Fréttablaðið - 02.01.2007, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
68%
40%
37%
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006.
Þriðjudagur
LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA
allt landið
B
la
ð
ið
B
la
ð
ið
30
20
10
50
40
0
60
70
80
Sími: 550 5000
ÞRIÐJUDAGUR
2. janúar 2007 — 1. tölublað — 7. árgangur
Smáauglýsingasími550 5000
Auglýsingasími Allt550 5880
Þú getur pantað smáauglýsingar á visir is
Saga Lágafellskirkju nær aftur til ársins 1774 þegar Mosfells- og Gufunessókn-ir voru sameinaðar með konunglegri tilskipun.
Konunglega tilskipunin var reyndar aftur-
kölluð einungis tveimur árum seinna. Það
var ekki fyrr en rúmri öld síðar, árið 1886, að
Magnús Stephensen landshöfðingi skipaði
svo fyrir að sóknirnar skyldu sameinaðar.
Þar við sat og reis ný timburkirkja á stein-
grunni við Lágafell árið 1889 Þessi ki k
stendur enn þó
1956 þegar kirkjan var lengd um eina þrjá
metra og skrúðhús byggt norðan við kórinn.
Á hundrað ára afmæli kirkjunnar var aftur
ráðist í framkvæmdir en þá var ný viðbygg-
ing opnuð.
Mosfellskirkja tekur um 160 til 180 manns
í sæti. Sagan segir að fyrir nokkrum árum
hafi þáverandi kirkjuvörður, Jóhann S.
Björnsson, sýnt landsþekktum miðli skrúð-
húsið, kirkjugarðinn og kirkjuna sjálfa.
Þegar Jón bauð miðlinum sæti sva ði
„Nei því mið
Setið í hverju sæti
VEÐRIÐ Í DAG
LÁGAFELLSKIRKJA
Setið í hverju sæti
Fasteignir Hús
Í MIÐJU BLAÐSINS
JÓN GNARR
Vill bíl í afmælisgjöf
Fertugur í dag
TÍMAMÓT 26
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON
John Cleese tekur
grínið alvarlega
Ánægður með auglýsinguna og Áramóta-
skaupið
HÆGUR VINDUR - Í dag verður
hæg suðlæg átt. Víða stöku snjór
eða slydduél í fyrstu en vaxandi
úrkoma, snjókoma eða slydda,
sunnan og suðvestan til síðdegis.
Hlárnar með ströndum smám
saman í dag, síst norðaustan til.
VEÐUR 4
Tónlist og bókmenntir.
Eða leiklist?
Einar Kárason segir
sögur af KK sem tekur
svo í gítar og syngur.
MENNING 32
Pjúsari vill á þing
Lára Stefánsdóttir,
frambjóðandi
Samfylkingarinn-
ar, er forseti
Pjúsarafélags
Íslands.
FÓLK 46
Guðjón í stórsókn
Guðjón Þórðarson segir að mikið
verkefni sé fyrir höndum
hvað uppbyggingu
knattspyrnunnar á
Akranesi varðar og
allir verði að takast
á eitt til að koma
liðinu í fremstu röð
á ný.
ÍÞRÓTTIR 38
Klúður
„Klúðrið í samgöngumálum er
átakanlegt og birtist í fáránleika-
farsanum í kringum Flugstoðirnar
sem eiga að taka til starfa eftir
áramótin,“ segir Valgerður Bjarna-
dóttir. Í DAG 22
VERÐHÆKKANIR Gjaldskrár hækk-
uðu víða hjá sveitarfélögum um
áramót. Þannig hækkaði verð í
sund í stærstu sveitarfélögunum
fimm og sorphirðugjald hækkaði
einnig víða. Leikskólagjöldin
hækkuðu ekki í neinum af stærstu
sveitarfélögunum nema í Reykja-
vík og Mosfellsbæ. Í Reykjavík
hækkuðu þau um tæp níu prósent
um áramótin. Matarverð á leik-
skólum í Garðabæ hækkaði hins
vegar um sjö prósent.
Sorptunnugjaldið hækkaði í
Kópavogi um sjö prósent, í Hafn-
arfirði og Garðabæ um tíu pró-
sent, á Akureyri um tæp 20 pró-
sent og tæp 23 prósent í Reykjavík.
Sorpgjöld á fyrirtæki hækkuðu
frá tæpum 12 í rúm 14 prósent
eftir eðli sorpsins á Akureyri.
Í Reykjavík hækkaði verð á frí-
stundastarfi eldri borgara um tæp
tíu prósent og hádegis- og kvöld-
matur hækkaði um rúm níu pró-
sent auk þess sem gjald fyrir frí-
stundaheimili hækkaði um tæp
níu prósent. Í Mosfellsbæ hækk-
aði verð félagsstarfs aldraðra um
fimm prósent, fæðisgjald sömu-
leiðis, vatnsveita og hitaveita.
Í Hafnarfirði hækka þjónustu-
gjöld um 30 milljónir en hækkunin
hefur ekki verið útfærð. Sektir á
bókasöfnum í Garðabæ og á Akur-
eyri hækkuðu. Í Hlíðarfjalli hækk-
uðu árskort og svo hækkuðu gjöld
í tónlistarskóla á Akureyri og í
Mosfellsbæ. Í Kópavogi er gert
ráð fyrir sjö prósenta hækkun á
lóðarleigu. Páll Magnússon bæjar-
ritari segir að hækkunin sé bara
verðlagshækkun og þýði raun-
lækkun á þjónustu. Í Mosfellsbæ
verður hækkun í leikskólum, frí-
stundaseljum, tónlistarskóla og
íþróttamiðstöðinni um fimm pró-
sent 1. ágúst.
En þetta eru ekki eintómar
hækkanir. Strætisvagnaferðir eru
ókeypis á Akureyri frá áramótum
og ferjugjöld í Hrísey sömuleiðis
fyrir íbúana. Í Mosfellsbæ fá öll
fimm ára börn ókeypis vistun í
átta tíma á leikskóla og í Garðabæ
fá þau fjóra tíma á dag frá áramót-
um og sex tíma í haust. - ghs
Gjaldskrárhækkanir
víða um áramótin
Gjaldskrár hækkuðu víða hjá sveitarfélögunum um áramótin. Sorphirðugjald
og sundferðir hækkuðu í flestum sveitarfélögum. Á Akureyri eru strætisvagna-
ferðir ókeypis. Í Garðabæ og Mosfellsbæ fá fimm ára börn ókeypis leikskólavist.
TRÚMÁL Herra Karl Sigurbjörns-
son, biskup Íslands, var harðorð-
ur í nýárspredikun sinni í gær
þegar hann vék að stríðinu í Írak
og aftöku Saddams Hussein.
„Árið sem leið var ár stríðs og
hörmunga, haturs og hermdar-
verka,“ sagði Karl í predikuninni.
„Aftaka Saddams var einn við-
bjóðslegi þátturinn í þeirri ömur-
legu atburðarás og verður eflaust
vatn á myllu hermdarverka-
manna sem nota það tækifæri til
að réttlæta enn meiri dráp og
skelfingu.“
Drjúgan hluta predikunarinn-
ar helgaði biskup þeim einstakl-
ingum sem þjóðin missti í umferð-
arslysum á síðasta ári. „Skelfileg
umferðarslys ollu dauða 30 karla,
kvenna, barna, og skilja eftir
harm og sorg. Og svo eru ótalin
þau mörgu sár og örkuml sem
slysin valda. [...] Það er ekki bara
samgönguvandi sem við er að
etja. Þarna er líka siðferðismein á
ferðinni, vaxandi yfirgangur og
æsingur í samfélaginu. Fregnir
af háttsemi vegfarenda sem komu
þar að sem stórslys urðu á þjóð-
vegum, og með frekju og óþolin-
mæði trufluðu störf lögreglunnar
og þeirra sem hlynntu að slösuð-
um, eru ótrúlegar og skelfileg-
ar.“
Þá var biskup ómyrkur í máli í
garð ofbeldisdýrkunar nútíma-
samfélagsins, sem hann sagði
meðal annars birtast ungu fólki í
tölvuleikjum. Börn væru dýr-
mætasta eign okkar og ekki væri
nægilega vel búið að fjölskyldum
þeirra. - sh
Biskup fjallaði um stríðið í Írak, aftöku Saddams og banaslys í nýárspredikun sinni:
Ár stríðs, hörmunga og haturs
KARL SIGUR-
BJÖRNSSON
BISKUP
MENGUN Svifryksmengun í
Reykjavík sló öll met á nýársnótt,
í samræmi við metár í sprengju-
æði landsmanna.
Stillt veður var í borginni og
fram eftir nóttu
var eins og þoka
lægi yfir öllu
vegna skotelda-
mengunar og
púðuragna.
„Við vitum í
raun ekki
nákvæmlega
hvað mengunin
var mikil því að
mér sýnist hún
hafa farið upp fyrir mælisvið
mælitækisins þegar mest var,“
segir Lúðvík E. Gústafsson,
deildarstjóri mengunarvarna
borgarinnar.
Mengunin fór langt yfir
heilsuverndarmörk og segir
Lúðvík ástandið geta verið
óheilsusamlegt fólki með við-
kvæm öndunarfæri. „Það má
spyrja sig að því hvort eðlilegt sé
að björgunarsveitir byggi afkomu
sína á að selja eitthvað sem er
hættulegt heilsu sumra. En þetta
er vissulega skemmtilegt.“ - sh
Mengunin sprengdi skalann:
Svifrykið ómæl-
anlega mikið
LÚÐVÍK E.
GÚSTAFSSON
ÁVARP Margrét Þórhildur
Danadrottning segir atburði
ársins undirstrika nauðsyn þess
að Danir sýni erlendum menning-
arheimum meira umburðarlyndi
og skilning. Þetta kom fram í
áramótaávarpi hennar.
Skopmyndir af Múhameð
spámanni, sem birtust í Jyllands-
Posten snemma á síðasta ári, ollu
miklu uppnámi meðal múslima
um allan heim.
„Við erum að byrja að gera
okkur grein fyrir því að við
verðum að auka skilning okkar og
reyna að útskýra fyrir öðrum á
hvaða gildum þjóðfélag okkar
byggist,“ sagði hún. - sþs
Margrét Danadrottning:
Þurfa að sýna
meiri skilning
BEÐIÐ Í OFVÆNI Höfuðborgin líkist jafnan vígvelli þegar birtir á fyrsta degi ársins og sjá má sviðna jörð nær hvert sem litið er. Þeir
Skafti og Jón skemmtu sér við það í gær að sprengja upp leifar gamla ársins og virtust allsendis óhræddir við neistaflugið.