Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 4
F í t o n / S Í A Rúmlega 80 manns komu á slysadeild Landspítalans á nýársnótt. Þema næturinnar var líkamsárásir, að sögn læknis á slysadeild, en flestir sem þangað komu voru meiddir eftir slagsmál og ölvunarslys. Þá þurftu fjórir læknishjálp vegna flugeldaslysa. Ánægja ríkir þó meðal lögreglu- manna á höfuðborgarsvæðinu með það að nóttin hafi verið að mestu stóráfallalaus. Ungur maður höfuðkúpu- brotnaði þegar tveir menn réðust á hann að tilefnislausu í Vestur- bæ Reykjavíkur. Maðurinn ætl- aði að ganga einsamall heim úr samkvæmi þegar mennirnir veittust að honum. Vitni voru að árásinni sem gátu gefið greinar- góða lýsingu á árásarmönnunum en þeir eru enn ófundnir. Fórnar- lambið liggur á heila- og tauga- skurðdeild en er ekki í lífshættu, hélt meðvitund í allan gærdag og þurfti ekki að vera í öndunarvél. Þó er líklegt að hann þurfi að fara í skurðaðgerð á næstu dögum. Karlmaður slasaðist talsvert þegar sprengja sprakk í höndum hans og þurfti hann að gangast undir skurðaðgerð um nóttina. Tveir ungir drengir brenndust í andliti og voru lagðir inn á sjúkra- hús vegna fikts með flugelda. Þeir höfðu tekið skotkökur í sund- ur og sett innihaldið í poka sem þeir svo kveiktu í. Klukkan níu í gærmorgun var svo farið með einn sjúkling á augndeild með augnskaða eftir skoteld. Tilkynnt var um eignaspjöll á níu stöðum, mest við skóla og verslunarmiðstöðvar, þar sem rúður höfðu verið sprengdar með flugeldum. Þá voru dælubílar slökkviliðsins kallaðir út átta sinnum en í öllum tilvikum var um minniháttar eld að ræða. Alls voru sjúkrabifreiðar kall- aðar út um 50 sinnum frá hálf átta um kvöldið fram til morguns og setti ófyrirséð hálka á götum borgarinnar þar strik í reikning- inn. Margir runnu til í hálkunni og kenndu sér meins á eftir og leigubílstjórar voru margir hverjir afar ósáttir með að götur hefðu ekki verið saltaðar. Tíu árekstrar voru skráðir, þar af einn nokkuð harður. Aðeins þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur þessa nýársnótt, sem er mun minna en verið hefur undanfarin ár. Varðstjóri lög- reglu segir það geta skýrst af því að lögreglan hafi einfaldlega haft í nægu öðru að snúast en að stöðva ölvaða ökumenn. Líkamsárásir voru þema nýársnætur Áttatíu höfuðborgarbúar komu á slysadeild á nýársnótt. Ungur maður höfuð- kúpubrotnaði eftir fólskulega árás. Fjórir meiddust eftir meðhöndlun flugelda, þar af einn alvarlega. Ánægja er meðal lögreglu með stóráfallalausa nýársnótt. Forseti Djíbútís og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, boða til ráðstefnu um nýtingu jarðhita í löndum Afríku síðar í þessum mánuði. Á ráðstefnunni, sem haldin verður í Djíbútí, munu forystu- menn fimm Afríkuríkja koma saman til að ræða nýtingu jarðhitans í löndum sínum. Þar verða einnig íslenskir vísinda- menn, fulltrúar Reykjavíkurborg- ar og hagfræðingurinn Jeffrey Sachs, sem boðar til ráðstefnunn- ar ásamt forsetunum tveimur. Ræða um jarð- hita í Djíbútí Starfsmaður við Kárahnjúkavirkjun var stunginn þrisvar sinnum af samstarfsmanni sínum um klukkan eitt á nýársnótt vegna kvenna- mála. Árásarmaðurinn, sem er kínverskur, stakk ítalskan starfsmann einu sinni í kviðinn og tvisvar í handleggi sem hann bar fyrir sig við árásina. Ítalinn slasaðist ekki mjög alvarlega í árásinni, sem átti sér stað í búðum starfsmanna Impregilo við aðgöng tvö. Læknir hlúði að honum á staðnum og reyndist sárið á kvið hans ekki mjög djúpt. Lögreglumenn frá Egilsstöðum handtóku árásar- manninn í búðunum skömmu eftir árásina og fluttu hann í fangageymslur. Lögreglan yfirheyrði mann- inn í gærdag og játaði hann brotið. Málið telst upp- lýst. Talið er að ástæða þess að mönnunum sinnaðist svo með þessum afleiðingum sé sú að stjakað hafi verið við konu í samkvæminu og þeim kínverska hafi gramist það mjög. Báðir eru mennirnir starfs- menn Impregilo og starfa við aðgöng tvö á heiðinni fyrir ofan Fljótsdal. Orkuveita Reykjavíkur, opinbert fyrirtæki, býður upp á heildarlausnir í útilýsingu, allt frá hönnun til uppsetningar og viðhalds. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hafa margoft sagt að takmarka skuli starfssvið Orkuveitunnar við grunnþjónustu á borð við að veita vatn og rafmagn, en ekki á þeim sviðum þar sem samkeppni ríkir á markaðnum. „Við erum fyrst og fremst að koma til móts við viðskiptavini okkar og veita góða þjónustu,“ segir Brynjar Stefánsson, sviðsstjóri sölusviðs hjá Orku- veitu Reykjavíkur. „Þetta er þjónusta sem við höfum veitt í fjölda ára.“ Á hönnunar- og viðhaldsmarkaði 157 kílógramma tígrisdýr át megnið af hægri handlegg starfskonu dýragarðs í San Francisco í Bandaríkjunum 22. desember síðastliðinn. „Tígurinn át hönd hennar og hélt hægt og rólega áfram að kjamsa á restinni af handleggn- um,“ sagði vitni að atburðinum. Tatiana, sem er þriggja ára Síberíutígur, sleppti ekki fórnar- lambinu fyrr en annar starfsmað- ur dýragarðsins laust hana í höfuðið með löngu priki. Fórnar- lambið hefur þurft að dvelja á sjúkrahúsi síðan atvikið átti sér stað. Tígur át hand- legg starfskonu Ríkisstjórn Íraks fyrirskipaði í gær lokun einkarek- innar sjónvarpsstöðvar, sem hún sagði hvetja til ofbeldis og haturs í dagskrárgerð sinni. Fréttamaður hjá stöðinni, sem heitir al-Sharqiya og sendir út frá Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, segir hins vegar að stöðin hafi lokað útibúi sínu í Bagdad fyrir þremur mánuðum vegna árása á starfsmenn. Fyrirskipunin hafi því engin áhrif. Stöðin hefur haft Saddam Hussein heitinn í hávegum og stutt við bakið á súnníum, en ríkisstjórnin er að mestu skipuð sjía-múslimum. Vilja láta loka sjónvarpsstöð Notkun þunglyndislyfja hjá sjúklingum sem eru 24 ára eða yngri eykur líkurnar á sjálfsvíg- um. Þetta kemur fram í nýrri rannsóknaskýrslu bandarískra heilbrigðisyfirvalda. Hins vegar á hið öfuga við þegar sjúklingarnir eru komnir yfir þrítugt. Talsmenn bandaríska mat- væla- og lyfjaeftirlitsins leggja því til að merkingum á þunglynd- islyfjum verði breytt, svo viðvörun komi fram á umbúðum lyfja sem ætluð eru börnum og ungu fólki. Þar yrði jafnframt mælt með því að sjúklingar á öllum aldri væru undir eftirliti sérfræðinga, sérstaklega við upphaf lyfjameðferðar þegar hættan á sjálfsvígi er mest. Ungir líklegri til sjálfsvíga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.