Fréttablaðið - 02.01.2007, Síða 45
Þú gengur í Bónusklúbbinn og færð einn tíma með
einkaþjálfara sem kennir þér á tækin og lætur þig fá æfi ngaprógram.
Einnig færð þú bol, vatnsfl ösku og Mættu til að vinna kortið.
Láttu árið 2007 verða æfingaárið þitt!
Hreyfing hjálpar þér að ná markmiðum þínum.
31. janúar er síðasti skráningardagur.
Vertu með!
Þú mætir a.m.k. einu sinni í viku út mánuðinn
og færð vandað sporthandklæði.
Þú heldur áfram að mæta a.m.k. einu sinni í viku næsta
mánuð og færð fl ott hálsband fyrir lykla eða gsm-síma.
Þú mætir áfram a.m.k. einu sinni í viku þriðja mánuðinn
og færð í lokin vandaða íþróttatösku.
Að þessu loknu ertu komin/n yfi r erfi tt byrjendatímabil
og komin/n á beinu brautina í líkamsrækt.
Leitaðu frekari upplýsinga á www.hreyfi ng.is
eða í síma 414 4000.
Það er ekki óvenjulegt að leikarar
í Hollywood fái að halda einhverj-
um leikmunum eða búningum eftir
þegar á tökum á myndum er lokið.
Halle Berry hefur greinilega feng-
ið að halda gúmmíbúningnum sem
hún klæddist sem Storm í X-Men
myndunum, en hún greindi nýlega
frá því í viðtali við Ebony Maga-
zine að hún noti búninginn til að
lífga upp á sambandið við kærast-
ann Gabriel Aubry. Berry sagði
víst að þó að persónan stundi ekki
kynlíf í myndunum geri hún það
oft heima hjá sér.
Klæðist
gúmmíi í
rúminu
Justin Timberlake neitaði að fara í
leiklistartíma til að undirbúa sig
fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni
Alpha Dog. Þess í stað ákvað hann
að notast alfarið við þá þjálfun
sem hann fékk sem krakki. Söngv-
arinn kunni leikur mann sem
ásakaður er um að myrða táninga.
Hann er ánægður með að takast á
við svo krefjandi hlutverk. „Ég
lærði leiklist þegar ég var krakki
og reyndi bara að nota það sem
mest. Það virkaði vel,“ segir Tim-
berlake sem leikur á móti Bruce
Willis og Sharon Stone í mynd-
inni.
Neitaði að
læra leiklist
Bítillinn Sir Paul
McCartney er einn
af auðugustu mönn-
um Bretlands. Þrátt
fyrir það finnst
honum hreinasta
synd að eyða pening-
unum sínum í rán-
dýra antíkmuni.
McCartney hefur
þess í stað oft fundið
sér stofustáss sem
annað fólk hefur
hent út í tunnu.
Hann segist hafa
fundið nokkra gull-
mola undanfarið, til
að mynda seglbát.
„Ég er bara
þannig náungi að ég
kann ekki við að sjá
hluti í ruslinu. Þegar
ég geng fram hjá
ruslatunnu hugsa ég
oft hvort ég gæti
ekki notað þetta eða
hitt. Bara í gær
þurfti að draga mig
frá einni slíkri svo
að ég færi ekki að
gramsa,“ segir
McCartney.
Ríki Bítillinn
gramsar í ruslinu
Það hefur lítið heyrst frá banda-
rísku rokksveitinni System of a
Down síðustu mánuði. Sveitin
sendi frá sér tvær vinsælar plötur
árið 2005 en frá því um mitt síð-
asta ár hefur bandið verið í pásu.
Liðsmenn sveitarinnar segjast
ekki hafa tekið ákvörðun um að
hætta, en tónlistarleg framtíð
þeirra sé óljós.
John Dolmayan, Daron Mala-
kian, Serj Tankian og Shavo
Odadjian hafa ákveðið að vinna að
eigin verkefnum um hríð. Söngv-
arinn Tankian telur að þessi pása
hafi verið löngu tímabær. „Mig
hefur langað að gera sólóplötu í
mörg ár en það hefur ekki gefist
neinn tími. Síðustu ellefu ár
höfum við allir verið kvæntir
þessari hljómsveit og nú viljum
við taka okkur hlé. Ég veit í raun
ekki hvort System of a Down er
búin að vera. Kannski mun okkur
langa að gera aðra plötu eftir
nokkur ár. Það er ómögulegt að
segja núna. Við verðum bara að
komast að því í framtíðinni.“
Óljós framtíð System of a Down