Fréttablaðið - 17.12.2006, Qupperneq 82
DHL-deild karla
Iceland Express deild kv.
Ítalska úrvalsdeildin
Stjarnan vann í gær ÍR
í Austurbergi en óhætt er að
segja að um hreinan þjófnað hafi
verið að ræða. ÍR-ingar leiddu
leikinn allan tímann með 3-5
mörkum og voru með fimm
marka forystu þegar fimm
mínútur voru eftir. En þá hrukku
Stjörnumenn í gang og sigruðu
loks, 26-25.
Kristján Halldórsson, þjálfari
Stjörnunnar, sagði eftir leik að
enginn toppbragur hefði verið á
leik sinna manna.
„Þessi stig verða örugglega
dýrmæt þegar fram í sækir en
við getum ekki leyft okkur að
vera sáttir við okkar leik.“
Um síðustu helgi vann
Stjarnan topplið Vals með
yfirburðum. „Eftir jafngóðan leik
og gegn Val getur verið erfitt að
koma mönnum aftur í gírinn og
reyndist það vera svo í dag. Við
vorum einfaldlega ekki með lengi
vel.“
Stjarnan stal
sigrinum af ÍR
Valur vann í gær mikil-
vægan sigur á HK í toppslag DHL-
deildar karla. Niðurstaðan þriggja
marka sigur, 25-22, sem hefði þó
getað verið mun stærri. HK-ingar
börðust hins vegar eins og ljón
allan tímann og hefðu þess vegna
getað stolið öðru stiginu í gær. En
sigur Valsmanna þýðir að þeir
hirða toppsætið af HK í lokaleik
umferðinnar fyrir tæplega tveggja
mánaða langt jóla- og HM-frí.
„Við keyrðum okkar leik áfram
af fullum krafti og ætluðum okkur
við vinna þennan leik,“ sagði varn-
armaðurinn Sigurgeir Árni Ægis-
son hjá HK. „Í fyrri hálfleik feng-
um við hins vegar mikið af hröðum
mörkum á okkur en á móti kom að
þegar við náðum að stilla upp í vörn
hélt hún ágætlega. Sóknarleikurinn
var hins vegar ekki nógu góður en
það verður ekki tekið af Valsmönn-
um að þeir spiluðu góða vörn.“
Eins og í fyrri leik liðanna í
Digranesi í október höfðu Vals-
menn ávallt undirtökin í leiknum.
Staðan var 14-10 í hálfleik og
fengu heimamenn þó nokkur tæki-
færi til að stinga HK-inga af. Í
stöðunni 20-13 virtist það ætla að
verða raunin en leikmenn HK
börðust með kjafti og klóm og
tókst að skora sex mörk gegn einu.
Þeir fengu svo tækifæri til að
minnka muninn í eitt mark en
misstu af því tækifæri og gengu
Valsmenn aftur á lagið.
„Mér fannst í raun litlu muna
að við næðum að brjóta þá á bak
aftur og jafna leikinn í lokin en
það vantaði herslumuninn hjá
okkur,“ bætti Sigurgeir Árni við.
Þegar aðeins rúm mínúta var
til leiksloka og HK-menn enn og
aftur búnir að koma sér aftur inn í
leikinn fengu þeir vítakast sem
Gunnar Steinn Jónsson tók. Í fyrri
hálfleik hafði Pálmar Pétursson
varið tvö vítaskot frá Valdimari
Þórssyni en nú stóð Ólafur Gísla-
son í markinu og varði hann frá
Gunnari Steini. Þar með missti
HK af öðru tækifæri til að minnka
muninn í eitt mark og kláruðu
þess í stað Valsmenn leikinn.
„HK er með mjög sterkt lið sem
er erfitt að hrista af sér,“ sagði
Markús Máni Michaelsson, besti
maður leiksins. „Við vorum komn-
ir í góða stöðu og fengum ágæt
færi til að halda henni en það bara
datt ekki okkar megin. Við feng-
um einnig marga brottrekstra á
okkur sem hjálpaði ekki til. En að
mínu viti var það fyrst og fremst
varnarleikurinn sem vann leikinn
fyrir okkur í dag. Við fórum vel
yfir okkar mál eftir tapleikinn
gegn Stjörnunni og þéttum vörn-
ina vel. Það réði úrslitum.“
Valsmenn komu sér í toppsæti DHL-deildar karla með sigri á HK, 25-22, í upp-
gjöri toppliðanna í lokaumferðinni fyrir vetrarfrí. Valsmenn hafa unnið báðar
viðureignir liðanna í deildinni í vetur og virðast vera með gott tak á liðinu.
Haukar unnu öruggan
sigur á Fylkismönnum á heima-
velli sínum í gær 33-29. Sigur
þeirra var aldrei í hættu en þeir
höfðu forystuna frá upphafi til
enda og hleyptu gestum sínum
aldrei of nálægt. Of mikið óðagot
var á leik Fylkis á löngum köflum
og leikmenn liðsins gerðu sig seka
um slæm og dýrkeypt mistök.
Haukar voru betri allt frá byrjun,
voru yfir 19-13 í hálfleik, og lögðu
snemma grunninn að þessum fjög-
urra marka sigri.
„Við vorum með þetta í okkar
hendi nánast allan tímann. Fylkis-
menn náðu einhverjum rispum en
við vorum mjög beittir. Mér fannst
þeir greinilega sakna Bubba í
markinu og við náðum yfirleitt að
skora, þrátt fyrir að vera komnir í
vandræði. Við vorum í fínum gír,
boltinn gekk vel í sókninni og við
náðum að stærstum hluta að leysa
þær varnir sem þeir stilltu upp á
móti okkur. Maður fann það fyrir
leikinn að andinn var góður og ég
hafði aldrei áhyggjur í dag með
fullri virðingu fyrir Fylki. Það
voru náttúrulega þjálfaraskipti
hjá þeim og stundum virkar það
þannig að leikmenn koma yfir-
spenntir til leiks. Óli þarf tíma til
að vinna með þetta lið, þeir eru að
fá Heimi aftur og verða klárlega
sterkari eftir áramót,“ sagði
hornamaðurinn geðþekki Samúel
Ívar Árnason.
Haukamenn léku vel saman í
gær en Arnar Pétursson var
markahæstur í þeirra liði með sex
mörk, hann átti góðan leik og þá
sérstaklega í fyrri hálfleik. Eins
og Samúel minntist á var mark-
vörðurinn Hlynur Morthens ekki
með Fylki í þessum leik og hafði
það sitt að segja. Það virtist skorta
á einbeitingu hjá Fylkismönnum í
leiknum en Eymar Krüger og
Vladimir Duric voru markahæstir
í þeirra liði með sex mörk.
Lið Fylkis er komið í erfiða
stöðu í næstneðsta sæti með sjö
stig en Haukar fara inn í jólafríið
með ellefu stig í fimmta sætinu.
Fyrirhafnarlítill sigur Hauka á Fylki
Það var ekki mikill
Íslandsmeistabragur á Frömurum
sem sóttu Akureyri heim í KA-
heimilinu í gær. Norðanmenn
skelltu meisturunum, unnu 33-28
eftir að staðan hafði verið jöfn í
hálfleik, 16-16.
Framarar höfðu undirtökin
fram af fyrri hálfleik og komust
mest fjórum mörkum yfir en með
góðum kafla undir lokin, þegar
markvarsla Framara datt niður og
náðu Akureyringar að jafna og
þeir komust svo yfir í fyrsta skipti
í leiknum með því að skora fyrstu
mörk síðari hálfleiks.
Litlu mátti muna að upp úr syði
á köflum en leikmönnum, og þjálf-
urum, var orðið ansi heitt í hamsi.
Þjálfararnir voru að kýta sín í
milli og leikmenn voru æfir út í
dómara leiksins sem missti tök á
honum á löngum köflum.
Jafnfræði var með liðunum í
síðari hálfleik en í stöðunni 25-25
skildu leiðir þegar Hreiðar Levý
Guðmundsson kom aftur í mark
Akureyringa og varði hvað eftir
annað á meistaralegan hátt. Hreið-
ar lagði grunninn að baráttusigri
Akureyringa sem skutust þar með
upp fyrir Framara í töflunni.
„Við vorum búnir að tapa tveim-
ur leikjum gegn þeim á skömmum
tíma, einum í deildinni og hinum í
bikarnum og það kom ekki til
greina að tapa fyrir þeim aftur.
Þetta var mjög mikilvægur leikur
fyrir okkur. Það lá ljóst fyrir að
við myndum tryggja okkur þriðja
sætið með sigri og það skipti miklu
máli að ná því fyrir hlé,“ sagði
Sævar Árnason, annar þjálfara
Akureyris eftir leikinn.
Hann hrósaði Hreiðari einnig
fyrir sitt framlag. „Það munaði
gríðarlega um að fá markvörsluna
í lokin. Þetta hefur verið styrkur
okkar að markmennirnir okkar
hafa komið sterkir inn, báðir tveir.
Hreiðar er markmaður í landsliðs-
klassa og við ætlumst til mikils af
honum, hann stóð svo sannarlega
undir þeim væntingum núna,“
sagði Sævar.
Kom ekki til greina að tapa fyrir þeim aftur