Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 50
Máni kennir fjölbreytta og skemmtilega tíma þar sem aðal markmiðið er að hreyfa sig og hafa gaman af því. Vertu með og láttu skrá þig strax í dag í síma 414 4000 eða með tölvupósti afgreidsla@hreyfi ng.is. Nánari upplýsingar um námskeiðið er einnig að fi nna á www.hreyfi ng.is Stott Pilates kerfi ð þjálfar fl ata og sterka kviðvöðva. Jafnvægi á milli styrk- og teygjuæfi nga framkallar langa, granna vöðva og auðveldar hreyfi ngar. Stöðug áhersla á öndun bætir súrefnisfl æði í blóði, bætir blóðfl æði til heilans sem eykur einbeitingu og vellíðan. 8 vikna námskeið hefst 8. janúar Byrjenda- og framhaldshópar Hefst 8. janúar Renée Zellweger hefur strengt það nýársheit að hafa betri stjórn á ástarlífinu þetta árið. Zellweger var á lausu allt síðasta ár eftir hörmulegt ár þar á undan. Þá gift- ist hún kántrísöngvaranum Kenny Chesney en það hjónaband entist einungis í fjóra mánuði. Nú ætlar leikkonan að taka sig á. „Einkalíf- ið verður í betri skorðum í ár. Svo ætla ég að elda mikið og hugsa vel um köttinn minn.“ Betra ár í ástamálunum Leikkonan Kate Beckinsale segist hreinlega elska að sýna líkama sinn. Nýlega var hún með annað brjóstið úti í viðtali við japanskan blaðamann og nú við- urkennir hún fús- lega að það hafi ekki verið í fyrsta skiptið. „Ég held reyndar að ég hafi skelft þennan blaðamann full mikið,“ segir Beckinsale og hlær að uppátækjunum í sjálfri sér. Finnst gaman að striplast Nokkrum dögum fyrir jól var kvikmyndaleikstjórinn Gus Van Sant handtekinn fyrir ölvunarakstur. Gus bætist í stóran hóp frægðar- menna sem tekin hafa verið fyrir ölvunarakstur. Frétta- blaðið rifjaði upp sögur af frægum stútum við stýrið. Sjónvarpsstjarnan Nicole Richie var á dögunum tekin ölvuð á bíl, en hún hafði þá keyrt á röngum vegarhelmingi í dágóðan tíma. Nicole neitaði auðvitað að hafa verið ölvuð og sagðist hafa verið nýbúin að taka verkjalyf, sem hafi greinilega verið of sterk. Þetta er í annað sinn sem Nicole hefur verið tekin, en áður var hún tekin undir stýri með kannabisefni í fórum sínum. Nú gæti hún átt yfir höfði sér fangelsis- dóm. Vinkonur Richie, þær Tara Reid og Paris Hilton, hafa líka verið teknar fyrir að keyra undir áhrifum. Fleiri þokkagyðjur hafa lent í óhöppum í umferðinni, en Halle Berry stakk af eftir að hafa lent í árekstri fyrir nokkrum árum. Ekki er þó vitað hvort hún hafi þá haft vín um hönd. Ólíklegri aðilar hafa einnig verið teknir ölvaðir og ber þar hæst barnastjörnuna Haley Joel Osmond, sem var tek- inn aðeins 17 ára gamall. Kvikmyndaleikstjórar hafa gjarn- an verið duglegir við að keyra undir áhrifum en eins og þekkt er var leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson handtekinn í sumar eftir að hafa þeyst um götur Malibu ölvaður. Mel brást hinn versti við þegar hann var handtekinn og kenndi gyð- ingum um allt saman, líka stríð heimsbyggð- arinnar. Oliver Stone hefur í tvígang verið handtekinn undir stýri. Bæði fullur og undir áhrifum kanna- bisefna, en í seinna skiptið hafði hann einnig efni í fórum sínum. Nú síðast var það Van Sant sem var hand- tekinn. Í Hollywood eru góð- kunningjar lögreglunnar til, eins og annars staðar. Hasarmyndaleikarinn Jean Claude Van Damme var eitt sinn þekktur fyrir heil- brigðan lífsstíl og hraustlegt viðmót, en það breyttist fljótt eftir að leikarinn var tekinn ölvaður á bifreið sinni. Í kjölfarið fór hann í meðferð vegna fíknar sinnar á kókaíni og vinsældir hans dvínuðu fljótt. Daniel Baldwin, sem er elstur þeirra Baldwin-bræðra, lenti svo í því að deyja áfengisdauða við stýrið með þeim afleiðingum að hann klessti á. Þeir Robert Downey Jr. og Nick Nolte hafa einnig gerst brotlegir, með áfengi í annarri og stýri í hinni. Stórrreykingamaðurinn Harry Bretaprins hefur ákveðið að hætta að reykja nú um áramót- in. Harry, sem er 22 ára, er þekktur fyrir að reykja um það bil pakka af sígarettum á hverju kvöldi. Þessi ákvörðun hans er talin munu gleðja Karl föður hans mikið, en Karl hefur ætíð verið mikið á móti reykingum sonar síns. „Harry reynir að láta ekki sjá sig með sígarettu á almanna- færi. En bak við luktar dyr og í partíum er hann alltaf með sígar- ettu í kjaftinum. Hann elskar að fá sér í glas og þetta virðist fara vel saman hjá honum. Pabbi hans er alltaf að skammast í honum fyrir þetta,“ segir heimildarmaður The Sun hjá kon- ungsfjölskyldunni. Harry prins byrjaði að reykja þegar hann var 14 ára í Eton-skól- anum. Ástæðan fyrir því að hann ákveður að hætta núna er sú að reykingabann verður sett í her- num, þar sem Harry er liðsfor- ingi, í mars. Þessa dagana er Harry í Mósambík með kærustu sinni, Chelsy Davy. Harry flýg- ur heim á föstudag og þá kemst hann að því hvort herfylki verður sent til Írak. Harry prins hættir að reykja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.