Fréttablaðið - 02.01.2007, Síða 10
Einar K. Guð-
finnsson sjávarútvegsráðherra
hefur úthlutað níu styrkjum sam-
tals að upphæð 25 milljónir króna
úr samkeppnisdeild Verkefna-
sjóðs sjávarútvegsins.
Þrjátíu og þrjár umsóknir bár-
ust sjóðnum og var sótt um sam-
tals 117,5 milljónir króna.
Jakob K. Kristjánsson, formað-
ur stjórnar sjóðsins, segir verk-
efnið hafa heppnast samkvæmt
björtustu vonum. „Við fengum
mjög mörg góð verkefni, það var
vandi að velja úr þeim. Áherslan
átti að vera á lífverurannsóknir og
við tókum mið af því við ákvörðun
úthlutunarinnar.“
Stjórn Verkefnasjóðsins mat
tólf stærri verkefni og þrjú
smærri afburðagóð. Ekki reynd-
ist hægt að styrkja öll þau verk-
efni og því var ákveðið við end-
anlega forgangsröðun að sex stór
verkefni og þrjú minni yrðu fyrir
valinu að þessu sinni sem styrk-
þegar. Verkefnin taka til átta
mismunandi tegunda sjávarlíf-
vera.
Þrjú verkefni fengu fjögurra
milljóna króna styrk; Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins til
rannsóknar á stofnerfðafræði
leturhumars á Íslandsmiðum,
Líffræðistofnun HÍ fyrir kortlagn-
ingu líffræðilegs fjölbreytileika
þorsks með áherslu á atferli í
tengslum við æxlun og far og Sjáv-
arrannsóknarsetrið Vör við Breiða-
fjörð vegna rannsóknar á útbreiðslu
og þéttleika beitukóngs í Breiða-
firði og Faxaflóa.
Erla Björk Örnólfsdóttir er for-
stöðumaður Sjávarrannsóknarset-
ursins Varar og mun stýra verk-
efninu. „Rannsóknin fer fram
næsta sumar. Við erum að fara að
skoða stofnstærð beitukóngs í
Breiðafirði og Faxaflóa og hvar er
skynsamlegt að fara til veiða.
Þetta er mjög hagnýt rannsókn
þar sem hún er tengd vinnslu í
Breiðafirði sem vinnur beitukóng-
inn.“ Hún segir styrkinn happafeng
fyrir rannsóknarmenn. „Heildar-
upphæðin sem sótt var um í sjóð-
inn segir allt sem segja þarf um
þörfina á svona sjóði.“ Sjávar-
rannsóknarsetrið Vör var sett á
laggirnar í maí síðastliðnum og
leggur áherslu á rannsóknir á líf-
ríki í Breiðafirði.
25 milljónir til níu rannsóknarverkefna
Húsasmiðjan gaf Barnaspít-
alanum nýverið 300.000 krónur en
starfsmenn Húsasmiðjunnar
ákváðu að styrkja Barnaspítala
Hringsins í stað þess að gefa
vinnufélögum sínum jólagjafir.
Starfsmennirnir héldu böggla-
uppboð á jólahlaðborði starfs-
manna og yfirstjórn fyrirtækis-
ins tvöfaldaði upphæðina sem
safnaðist og var ákveðið að hún
rynni til Barnaspítala Hringsins.
Það var Jón Viðar Stefánsson,
markaðsstjóri Húsasmiðjunnar,
sem afhenti þeim Önnu Ólafíu
Sigurðardóttur, hjúkrunarfor-
stjóra barnasviðs, og Ásgeiri
Haraldssyni, sviðssstjóra
lækningasviðs Barnaspítalans,
gjöfina.
Styrkir Barna-
spítalann
Stefnt er að því að
stofna fagháskóla við Iðnskólann í
Reykjavík. Baldur Gíslason, skóla-
meistari Iðnskólans, vill sjá skól-
ann fremstan í flokki við að fram-
fylgja hugmyndafræði um þróun í
skólastarfi sem Starfsnámsnefnd
á vegum menntamálaráðherra
setti fram fyrr á þessu ári. Þar var
var meðal annars sett fram hug-
mynd um stofnun fagháskóla á
Íslandi.
Baldur segir að í breytingum í
samfélaginu felist tækifæri. „Ég
fagna mjög hugmyndum Starfs-
námsnefndar um fagháskóla. Við
munum gera þær breytingar á
skólanum sem þarf til að taka upp
nám á fagháskólastigi án þess að
rýra á nokkurn hátt það nám sem
við erum nú með, þvert á móti tel
ég að það muni eflast. Ég held að
við sambýli framhaldsskólans og
fagháskóla muni þeir styrkja hvor
annan.“
Hvenær fagháskólastiginu
verður hleypt af stokkunum er of
snemmt að segja til um en að sögn
Baldurs er töluvert síðan beiðni
var lögð fyrir menntamálaráð-
herra um að hefja slíkt skólastarf.
„Við stefnum að því að hefja nám
á fagháskólastigi í haust en höfum
ekki fengið grænt ljós ennþá.“
Nú þegar er boðið upp á marg-
víslegt nám í Iðnskólanum sem er
á háskólastigi þar sem er krafist
stúdentsprófs eða fagprófs við
inntöku. „Við erum því þegar með
greinar sem við getum byrjað með
litlum fyrirvara. Aðeins þarf að
breyta áherslum og vinnubrögð-
um“, segir Baldur.
Iðnskólinn verði fagháskóli
Engar geymslur eru í
Þjóðleikhúsinu við Hverfisgötu að
heitið getur. Leikhúsið þarf að
leigja geymslupláss á mörgum
stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Starfsmenn eru í stöðugum flutn-
ingum á leikmunum og leikmynd-
um sem er kostnaðarsamt og
veldur skemmdum og óhagræði.
Leikhússtjóri segir nauðsynlegt
að byggja við Þjóðleikhúsið ætli
það sér að uppfylla kröfur um
nútímaleikhús.
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóð-
leikhússtjóri segir nauðsynlegt að
byggja við Þjóðleikhúsið því
aðstaðan sé með þeim hætti að
hún miðist ekki við reksturinn.
„Það vantar allt sem tilheyrir
nútímaleikhúsi. Það þarf að byggja
hliðarsvið til austurs og geymslu-
pláss fyrir leikmuni og þjónustu-
byggingu fyrir búningageymslu
og saumastofu þar fyrir neðan.“
Vegna geymsluleysis þarf Þjóð-
leikhúsið að leigja húsnæði á
mörgum stöðum á höfuðborgar-
svæðinu. Þetta veldur miklu óhag-
ræði í störfum leikhússins. „Það
er mjög slæmt að vera ekki með
neinar nærgeymslur og að þurfa
að keyra hluti á milli staða. Þess
gerist jafnvel þörf að keyra muni
á milli einstakra sýninga,“ segir
Tinna. „Á meðan munir leikhúss-
ins eru í þessum geymslum og
fara þarf ferðir í hvert einasta
skipti sem breytinga er þörf er
lítið hægt að dvelja við í viðhaldi,
sem væri hægt ef hlutirnir væru
nær. Það þarf jafnvel að hluta allt
niður í minni einingar til að koma
því á milli staða. Svo er þetta mjög
kostnaðarsamt vegna leigu.“
Innt eftir því hvort leikmunir
eða leikmyndir hafi skemmst í
flutningum segir Tinna að svo sé.
„Ýmis dæmi eru um að leikmunir,
húsgögn og leikmyndir hafi
skemmst í þessum flutningum.
Það liggur bara í hlutarins eðli.
Þetta er ófremdarástand vegna
þess að þetta eru lifandi geymslur
þar sem munir eru í sífelldri end-
urnotkun. Því betur sem við getum
umgengist þessa hluti því betur
nýtast þeir.“
Í skýrslu sem starfshópur um varð-
veislu- og geymslumál menningar-
stofnana sem Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra hefur látið vinna kemur fram
að mat Þjóðleikhússins á geymslu-
þörf sé um 1.500 fermetrar. Þörf er
á rúmgóðri leikbúningageymslu,
stórri leikmunageymslu með nauð-
synlegum aðgengisbúnaði auk leik-
myndageymslu og tækja- og skjala-
geymslu.
Nútímaleikhús þarf
sérstakt geymsluhús
Engar geymslur eru í Þjóðleikhúsinu og keyra þarf leikmuni og leikmyndir á
milli borgarhluta. Flutningar valda skemmdum á munum, óhagræði og kostn-
aði. Aðstaðan sögð ekki í samræmi við nútímaleikhús, segir þjóðleikhússtjóri.
Hreinsunarstarfi í
flutningaskipinu Wilson Muga
lýkur á næstu dögum að sögn
Hávars Sigurjónssonar, upplýs-
ingafulltrúa Umhverfisstofnun-
ar.
Aðeins er eftir að hreinsa upp
10 til 15 tonn af olíu úr lest
skipsins. „Nota þarf sérstaka
skilju til að ná olíunni úr sjónum
og verður henni dælt upp í tanka
sem verða fluttir með þyrlu af
skipinu.“
Að þessu loknu er bara eftir að
fjarlægja skipið sem er á ábyrgð
eigandans. „Það er ætlast til að
búið verði að fjarlægja skipið
innan sex mánaða en hann fær
svigrúm til að gera áætlanir um
hvernig hann ætli að standa að
því. Við gerum ráð fyrir að hann
leggi þær fram í janúar.“
Hreinsunar-
starfi að ljúka
Stöðug fjölgun
hefur orðið í öllum stærstu
heilbrigðisstéttunum miðað við
íbúafjölda á tímabilinu 1981-2005.
Þessi fjölgun á reyndar ekki við
um sjúkraliða en þeim hefur
fækkað hlutfallslega frá árinu
1998.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í samantekt Svanhildar
Þorsteinsdóttur, verkefnisstjóra á
heilbrigðistölfræðisviði hjá
Landlæknisembættinu.
Í samantektinni má sjá að
starfandi hjúkrunarfræðingum
hefur fjölgað úr 1.262 árið 1981 í
2.546 á síðasta ári. Þá fjölgaði
læknum úr 509 í 1.104 á sama tíma-
bili en sjúkraliðum fjölgar
hlutfallslega minnst eða úr 910
árið 1981 í 1.474 árið 2004.
Fleira heilbrigð-
isstarfsfólk
Tveir menn hafa verið
dæmdir í þrjátíu daga skilorðs-
bundið fangelsi í Héraðsdómi
Vestfjarða fyrir að stela bíl á
Patreksfirði í júlí árið 2003, keyra
hann ölvaðir og eyðileggja hann.
Mennirnir stálu bílnum eftir
að hafa verið á dansleik á
Patreksfirði og keyrðu hann að
Ódrjúgshálsi í Djúpadal þar sem
ökumaðurinn missti stjórn á
honum þannig að hann lenti utan
vegar og fór margar veltur niður
snarbratta fjallshlíð.
Ekki tókst að sanna að báðir
mennirnir hefðu keyrt bílinn,
þrátt fyrir að þeir hefðu sagt
lögreglumönnum frá því á
slysstað.
Maðurinn sem keyrði bílinn
var auk þess dæmdur til að
greiða 50 þúsund krónur í sekt.
Stálu bíl og
eyðilögðu hann
Lögreglan í
Keflavík fékk tilkynningu um
alvarlega líkamsárás fyrir utan
veitingastað í bænum á fimmta
tímanum aðfaranótt sunnudags.
Þar var maður sleginn í
höfuðið aftan frá með flösku og
hlaut hann stóran og djúpan
skurð á hnakkann. Hann var
fluttur með sjúkrabíl á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja þar
sem gert var að sárum hans en
hann hlaut ekki lífshættulega
áverka.
Árásarmaðurinn var handtek-
inn og vistaður í fangageymsl-
um. Ekki er vitað hvert tilefni
árásarinnar var.
Hlaut djúpan
skurð á hnakka