Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 8
 Hersveitir sómölsku bráðabirgðastjórnarinnar með liðsstyrk eþíópískra skriðdreka og orrustuþotna hafa fellt seinasta vígi hreyfingar íslamista, þriðju stærstu borg landsins, Kismayo, að sögn forsætisráðherra bráða- birgðastjórnarinnar, Ali Mohamed Gedi. Forsætisráðherrann hefur lofað vígamönnum íslömsku her- sveitanna sakaruppgjöf, gefi þeir sig fram, en leiðtogar vígahóp- anna verði að svara til saka. Jafnframt boðaði forsætisráð- herrann allsherjar afvopnun í landinu, en nóg hefur verið til af vopnum í Sómalíu eftir fimmtán ára borgarastyrjöld. Vígamönnum er jafnframt skylt að skila inn vopnum sínum. „Tími stríðsherranna í Sómalíu er liðinn og ef við náum þeim, þá afhendum við Bandaríkjamönnum þá,“ sagði Gedi. Bráðabirgða- stjórn, studd af Sameinuðu þjóð- unum, hefur stjórnað landinu í rúman áratug. Æðstaráð íslamista tók völdin í höfuðborginni Mógadisjú fyrir hálfu ári og stefndi að því að gera Sómalíu að ríki að íslömskum sið. Íslamistar eiga enn afdrep nærri landamærunum að Kenía, en þeir yfirgáfu Mógadisjú frið- samlega fyrir fáeinum dögum og flýðu undan herliði bráðabirgða- stjórnarinnar og eþíópísku her- sveitunum. Íslamistarnir hafa verið sakað- ir um tengsl við al-Kaída, en þeir hafa hafnað þeim ásökunum. Leið- togar hryðjuverkahópa hafa hvatt vígamenn íslamista til dáða og hótað skærum í líkingu við þær sem hrjá Írak um þessar mundir. Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa verið beðin um aðstoð við eftirlit með lofthelgi og landhelgi Sómalíu. Heraflar bráðabirgðastjórnar- innar og Sómalíu fjarlægðu jarðsprengjur af hafnarsvæði Kis- mayo. Forseti Kenía hefur hvatt til allsherjarfundar um ástandið í Sómalíu og ráðamenn á Vestur- löndum hafa þrýst á að herlið, leitt af Afríkuríkjum, verði sent til landsins til að koma á jafnvægi. Síðasta vígi íslamista tekið með hervaldi Hersveitir bráðabirgðastjórnarinnar í Sómalíu náðu þriðju stærstu borg lands- ins á sitt vald í gær. Forsætisráðherra lofar hermönnum íslamista sakaruppgjöf og boðar afvopnun. Vígamenn hóta skærum í líkingu við óöldina í Írak. Hvaða útvarpsstöð var lokað í fyrradag? Hver var valinn maður ársins á Rás 2? Hvaða undarlega jólagjöf leyndist í einum pakka fram- kvæmdastjóra ítalska knatt- spyrnuliðsins Palermo? Jólagjafir eru misjafnar að verði, umfangi og gæðum og þeir eru þó nokkrir sem eru svo heppnir að fá nýja bíla í jólagjafir þó dregið hafi úr slíku á undanförnum árum. Egill Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Brimborgar, segir að almennt sé desember ekki umsvifamikill mánuður í bílasölu en að það komi alltaf fyrir að einhverjir fái bíl í jólagjöf. „Auðvitað getur verið erf- itt fyrir okkur að meta til hvers bíl- arnir eru keyptir en það hefur komið fyrir að við erum beðnir um að setja slaufur á bíla og þá er ekki um að villast að bíllinn er ætlaður til gjaf- ar.“ Egill segir þessi tilfelli vera 1-3 á ári og séu stöðug á milli ára. „Fyrir þessi jól gerðist líka það merkilega atvik að við vorum beðnir að útbúa gjafakort fyrir mann sem vildi gefa móður sinni bíltúr á Ford GT sport- bíl en sá bíll kostar 30 milljónir.“ Rúnar H. Bridde sölu- og mark- aðsstjóri hjá Ingvari Helgasyni segir mjög sjaldgæft að bílar séu keyptir í jólagjafir en man eftir einum bíl sem var keyptur fyrir þessi jól sem var útbúinn sem gjöf. „Í því tilviki var eiginmaðurinn að gefa konu sinni bíl í jólagjöf.“ Hjá Bifreiðum og landbúnaðar- vélum fengust þær upplýsingar að sala á bílum til jólagjafa hefði dregist saman á milli ára. Þó eru alltaf einhverjir sem detta í lukku- pottinn og fyrir þessi jól fékk kona ein bifreið frá eiginmanni sínum og er verðmæti bílsins á þriðju milljón. Sem dæmi um bíla sem keyptir hafa verið í jólagjafir frá B&L má nefna Renault, BMW og Hyundai Sonata. Fékk bíl fyrir rúmar tvær milljónir Talsmanni neytenda hefur borist kvörtun vegna þjónustugjalds sem Velferðarsvið Reykjavíkurborgar innheimtir af þeim sem leigja á vegum Félags- bústaða hf. Þetta er í fyrsta skipti sem Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, tekur fyrir mál sem snýr að opinberri þjónustu. Sem dæmi um upphæð þjón- ustugjalds fyrir leigjanda Félags- bústaða hf. má nefna 16.500 krónur á mánuði og niðurgreiðir Reykja- víkurborg tæp 60 prósent af þeirri upphæð þannig að hver íbúi greið- ir á milli 6.000–7.000 krónur á mánuði. Félagsbústaðir hf. senda sund- urliðaðan gíróseðil til íbúa en þar kemur fram að heildarupphæðin skiptist í húsaleigu, gjald í hússjóð og þjónustugjald. Í þjónustugjaldi felst sólarhringsvakt, stjórnun, skrifstofuhald og aðstaða í sam- eiginlegu rými. Gísli segist hafa ákveðið að skoða þetta mál á grundvelli rétt- mætis þjónustugjaldsins þar sem opinberir aðilar innheimti gjöld af öldruðum sem falli utan við þá þjónustu sem Félagsbústaðir hf. veita. Gísli segir að gert sé ráð fyrir að rekstur Félagsbústaða hf. sé sjálfbær og engu að síður sé gert ráð fyrir arði sem verja megi til framkvæmda við frekari upp- byggingar. „Umdeilanlegt hvort opinberar stofnanir eigi að skila arði en ef þeim er ætlað það er fremur en ella hægt að skoða starfsemi þeirra frá neytendasjónarhóli.“ Kannar réttmæti þjónustugjalda BæjarráðVestmannaeyjabæjar vill endurbyggja skipalyftuna sem skemmdist í október og hefur óskað eftir því að við gerð samgönguáætlunar verði gert ráð fyrir kostnaðarþátttöku ríkisins í enduruppbyggingunni. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, telur að út frá hafnarlögum sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið taki á sig 60 prósent kostnaðar við endurbygg- ingu skipalyftunnar í Vestmanna- eyjahöfn sem sé forsenda þess að bærinn geti ráðist í framkvæmdir. Skipalyftan skemmdist í haust þegar vír gaf sig með þeim afleiðingum að mannvirkið hrundi eins og spilaborg. Lyftan er að öllum líkindum það illa farin að það svarar ekki kostnaði að laga hana í óbreyttri mynd að sögn Elliða. Ekki hefur verið hægt að taka upp skip til að þjónusta í Vest- mannaeyjum síðan lyftan skemmdist þar sem hún var eina upptökumannvirkið. „Allur flotinn hér hefur þurft að sigla til þjónustu annars staðar sem er algjörlega ótækt.“ Vill endurreisa skipalyftuna Lögreglan í Keflavík hugðist stöðva bifreið sem var yfir löglegum hraða á Sandgerðisvegi á laugardags- kvöld. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók undan lögreglu áleiðis til Keflavíkur. Fleiri lögreglubifreiðar tóku þátt í eftirförinni og náðist að stöðva ökumanninn á Hringbraut skammt frá Mánatorgi í Keflavík. Maðurinn, sem var allsgáður, gaf þá skýringu að hann væri „tæpur á punktum“, og átti þá við refsipunkta í ökuferilskrá. Sagðist með of marga punkta Rússi nokkur, sem sakaður er um að hafa njósnað fyrir ríkisstjórn sína í Kanada, var á þriðjudag gerður brottræk- ur með valdi frá Kanada. Að sögn Stockwell Day, almannavarnaráðherra Kanada, var maðurinn, sem gekk undir nafninu Paul William Hampel, handtekinn í nóvember eftir að upp komst að kanadískt fæðing- arvottorð hans var falsað. Maðurinn gaf yfirvöldum upp þjóðerni sitt og nafn í skiptum fyrir að þau tilkynntu fjölmiðl- um ekki rétt nafn hans, því hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Telja stjórnvöld hann vera rússneskan njósnara á vegum rússnesku leyniþjónustunnar og fóru fram á að honum yrði fyrirvaralaust vísað úr landi. Rússi brottræk- ur frá Kanada Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið ákærður fyrir að hafa að morgni 29. júlí síðastliðins brotið gegn vald- stjórninni. Maðurinn var þá staddur fyrir utan skemmtistað- inn Gullöldina við Hverafold í Grafarvogi og er honum gefið að sök að hafa hótað lögreglumanni sem var þar við skyldustörf lífláti og slegið hann í brjóstkassann. Á hann að hafa haldið slíku atferli áfram í lögreglubíl á leið til lögreglustöðvarinnar við Hverfis- götu og hótað öðrum lögreglu- manni ítrekað lífláti. Maðurinn er auk þess ákærður fyrir umferðarlagabrot. Hótaði lögreglu ítrekað lífláti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.