Fréttablaðið - 17.12.2006, Síða 62

Fréttablaðið - 17.12.2006, Síða 62
Þ egar leikstjórinn Tony Scott gerir kvikmyndir þá má bóka að mikið sé lagt í spennu og hasar. Vanalega springa nokkur farartæki og stundum jafnvel byggingar eða þá mann- eskjur. Hann er þekktastur fyrir myndirnar Enemy of the State, True Romance, Top Gun og Man on Fire sem skartaði Denzel Wash- inton í aðalhlutverkinu. Þeir félag- ar leiða saman hesta sína á nýjan leik í myndinni Dejà Vu. Myndin fjallar um rannsóknarlögreglu- mann, leikinn af Denzel, sem rann- sakar sprengingu í ferju í New Orleans. Auðvitað er um hryðju- verk að ræða en hetjuna grunar að málið tengist öðru dauðsfalli sem átti sér stað um klukkutíma fyrir sprenginuna. Vegna yfirburðagetu sinnar í starfi fær FBI hann í lið með sér að finna sökudólginn. Honum til mikillar undrunar býr FBI yfir leynilegri tækni sem gefur rannsóknarlögreglumönn- um fært að skoða atburði nákvæm- lega fjóra daga aftur í tímann. Hægt og rólega fylgjast þeir með því hvernig atburðir fortíðarinnar leiddu til sprengingar ferjunnar. Myndin er sú fyrsta sem er tekin í New Orleans eftir að fellibylurinn hörmungar, Katarina, skall á borg- inni á síðasta ári. Koma tökuliðs- ins frá Hollywood hjálpaði víst til við að reisa við efnahaginn í borg- inni en yfirvöld þar standa enn í mikilli uppbyggingu eftir hvirfil- bylinn og flóðin sem fylgdu í kjöl- farið. „Við vorum virkilega þakklátir borgaryfirvöldum að gefa okkur leyfi til þess að fara þangað,“ segir Jerry Bruckheimer, framleiðandi myndarinnar. „Þau geta hins vegar þakkað Denzel fyrir stuðninginn, því hann átti hugmyndina að því að gera þetta í New Orleans.“ Í myndinni er lykilatriði þegar ferja springur í loft upp á Missis- sippi ánni í New Orleans. Þetta var framkvæmt í alvörunni þrátt fyrir að hæglega hefði verið hægt að gera atriðið frá upphafi til enda á tölvu. Leikstjórinn Tony Scott er af gamla skólanum og er mikill sprengjusérfræðingur. Hann er á þeirri skoðun að tölvuteiknaðar sprengingar hafi aldrei sömu áhrif á kvikmyndagesti og raunveru- legar. Það var heilmikið mál að sprengja upp ferju og það vakti mikla athygli í borginni. „Þetta var alveg magnað,“ hrópar leikstjórinn nánast upp yfir sig. „Þrátt fyrir að við hefðum tilkynnt í öllum fjölmiðlum þar að það myndi verða sprenging á ánni, þá bárust lögreglunni samt hundr- uð símhringinga frá fólki að til- kynna um hryðjuverk. Það er líka svolítið skrítið að vinna svona mikla undirbúningsvinnu fyrir sprengingu, sem tekur svo bara mínútu að framkvæma.“ Þrátt fyrir að myndin heiti Dejà Vu kemur það fyrirbrigði aldrei fyrir í myndinni. Þetta er vísinda- skáldsaga og spennutryllir sem fjallar um tímaflakk. Er titillinn kannski örlítið villandi? „Ég skoðaði orðabók til þess að fá útskýringu á því hvað dejà vu þýðir,“ segir Tony Scott. „Þar stóð að þetta lýsi óþægilegri tilfinn- ingu um að hafa verið á sama stað á sama tíma áður. Þannig líður persónunum í myndinni þegar þær eru að fylgjast með atburðum fortíðarinnar í gegnum tæki sín.“ Óskarsverðlaunaleikarinn Denzel Washington er nú orðinn 52 ára gamall. Maður hefði kannski hald- ið að framleiðendur myndarinnar hefðu því leyft honum að taka því nokkuð rólega, en raunin er önnur. Í myndinni er hann í hverju hasar- atriðinu á fætur öðru sem hefur án efa reynt mikið á leikarann. Var eitthvað við gerð þessarar myndar sem þig langaði alls ekki að framkvæma? „Ég er mjög lofthræddur,“ við- urkennir hann. „Það er atriði í myndinni þar sem ég hangi fram af brún brúar til þess að teygja mig í sönnunargögn undir brúnni. Ég lét engan vita af lofthræðslu minni en þegar kom að því að skjóta atriðið spurði leikstjórinn mig hvort ég vildi setjast aðeins niður fyrst og tala um ótta nn. Ég þvertók fyrir það og vildi bara ljúka þessu af sem fyrst! Við getum talað þegar við erum búnir að taka upp. Fram að þessum degi þurfti ég að keyra yfir þessa brú á hverjum morgni. Í eitt skiptið stöðvaði ég bílinn og kíkti yfir brúnina, saup hveljur og blótaði leikstjóranum.“ Þessi mynd fjallar um tíma- flakk, og tilraun aðalpersónunnar til þess að breyta hlutum sem þegar hafa átt sér stað. Trúir þú á örlög? Voru það þín örlög að njóta svona mikillar velgengni? „Biblían segir að trú án vinnu sé einskis virði. Örlögin eru frá- bær og trúin er frábær en maður verður að leggja sitt af mörkum. Ég er bara eins og allir, að gera mitt og fylgjast með því hvað ger- ist í kringum mig. Ég er mjög ánægður með hvernig hefur geng- ið hjá mér hingað til.“ Hvað er það við tímaflakk sem bíógestum þykir svo heillandi? „Ætli það sé ekki tilhugsunin að um að ná að stjórna einhverju sem við eigum ekki möguleika á í raun- veruleikanum.“ Ef þú gætir farið aftur í tím- ann, hvaða ráð myndir þú veita yngri útgáfunni af sjálfum þér? „Ég veit það ekki. Ég myndi aldrei fara til baka, og ég myndi aldrei breyta neinu. Ég held að myndin gefi það í skyn, að það sé ekkert sérstaklega skynsamlegt. Ef maður breytir einhverju, þá verður maður að lifa með útkom- unni. Það myndi ég líklega segja við sjálfan mig.“ Hefur þú einhvern tímann upp- lifað dejà vu? „Nokkrum sinnum. Ég veit ekki hvort það er dejà vu eða eitthvað annað en lengi dreymdi mig sama drauminn um að vera ferðast til hliðar í lyftu. Svo þegar ég fór í Eiffelturninn í París lenti ég í lyftu sem ferðað- ist til hliðar. Þá fannst mér eins og ég hafði verið þar áður. Mig dreymdi líka reglulega sama drauminn um stað, úthverfi í borg. Svo einn daginn þegar við vorum að skjóta The Siege Brooklyn áttaði ég mig á því að hverfið sem við vorum í, var sami staðurinn og ég hafði séð í draumum mínum. Kannski heimsótti ég þennan stað þegar ég var ungur, og hafði gleymt því. Það er svo erfitt að segja hvað deja vu er. Svörin eru jafn mörg og þær hugmyndir sem fólk hefur um það,“ segir Denz- el að lokum. Örlögin ráða ekki öllu Denzel Washington reynir að breyta fortíðinni í spennumyndinni Dejà Vu. Birgir Örn Steinarsson hitti leikarann, leikstjórann Tony Scott og ofurframleiðandann Jerry Bruckheimer og komst að því að sjálfur vill Denzel engu breyta í sinni fortíð. Ef maður breytir ein- hverju, þá verður mað- ur að lifa með útkom- unni. Það myndi ég líklega segja við sjálfan mig.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.