Fréttablaðið - 02.01.2007, Page 41
ÍFréttablaðinu 11.12. svarar Jón Valur Jensson guðfræðingur
grein minni í Fréttablaðinu 21.11.
síðastliðinn er bar heitið Trú, trú-
arbrögð og vísindi. Ég var farinn
að halda að enginn af öllum þess-
um „guðfræðingum“ þessa lands
vildi tjá sig um þær fullyrðingar er
ég sagðist hafa aflað mér og setti
þarna fram. Jón Valur segir Guð
lifandi og „persónulegan“. Lifandi
er „hann“ efalaust, öll orka er lif-
andi, minn skilningur er að „Guð“
sé orka sem innihaldi allt milli
himins og jarðar, og að á himni og
jörðu sé meira en heimspeki okkar
geti ímyndað sér.
Jón Valur gefur lítið fyrir full-
yrðingar er ég sagðist hafa aflað
mér og segir þær úr mínu eigin
hugskoti, það er ekki svo, þó þær
hljómi þægilega í eyrum mínum,
eins og fullyrðingar „spámanna“
Biblíunnar láta í eyrum Jóns. Jón
Valur segir mig gera tilraun að
setja eitthvað fram sem ég álíti að
sannleik. Eitthvað hefir grein mín
farið illa í Jón og að ég spari ekki
algyðisfullyrðingar um alheims-
orku og sameðli allra hluta og að
Guð hafni greinarmuni „rétts“ og
„rangs“ og að enginn eigi yfir höfði
sér eilífa útskúfun (í helvíti).
Að segja að eitthvað sé rétt eða
rangt er að segja hlutina svarta eða
hvíta og ekkert þar á milli, þetta er
kallað ofstæki í daglegu tali. Mér
hefir heyrst að prestar og guðfræð-
ingar hafi verið sammála um að
Guð hafi gefið okkur frjálsan vilja,
hvaðan hafa þeir fengið þá hug-
mynd að þessi algóði Guð fari að
senda okkur til Helvítis til að
brenna í eilífum eldi, ef okkur tekst
ekki vel upp í fyrstu tilraun okkar í
lífinu, ekki hygg ég að Jón vildi
fara þannig að með sín afkvæmi.
Þær fullyrðingar er ég setti fram í
grein minni eru úr bókaflokknum
Samræður við Guð, ritaðar af
Neale Donald Walsch, sú fyrsta
kom út árið 1995, ég vísa á bók
númer 4 er heitir Nýjar opinberan-
ir. Þessar bækur eru í flestum
bókasöfnum. Ég hvet alla er hafa
áhuga á andlegum efnum að lesa
þessar bækur, og sérstaklega
presta og guðfræðinga svo að þeir
geti kynnt sér það nýlegasta í þeim
efnum, en séu ekki ennþá að grúska
í eldgömlum sögnum og fullyrðing-
um er voru settar í letur um 350
árum eftir að þeir atburðir áttu sér
stað er verið er að tala um, það þarf
ekki klukkutíma til að munnmæli
fari algjörlega á hvolf í meðförum
ólyginna hvað þá 350 ár.
Ég er viss að hvorki Jón né
nokkur annar fer í alda gömul skjöl
til að afla sér nýjustu frétta um eitt
og annað, þannig hlýtur það að vera
í þessu tilfelli. Jón segir að tölusett
atriði 1, 2, 4 og 5 í grein minni, rek-
ist ekki á afstöðu hans (eftir því
hvernig þau eru tekin)
1: Guð hefur aldrei hætt að tala
við menn milliliðalaust, hefir gert
það frá fyrstu tíð og gerir enn. Því
skyldi hann ekki tala við mig, Jón
eða Donald Walsch eins og fullyrt
er í Biblíunni að hann hafi rætt við
hina svokölluðu spámenn?
4: Guð þarfnast einskis, æskir
einskis til að vera ánægður því
hann er ánægjan sjálf. Þess vegna
æskir hann einskis af neinum eða
neinu í alheiminum. Hvaðan koma
fullyrðingar um að við eigum að
gera hitt og þetta til að þóknast
Guði svo hann verði ánægður?
5: Guð er ekki einstök ofurvera
sem lifir einhvers staðar í alheim-
inum eða utan hans, og hefur ekki
sömu tilfinningaþarfir eða býr við
sama tilfinningarót og menn. Það-
sem-Guð-er verður ekki sært eða
skaddað á neinn veg og þarf því
ekki að leita hefnda eða refsa. Þetta
atriði segir Jón ekki rekast á
afstöðu sína, eftir því hvernig það
er tekið, (vantar skýringu) en skýt-
ur sig svo óðara í fótinn með því að
vitna í Bíblíuna og „spámennina“
þar sem Guð boðar refsingar og
dóma til hægri og vinstri er hann
komi að vitja sauða sinna, lifandi
og einnig þeirra sem hafa legið í
gröfum sínun síðustu 2000 ár (full-
yrðingar Boðunar kirkjunarinnar).
Jón segir að meginkenning um
Guðdóminn sem ég set fram í grein
minni og eru byggðar á fullyrðing-
un fyrrnefndra bóka séu fjarri því
að vera kristin, þar fór í verra, að
nýlegar upplýsingar Guðs til Don-
alds og okkar eru ekki kristin. Jón,
hvað er að vera kristinn? Er það að
halda sig
við gamlar
sagnir og
afneita öllu
öðru? Það
þarf eitt-
hvað mikið
til að fólk
geti komið
sér saman
til að lifa í
sátt og sam-
lyndi, þegar
öllum þessum „trúarbrögðum“ er
öll hafa gefist misilla er veifað
framan í fólk og fólk drepið í millj-
ónavís í krafti þeirra í gegnum ald-
irnar og á síðustu dögum.
Ég sé ekki að Jón eða aðrir guð-
fræðingar verði þeir sættarar er
duga meðan þeir halda sig við það
að Biblían sé Guðs orð, bók sem var
samansafn 350 ára munnmæla-
sagna er valdhafar þeirra tíma létu
safna saman til að geta tuktað eftir
sínu höfði, hina guðhræddu og hjá-
trúarfullu þegna sína. Biblían er að
mínu áliti ekki orð Guðs frekar en
að Íslendingasögurnar séu orð
Guðs.
Eftir lestur minn á bókunum
Samræður við Guð annars vegar og
hins vegar tilvitnanir presta í Biblí-
una og lítilsháttar lestur að auki og
lestur Kóransins sem ég hvet fólk
að lesa, er borðliggjandi mikill
munur á skilningi og framsetningu
þessara rita hvernig við nálgumst
lokatakmark okkar hér á jörðu sem
er kærleikur og umgengni við allt
og alla á þeim nótum, en ekki hams-
laus trúarbragða og efnishyggja.
Jón kallar grein mína „gagnsemis-
hyggju“ (pragmatisma) og er ef til
vill að gefa í skyn að um henti-
stefnu sé að ræða sem láti þægi-
lega í eyrum og að menn þurfi ekki
að standa skil á gerðum sínum, þar
sem þeir þurfi ekki að óttast reiði
neins. Lífið er ekki svo einfalt, það
byggist á orsökum og afleiðingum
menn uppskera eins og þeir sá,
menn dæma sig sjálfir með
umgengni sinni, Kom þú fram við
aðra eins og þú vilt að komið sé
fram við þig, ef þú villt vera sjálf-
um þér samkvæmur.
Höfundur er leigubílstjóri í
Keflavík.
Glansmynd eða guðsmynd