Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
NISSAN PATHFINDER LE IT
Nýskr. 07.05 - Beinskiptur - Ekinn 24 þús. km. - Allt að 100% lán.
Verð
4.860
.000.
-
Reynir, af hverju ertu ekki
meira eins og Hannes Smára-
son?
Flugeldasala björgun-
arsveita Slysavarnafélagsins
Landsbjargar gekk vel fyrir
nýliðin áramót. Salan jókst um að
minnsta kosti 20 prósent um þessi
áramót frá árinu á undan, sem
var metár. Aukningin getur verið
meiri þar sem nákvæmar
sölutölur eru ekki komnar.
Eftir þrettándann kemur í ljós
hversu miklu þessi tekjulind
skilar björgunarsveitunum.
Á milli 500 og 600 tonn af
flugeldum voru flutt til landsins í
ár, sem er óvenju mikið.
Söluaukning í ár
Ómar Ragnarsson,
Hannes Smárason, Róbert
Wessmann, Ásta Lovísa Vil-
hjálmsdóttir, Eiður Smári
Guðjohnsen, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson og Dorrit Mousai-
eff eiga það öll sameiginlegt að
hafa verið valin maður ársins
2006.
Mikil upphefð felst í því að
vera maður ársins þar sem
viðkomandi þykir fremstur
meðal jafningja eftir árið. Ómar
Ragnarsson gæti jafnvel talist
enn fremri þar sem hann fékk
tvær útnefningar sem maður árs-
ins, hjá Fréttastofu Stöðvar 2 og
Rás 2.
Meðal þeirra sem útnefndu
mann ársins voru Markaðurinn,
Ísafold, DV, Nýtt líf, Útvarp Saga
og Frjáls verslun.
Nokkrir menn
ársins 2006
Klukkan 24 mínútur yfir
miðnætti á nýársnótt fæddist
fyrsti Íslendingur ársins 2007 á
Landspítalanum. Sá var drengur
sem hafði látið foreldra sína, Ástu
Ingibjörgu Aðalsteinsdóttur og
Guðna Thorarensen, bíða lengi
eftir sér.
„Þetta er eitthvað sem enginn
hefði þorað að láta sig dreyma um
því að hún var sett á 19. desember,“
sagði hinn nýbakaði faðir og bætti
við að tilfinningin væri ólýsanleg.
„Maður var ekki mönnum sinnandi
vegna stress og taugarnar að gera
út af við okkur. Það er rétt svo að
við munum eftir jólunum.“
Þau hjónin fóru upp á fæðing-
ardeild upp úr klukkan átta á
gamlárskvöld og það var strax
byrjað að gantast með það að þetta
gæti orðið fyrsta barn ársins að
sögn Guðna. „En ég held að menn
hafi nú ekki verið að meina það í
alvöru.“
Nýársdrengurinn er annað
barn Ástu og Guðna. Eiríkur Bogi
Guðnason, sem varð 19 mánaða
28. desember, er ánægður með
nýjasta fjölskyldumeðliminn.
„Honum líst allavega núna í augna-
blikinu vel á hann. Meðan hann
gerir ekkert annað en að liggja
kyrr og sofa þá er þetta allt í lagi.
En ef það á að fara að gefa honum
að drekka þá vill hann fá að vera
með.“
Annað barn ársins 2007 kom í
heiminn klukkan rúmlega fimm á
Landspítalanum.
Norðlenskur drengur fæddist á
Akureyri klukkan rúmlega sjö á
nýársdagsmorgun og næsti Norð-
lendingur leit dagsins ljós á Dal-
vík rétt fyrir tíu.
Allt var með kyrrum kjörum á
fjórðungssjúkrahúsunum á Ísa-
firði og Neskaupstað og ekki vitað
til þess að nýir Íslendingar hafi
bæst í hópinn í þeim fjórðungum
um nóttina.
Höfðu beðið í tólf
daga eftir stráknum
Fyrsti Íslendingur ársins fæddist í Reykjavík þegar 24 mínútur voru liðnar af ár-
inu. Drengurinn hafði látið bíða eftir sér frá 19. desember. Fyrsti Norðlendingur
ársins fæddist klukkan rúmlega sjö á nýársdagsmorgun.
Þrír fórust og 38 særð-
ust í níu sprengingum í Bangkok í
Taílandi á nýársnótt. Forsætisráð-
herrann Surayud Chulanont sagði í
gær að stuðningsmenn ríkisstjórn-
arinnar sem steypt var af stóli fyrir
þremur mánuðum stæðu að öllum
líkindum bak við árásirnar. Enginn
hefur þó lýst sig ábyrgan á þeim.
Fyrrverandi forsætisráðherra
Thaksin Shinawatra nýtur enn
mikils stuðnings, en hópur herfor-
ingja framdi valdarán og kom
Surayud til valda fram að kosning-
um sem verða haldnar í október.
Thaksin er nú í útlegð erlendis.
„Ódæðismennirnir hafa slæmar
fyrirætlanir og vilja að árásirnar
hafi áhrif á stjórnmálaástandið.
Þeir vilja láta líta út fyrir að ójafn-
vægi ríki á Taílandi,“ sagði forsæt-
isráðherrann.
Íslamskir vígamenn hafa fram
ið árásir í suðurhluta landsins, en
flest bendir þó til að sprengingarn-
ar hafi ekki tengst þeim skærum.
Heimildarmaður innan hersins
segir hóp hátt settra manna í her-
num hafa skipulagt sprengingarn-
ar ásamt stjórnmálamönnum sem
misstu völd sín í valdaráninu. Ætl-
unin hafi verið að skaða trúverðug-
leika ríkisstjórnarinnar.
Þrír fórust í níu sprengingum
Jón Sveinsson
hæstaréttarlögmaður hefur
óskað eftir því
að láta af starfi
formanns í
einkavæðingar-
nefnd. Hann
segir ákvörðun-
ina ekki
tengjast
umfjöllun
Fréttablaðsins
um sölu á hlut
íslenska
ríkisins í Íslenskum aðalverktök-
um ehf.
„Ég tek þessa ákvörðun af
persónulegum ástæðum,“ segir
hann. „Ég hef verið mikið veikur
á þessu ári og ákvað að skipta
um vettvang.“
Við formennsku í nefndinni
tekur Baldur Gunnlaugsson,
ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu-
neytinu.
Hættir í einka-
væðingarnefnd
Lögreglan í
Keflavík handtók mann á heimili
sínu í Grindavík um klukkan tvö á
nýársnótt þar sem hann var
ölvaður í miklu ójafnvægi og
sveiflaði hníf í kringum sig.
Þegar lögreglu bar að garði
róaðist maðurinn og kom því ekki
til átaka. Maðurinn svaf úr sér í
fangaklefa ásamt þremur öðrum
sem handteknir höfðu verið
vegna óláta og ölvunar.
Lögreglan í Keflavík þurfti í
tvígang að slökkva eld í brunnum
skottertum sem hafði verið
staflað upp. Einnig þurfti að
slökkva eld í ruslagámi við
verslun í bænum.
Ölvaður maður
sveiflaði hníf
„Ef allt gengur samkvæmt
áætlun á ég að komast heim í lok
næstu viku,“ segir Guðlaugur Þór
Þórðarson alþingismaður, sem
brenndist illa á baki rétt fyrir
aðfangadagskvöld. Hann átti að
fá að vera á heimili sínu yfir
áramótin en fékk skyndilega hita
og þurfti að fara aftur á spítalann
þar sem hann er í einangrun.
„Það er mikil hætta á sýkingu
á meðan sárin eru að gróa,“ segir
hann. Síðar í þessari viku verður
ljóst hvort færa þarf skinn af
læri á bakið. Þurfi þess mun
Guðlaugur dvelja lengur á
sjúkrahúsinu.
„Ég verð kominn á ról í
janúar,“ segir Guðlaugur og ætlar
sér að taka fullan þátt í alþingis-
kosningunum í vor. Mestu skipti
að taka það rólega fyrstu
vikurnar.
Á ról í janúar
Viðbúnaðaráætlun Flug-
stoða um flugumferðarþjónustu á
íslenska flugstjórnarsvæðinu tók
gildi á miðnætti á nýársnótt þar
sem ekki hafði náðst niðurstaða í
deilu Félags íslenskra flugumferð-
arstjóra og Flugstoða.
Prýðilega gekk að stjórna flug-
umferð í gær að sögn Þorgeirs Páls-
sonar, forstjóra Flugstoða. Engar
tafir urðu á flugi þó að umferðin í
svæðinu hafi verið yfir meðallagi
miðað við það sem gerist á þessum
tíma árs með um 150 vélar, þar af 11
vélar í flugi milli Íslands og ann-
arra landa.
„Menn eru að fljúga eftir föst-
um ferlum og flughæðum sem að
þeim er nánast úthlutað. Þeir fá
kannski ekki þær flugleiðir eða
flughæðir sem þeir vildu en þetta
hefur gengið lipurlega.“
Góður árangur náðist í viðræð-
um um lífeyrismál á gamlársdag
að sögn Þorgeirs sem vildi ekkert
spá fyrir um hvort deilan væri að
leysast. „Ég er hvorki bjartsýnn né
svartsýnn og vil bara sjá hvernig
þetta þróast.“ Þráðurinn verður
aftur tekinn upp í dag.
Öryggisnefnd Félags íslenskra
atvinnuflugmanna hefur lýst
áhyggjum yfir viðbúnaðaráætlun-
inni og telur að hún feli í sér skert
flugöryggi. Flugmálastjórn árétt-
aði í kjölfarið að með viðbúnaðará-
ætluninni muni draga úr afkasta-
getu en fullu flugöryggi verði
haldið uppi. Þorgeir segir áhyggj-
ur öryggisnefndarinnar óþarfar.
„Viðbragðsáætlunin var gerð sam-
kvæmt reglum Alþjóðaflugmála-
stofnunarinnar sem hefur sam-
þykkt hana.“
Viðbúnaðaráætlunin í gildi