Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.01.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 02.01.2007, Qupperneq 12
 Stefán Stefáns- son, deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, segir að ráðuneytið muni ráðstafa 70 milljónum króna í styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga í ár. Styrkirnir verða auglýstir von bráðar. Verkefnis- stjórn hafi verið sett á laggirnar og unnið stíft. Vinna við nám- skrárgerð og námsefnisgerð sé þegar hafin og svo verði farið í það að kanna menntun kennara. Í tengslum við styrkveitingar verði upplýsinga aflað til að nýta við þessa vinnu. Mímir - símenntun hefur þegar ákveðið að lækka verð á íslensku- námskeiði fyrir útlendinga um rúmlega fimmtíu prósent. Fimm- tíu stunda íslenskunámskeið kost- ar ellefu þúsund krónur frá ára- mótum en kostaði áður 23.300 krónur. Þetta er gert þó að ekki liggi enn fyrir hvernig fjármögn- un námskeiðanna verður hagað eða hver eftirspurnin verður. Hulda Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mímis, segir að ákvörðun um verðlækkunina hafi verið tekin þó að ekki liggi enn fyrir hvernig styrkjum frá ríkinu verði hagað. Mímir þurfi að ganga snemma frá upplýsingum um námskeið á næstu önn. Nemendur í íslensku fyrir útlendinga hafi verið fimm hundruð talsins á síð- ustu önn og svo stórum hóp sé ekki hægt að halda í óvissu. „Við urðum að ríða á vaðið,“ segir hún. Útlendingar í Garðabæ, Mos- fellsbæ og á Seltjarnarnesi hafa sótt námskeið hjá Mími í samræmi við samning Mímis við bæjarfé- lögin en nú er stefnt að þeirri breytingu að allir útlendingar geti sótt námskeiðin óháð því hvar þeir búa og verður gjaldið þá það sama. Íslenskunámskeið fyrir útlendinga hafa yfirleitt verið niðurgreidd af stéttarfélögum, starfsmenntasjóðum verkalýðs- hreyfingarinnar eða atvinnurek- endum um fimmtíu til níutíu pró- sent. Ekki er enn vitað hvort reglurnar breytast í ár eða hvort hlutfallið verður það sama. Nið- urgreiðslan hefur verið þungur baggi á sumum starfsmennta- sjóðunum. Þá eru símenntunarmiðstöðvar úti á landi að hugsa sinn gang. Guðrún Reykdal, framkvæmda- stjóri Þekkingarnets Austurlands, segir að ekki sé búið að verðleggja námskeið á vorönn. Þau hafi verið á 34–35 þúsund krónur í haust. Þessi vinna hefjist nú í janúar. Ráðstafa 70 milljónum í íslenskukennslu í ár Mímir símenntun ríður á vaðið og lækkar verð á íslenskunámskeiðum fyrir út- lendinga um rúman helming þó að styrkir til kennslunnar liggi ekki enn fyrir. Aðrar símenntunarmiðstöðvar hafa ekki ákveðið ennþá hvaða stefnu þær taka. Verkalýðsfélag Akraness hefur nú í tvígang gert könnun á verði matarkörfunnar í matvöru- verslunum á Akranesi. Matarkarf- an var í báðum könnunum ódýrust í Kaskó og dýrust í Grundavali. Seinni könnunin, sem gerð var 29. desember, sýndi að matarkarfan kostaði 14.547 krónur í Kaskó, 15.912 í Krónunni, 15.965 krónur í Skaga- veri og 17.471 krónu í Grundavali. Í fyrri könnuninni kostaði matarkarfan 10.505 krónur í Kaskó, 11.653 krónur í Skagaveri, 12.163 krónur í Krónunni og 13.591 krónu í Grundavali. Vörutegundir voru mun fleiri í seinni könnuninni en þeirri fyrri, eða þrjátíu og sex á móti tuttugu og átta. Í seinni könnuninni var meðaltalsverðið tæpar 16 þúsund krónur en í þeirri fyrri var meðalverðið tæpar 12 þúsund krónur. Aðeins var um verð- samanburð að ræða og er ekki lagt mat á gæði eða þjónustu. Verðkannanirnar eru liður í reglulegum verð- mælingum Verðlagseftirlits ASÍ um allt land. Mælingarnar verða gerðar reglulega fram á mitt næsta ár til að fylgjast með þeim breytingum sem verða á vöru- verði á næstu mánuðum. Talið er að þær geti skilað neytendum sex til sjö milljörðum á ári í lægra matarverði. Verslun Einars Ólafssonar neit- aði að taka þátt í könnununum. Kaskó var með lægsta verðið á Akranesi Styrktartónleikar íslenskra popptónlistarmanna fyrir Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna voru haldnir í átt- unda sinn milli jóla og nýárs. Það er Einar Bárðarson sem hafði veg og vanda af tónleikahaldinu nú sem áður. Voru félaginu afhentar 2,4 milljónir króna af þessu tilefni og telst Einari til að samtals sé fjárstyrkur síðustu átta ára far- inn að nálgast 17 milljónir. „Þetta er bara partur af hátíð- arundirbúningnum hjá mér og mér finnst þetta bara ómissandi. Það er með eindæmum hvað íslenskt tónlistarfólk er örlátt á tíma sinn og hæfileika og ég verð að segja að þetta árið var listi flytjenda alveg óvenju glæsileg- ur. Ég er mjög stoltur af þessu verkefni og þakklátur öllum þeim sem láta þetta verða að veruleika á hverju ári með mér,“ segir Einar Bárðarson. Þess má geta að hljómsveitin Sálin hans Jóns míns kom fram á tónleikunum í áttunda sinn, og hefur hún komið fram öll árin sem tónleikarnir hafa verið haldnir. Allir sem komið hafa að tónleika- haldinu gefa vinnu sína til fulls. Auk tónlistarmanna hefur Háskólabíó lagt til aðstöðuna og allir tæknimenn og aðrir starfs- menn tónleikanna gefa vinnu sína. Árlega greinast að meðaltali tíu til tólf börn og unglingar 18 ára og yngri með krabbamein á Íslandi. Markmiðið með stofnun SKB var meðal annars að styðja við bakið á þeim og aðstandend- um þeirra fjárhagslega og félags- lega. Styrktartónleikar popptón- listarmanna á undanförnum árum hafa skipt miklu máli í starfi félagsins. 17 milljónir hafa safnast síðustu átta ár Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur óskað eftir upplýsingum frá þremur sveitarfélögum um það hvernig þau ætli að bregðast við viðvarandi halla á rekstri sveitarsjóðs og hver þróunin var árið 2006 í samanburði við fjárhagsáætlun ársins. Um er að ræða Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarkaupstað og Skaga- fjörð. Nefndin hefur kannað sérstak- lega fjárhagsstöðu sveitarfélaga á Austurlandi og lagt til við sveitarstjórnir Breiðdalshrepps og Djúpavogshrepps að þær undirriti samning um fjárhags- legar aðgerðir og eftirlit. Þá verða fjármál Seyðisfjarðar áfram til skoðunar vegna viðvarandi halla. Fjármál Vestmannaeyjabæjar hafa einnig verið til skoðunar. Þrjú beðin um upplýsingar Ólafur Ragnar Grímsson forseti afhenti viður- kenningu Alþjóðahúss, Vel að verki staðið, 29. desember. Viðurkenningin á að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í málefnum innflytjenda. Viðurkenningin var veitt í fjórða skipti. Að þessu sinni fékk Morgun- blaðið verðlaun fyrir vandaðar og uppbyggilegar greinar um málefni innflytjenda, séra Miyako Þórðarson fyrir braut- ryðjendastarf í þágu heyrnar- lausra og Anna Guðrún Júlíus- dóttir fyrir uppsetningu og vinnu við Fjölmenningarvef barna. Verðlaun fyrir jákvætt starf Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra bauð öllum þeim sem tóku þátt í aðgerðum á strandstað flutningaskipsins Wilson Muuga til móttöku í ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu fyrir helgi. Tilefnið var að fagna því að bráðaaðgerðum til að forða mengunarslysi lauk á fimmtudag, en þá var megninu af olíunni í tönkum skipsins dælt úr þeim. Alls tóku aðgerðirnar um þrjátíu klukkustundir. Um níutíu og fimm tonnum af olíu var dælt í land en tíu til fimmtán tonn eru eftir í skipinu. Losun á þeim kallar á annars konar aðgerðir. Fagna lokum bráðahreinsunar Nítján manns létu lífið vegna götuofbeldis í Rio de Janeiro í Brasilíu síðustu daga ársins 2006. Sá seinasti lést á spítala í gær af brunasárum, en hann var í langferðabíl sem glæpamenn báru eld að. Sjö aðrir létust af brunasárum sínum. Lögregla sem réðst gegn gengjum í fátækrahverfum banaði fimm mönnum sem grunaðir voru um að vera meðlimir glæpagengja í tveggja klukkutíma löngum skotbardaga í gærmorgun. Viðbúnaður lögreglu hefur verið aukinn vegna ofbeldisins í fátækrahverfum borgarinnar. Átta létust af brunasárum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.