Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.01.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 02.01.2007, Qupperneq 6
Ólafur Ragnar Grímsson forseti segir mikilvægt að stytta vinnudaginn svo að foreldrar geti betur sinnt börnum sínum. Einnig þurfi að bregðast við breytingum á loftslaginu og hækk- andi sjávaryfirborði. Þetta kom fram í áramótaávarpi hans á gaml- ársdag. Geir H. Haarde forsætisráð- herra hafði málefni útlendinga að umtalsefni í sínu ávarpi. Fjölgun þeirra hér á landi sé einn angi þeirrar þróunar sem alþjóðavæð- ingin hefur haft í för með sér. Hann talaði einnig um aukið frjálsræði í efnahags- og viðskipta- lífi og bættan hag launamanna og fyrirtækja í landinu. „Kapphlaupið um lífsins gæði, langur og strangur vinnudagur, kvaðir sem hvíla á foreldrunum, kröfurnar sem gerðar eru – allt hefur þetta dregið úr samvistum foreldra og barna,“ sagði forsetinn í ávarpi sínu. „Börnin eru jafnvel skemur með foreldrum sínum en kennur- um sem taka við þeim árla morg- uns og annast fullan vinnudag. Mikilvægt er að stytta hinn langa vinnudag og bæta þannig aðstöðu foreldra til að sinna börnum sínum.“ Hann sagðist einnig hafa ákveð- ið að beita kröftum sínum til að hrinda í framkvæmd þeirri hug- sjón að Ísland verði miðstöð alþjóð- legs samstarfs og samræðna um hreinan orkubúskap jarðarbúa. „Ekki verður lengur deilt um að loftmengun skapar mannkyni nýja ógn. Enginn sem finnur til ábyrgð- ar getur lengur setið hjá,“ sagði hann. Geir H. Haarde sagði að mikil- vægt væri fyrir okkur Íslendinga að takast á við málefni útlendinga á Íslandi með víðsýni að leiðar- ljósi. „Sjálfsagt er að við munum fylgja fast eftir því eftirliti hér á landi sem nauðsynlegt er til að halda þeim fjarri okkar ströndum, sem hingað vilja komast í annar- legum eða ólögmætum tilgangi,“ sagði hann. Hann nefndi einnig að afnám hindrana og aukning frjálsræðis í efnahags- og viðskiptalífi hefði stækkað hagkerfi okkar um meira en helming og kaupmáttur heimil- anna hefði aukist enn meir. „Við höfum enga ástæðu til ann- ars en að vera bjartsýn og nýjustu verðbólgutölur sýna að við erum á réttri leið.“ Mikilvægt að stytta vinnudag foreldra Forseti Íslands vill stytta vinnudag svo að foreldrar geti betur sinnt börnum sínum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að takast á við málefni útlendinga á Ís- landi. Þetta er meðal þess sem kom fram í ávörpum þeirra beggja á gamlársdag. Sátt milli stéttarfélaga um að ekki sé samkeppni um félags- menn virðist hafa verið rofin, að sögn Gunnars Páls Pálssonar, for- manns VR. Stjórnarmaður í Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga birti grein nýlega þar sem hann hvatti félagsmenn VR til að ganga til liðs við Bandalag háskólamanna, sem Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga tilheyrir. Gunnar Páll telur að þetta sé í fyrsta skipti sem stjórnarmaður í öðru félagi hvetur til þess opinber- lega að menn gangi úr einu félagi í annað. Gunnar Páll segir að vilji menn sækja að VR þá muni þeir gjalda í sömu mynt og sækjast eftir þeirra félagsmönnum. „Menn skulu fara varlega að kasta steinum úr glerhúsum.“ Heiða Björk Jósefsdóttir, for- maður Kjarafélags viðskiptafræð- inga og hagfræðinga, segir umrædda grein hafa verið skrifaða af einstaklingi og endurspegli ekki skoðun félagsins. Aðspurð um sátt- ina sem Gunnar Páll talar um seg- ist Heiða ekki kannast við hana og vísar til þess að félagafrelsi ríki á Íslandi. „En ég tek fram að við erum ekki að fara í neina baráttu við VR.“ Halldóra Friðjónsdóttir, formað- ur BHM, er hissa á að formaður VR vísi á BHM og segir óheppilegt að hann yfirfæri skoðanir stjórnar- manns í aðildarfélagi á BHM sem sé ekki í neinni útrás. „Við erum ekki í því að, eins og hann orðar það, stela félagsmönnum.“ Sátt rofin milli stéttarfélaga Horfir þú á Áramótaskaupið? Varstu ánægð(ur) með Áramótaskaupið í ár? Fálkaorðan var veitt á Bessastöðum í gær, eins og venja er á nýársdag. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Gríms- son, sæmdi fjórtán Íslendinga riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar og þjóðlífs. Meðal annars fengu Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Helga Steffensen brúðuleikari verðlaunin í ár. „Það er ánægjulegt að þessi listgrein fái slíka virðingu og sé talin með,“ segir Helga. „Ég tek við þessari viðurkenningu fyrir hönd allra þeirra sem stunda þessa listgrein.“ Hún seg- ist telja að þetta sé í fyrsta skipti sem fálkaorðan sé veitt fyrir brúðuleik. „Þetta er tiltölulega ný listgrein, við sem stundum hana erum enn frumkvöðlar.“ Að orðuveitingunni lokinni var árleg nýársmóttaka for- seta Íslands á Bessastöðum fyrir ráðherra, hæstaréttardóm- ara, alþingismenn, sendiherra, ræðismenn, forystumenn ríkisstofnana og aðra gesti. Að sögn Örnólfs Thorssonar for- setaritara komu nokkur hundruð manns í móttökuna. Frambjóðendur Samfylking- arinnar á Suðurlandi ákváðu að dreifa sérstæðu jólakorti í kjördæminu þessi jólin með uppskriftum að jólasalati, eftirrétti og betra Íslandi. Vakti uppátækið mikla lukku að sögn Björgvins G. Sigurðssonar alþing- ismanns. Betra Ísland er kynnt sem kosningaréttur fyrir 300.000 Íslendinga og meðal hráefna er jöfnuður, réttlæti og bræðralag. „Eftir ár verðum við síðan kannski í ríkisstjórn og þá verður hugsanlega einhver önnur uppskrift.“ Uppskrift að betra Íslandi Héraðsdómur Austur- lands hefur dæmt karlmann á sextugsaldri til að greiða 70 þúsund króna sekt fyrir að hafa ruðst inn á vinnusvæði Bechtel á álverslóð í Reyðarfirði, í ágúst 2006, og klippt í sundur víra í girðingu sem afmarkar lóðina. Maðurinn neitaði að fara af lóðinni eftir að hafa framið eignaspjöllin og lá vinna á svæðinu niðri í tvo tíma. Karlmaðurinn ruddist inn á svæðið til að mótmæla byggingu álvers á svæðinu. Fyrir dómi viðurkenndi maðurinn að hafa gert það sem hann var ákærður fyrir en neitaði að það væri refsivert. Olli eignaspjöll- um á álverslóð Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2007. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Á næstu fimm árum, frá og með árinu 2007, mun sjóðurinn hafa um 20 milljónir króna á ári til úthlutunar. Úthlutunum lýkur að þeim tíma liðnum, eða árið 2011, og er þá reiknað með að sjóðurinn hafi þegar úthlutað öllu fé sínu í samræmi við tilgang hans. Auglýst eftir umsóknum Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir að þeir Hafnfirðingar sem vilja skila mynd- og geisladisknum með Björgvini Halldórssyni, sem fyrirtækið sendi í um 7.200 eintökum inn á hvert heimili í Hafnarfirði, geti farið með hann á næsta pósthús og sent Alcan hann sér að kostnaðarlausu. „Við getum greitt sendingarkostnaðinn fyrir þá sem vilja skila diskinum,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Alcan, og undirstrikar að fólk þurfi þá að láta það koma fram á umslaginu að móttakandi greiði sendingarkostnaðinn. Að sögn Hrannars barst Alcan einn diskur seinasta föstudag og hefur átján diskum þá verið skilað en meðlimir samtakanna Sól í Straumi skiluðu sautján diskum daginn áður. Ókeypis skil á diski Bó Hall Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, lét af störfum um áramótin eftir 26 ár í starfi. Eftirmaður hans, Andri Óttarsson, tók við 3. október síðastliðinn. Kjartan, sem starfað hefur með fjórum formönnum á þessu tímabili, segir Sjálfstæðisflokkinn í dag vera með öfluga stöðu og sterka möguleika til þess að láta áfram til sín taka. Kjartan vildi ekki tjá sig um starfslokin en aðspurður um hvað tæki við sagði hann ekkert sérstakt starf bíða sín. „Ég held bara áfram að lifa mínu hægláta lífi.“ Kjartan hættur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.