist
miðsvetrarblótum fornmanna.
Fórnir til guðanna eru þekkt
fyrirbæri í öllum trúarbrögðum
og meðal þess sem fórnað var voru
skepnur af ýmsu tagi, samanber
orðið fórnarlamb. Jólamaturinn er
því óbeint fórn okkar til guðs og
sem dæmi um tiltölulega bein
tengsl í þessum efnum, að þá er
enn algengur siður í Bretlandi og
víðar að hafa svínshöfuð á borðum
um jólin. Og stundum er svínið
með epli í munninum.
Þessi siður er talinn ættaður
beint frá fornum blótum norrænna
manna sem höfðu fyrir sið að færa
guðnum Frey svín að fórnargjöf.
Jólasveinninn er aftur á móti
rammkristið fyrirbæri, ef frá eru
taldir þeir íslensku sem eiga rætur
sínar í heiðnum sið og gamalli
þjóðtrú um tröll og huldufólk.
Fyrirmyndin að sveininum
gjafmilda er heilagur Nikulás,
biskup sem uppi var á 3. og 4. öld
eftir Krist á því svæði þar sem nú
er Tyrkland. Hann var af efnafólki
kominn en gaf allt sitt ríkidæmi til
fátækra og þá sérstaklega barna.
Dánardagur Nikulásar er 6.
desember og er sá dagur tileink-
aður honum og upp á hann haldið í
kaþólskum sið. Eftir lát Nikulásar
fóru menn að tengja nafn hans við
hin ýmsu kraftaverk og var hann
gerður að dýrlingi í kjölfarið. Varð
hann brátt mjög vinsæll sem slík-
ur, þannig að einungis guðsmóðir
skákaði honum í vinsældum.
Þess má geta að Nikulás var
mjög vinsæll hér á Íslandi í kaþ-
ólskum sið sem og annars staðar.
Þannig voru um 33 kirkjur tileink-
aðar honum hérlendis þegar best
lét.
Dýrkun á heilögum Nikulási jókst
svo enn frekar eftir að ítalskir
kaupmenn rændu líkamsleifum
hans 1087; fluttu til Bari á Ítalíu
þar sem þeir reistu honum dóm-
kirkju.
Fljótlega eftir það var farið að
tengja nafn hans jólahaldinu og þá
sérstaklega gjöfunum.
Er það talið koma frá helgisögn
um að Nikulás hafi eitt sinn bjarg-
að þremur fátækum stúlkum frá
því að lenda í vændi. Og það á
hann að hafa gert með því að gefa
þeim gull.
Varð víða siður að gefa börn-
um gjafir á messudegi Nikulásar
6. desember en smám saman
færðist þetta yfir á jólin. Þó var
misjafnt eftir löndum hvenær á
jólunum gjafirnar voru gefnar,
ýmist á aðfangadagskvöld, jóla-
dag, annan í jólum eða þá um ára-
mót og á þrettándanum. Er þetta
reyndar enn mismunandi eftir
löndum.
Síðan hefur mikið vatn runnið til
sjávar og Nikulás kallinn tekið
ýmsum breytingum. Mestu munar
þar um áhrif bandarískra kaupa-
héðna en siðir og sögur um Nikul-
ás bárust til nýja heimsins á sínum
tíma með hollenskum innflytjend-
um.
Kölluðu þeir hann Sinter Klaas
uppá hollensku sem breyttist síðan
í Santa Claus einsog hann heitir
upp á amerísku í dag.
Fóru menn að teikna af honum
myndir þar sem hann var gjarnan
hafður í síðri kápu, yfirleitt purp-
uralitri; rauði liturinn var enn ekki
orðinn sérstakur einkennislitur
jólanna þegar hér var komið sögu.
Mesta byltingin á útliti og kannski
innræti Nikulásar varð hins vegar
þegar gosdrykkjarisinn Coca-Cola
ákvað að nota hann í auglýsinga-
herferð fyrirtækisins árið 1931.
Kókmenn vildu auðvitað hafa
sveinka eftir sínu höfði og létu
endurhanna útlit hans í því augna-
miði. Hugsanlega var það gert til
að færa hann nær almenningi og
frá tengingunni við kirkjuna um
leið og hann var gerður nútíma-
legri. Og sá sem fullkomnaði verk-
ið var teiknarinn Haddon Sund-
blom.
Í stað höfuðfatsins sem Nikul-
ás hafði haft lengi, embættishöf-
uðfat biskups, var sett á hann
rauð skotthúfa, kápan hans var
stytt í rauðan jakka og hann
klæddur í rauðar buxur og svört
stígvél. Allt var svo bryddað með
hvítum loðkanti og sveinki sjálf-
ur skartaði feiknamiklu skjanna-
hvítu skeggi.
Og í þessari múnderingu hefur
hann orðið almenningseign og sést
um allan heim á jólunum, hvort
heldur er uppi á ísa köldu landi
eða á sólríkum baðströndum suð-
urhafa.
Markaðssetning kristninnar
Jólin eru fram undan með tilheyrandi hátíðar-
höldum, siðum og venjum. En hvaðan er þetta
komið allt saman? Af hverju höldum við jól ein-
mitt á þessum árstíma? Og hvaðan kemur jólatréð
og jólasveinninn svo ekki sé minnst á jólapakk-
ana? Sigurður Þór Salvarsson rýndi í sögu jóla-