Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 56
Brett Favre felldi tár eftir leik
Green Bay Packers og Chicago
Bears í NFL-deildinni í ameríska
fótboltanum á gamlársdag. Favre
er fyrir löngu orðinn goðsögn hjá
Packers.
„Ef þetta er minn síðasti leikur,
vil ég minnast hans vel. Þetta er
erfitt. Ég elska þessa stráka, ég
elska þessa íþrótt. Það yrði frá-
bært að kveðja þessa íþrótt í þessu
frábæra liði. Ég gæti ekki beðið
um betri leið til að enda ferilinn,“
sagði Favre, sem neitaði að svara
því hvort hann væri búinn að gera
upp hug sinn hvort hann væri
hættur eða ekki.
Favre er á leiðinni í aðgerð
vegna þrálátra meiðsla á ökkla en
hann er aðeins sjö snertimarka-
sendingum frá meti Dan Marino,
sem eru 420 sendingar. Hann er
einnig jafn Marino í öðru sæti yfir
flesta unna leiki á ferlinum 147
talsins, og á aðeins einn leik í að
jafna met Johns Elway. Favre er
almennt talinn vera einn besti,
litríkasti og skemmtilegasti leik-
maður NFL-deildarinnar.
Green Bay fær bæði nýjan
þjálfara og nánast nýja sóknarlínu
fyrir næsta ár og eftir erfiða
aðgerð núna eftir tímabilið hjá
Packers þarf Favre að ákveða
hvort hann bindur enda á feril
sinn eða heldur áfram í eitt tíma-
bil til viðbótar.
NFL-deildarkeppninni lauk um
helgina og er æsispennandi
úrslitakeppni fram undan. Fjögur
lið sitja hjá í fyrstu umferð, San
Diego Chargers, Baltimore
Ravens, New Orleans Saints og
Chicago Bears. Þessi fjögur lið
koma svo inn eftir fyrstu umferð
úrslitakeppninnar og taka þá við
hefðbundin átta liða úrslit.
Leikurinn um sjálfa Ofurskál-
ina, „Superbowl“ fer svo fram
sunnudaginn 4. febrúar í Flórída.
Brett Favre að binda enda á glæstan feril
Dwyane Wade er fædd-
ur árið 1982 í Chicago en það var
ekki fyrr en hann stækkaði um tíu
sentimetra eftir fyrsta árið sitt í
miðskóla að hann fór að sýna
afburðahæfni í körfubolta. Hann
er mjög trúaður og þakkar Guði
fyrir alla sína hæfileika en hann
bætti stigametið í skólanum
sínum, H.L Richards í Chicago, á
lokaári sínu þar þegar hann skor-
aði 676 stig á einu tímabili, eða 27
stig að meðaltali í leik. Wade skar-
aði einnig fram úr í frjálsíþróttum
í skólanum.
Wade fór svo í háskólann
Marquette í Milwaukee þar sem
hann spilaði ekki körfubolta fyrsta
árið vegna vandræða í námi. Þegar
hann gat byrjað að spila varð hann
samstundis stigahæsti leikmaður
Golden Eagles-háskólaliðsins með
17,8 stig að meðaltali í leik og hann
bætti um betur tímabilið þar á
eftir þegar hann leiddi Ernina í
úrslit háskólakörfuboltans í fyrsta
skipti síðan 1977 þegar hann skor-
aði 21,5 stig að meðaltali.
Eftir frábært tímabil var Wade
svo valinn fimmti í nýliðavalinu í
NBA þegar hann gekk í raðir
Miami Heat, án þess að klára
háskólann sem mun hengja upp
treyjunúmer Wades í febrúar
næstkomandi vegna magnaðs
árangurs með skólanum. Í ungu
liði Miami spilaði Wade vel á sínu
fyrsta ári, skoraði sextán stig að
meðaltali í leik, tók fjögur fráköst
og sendi fjórar stoðsendingar að
meðaltali í leik. Aðrir nýliðar
stóðu sig þó enn betur og því var
Wade í skugganum af þeim, sér-
staklega LeBron James og Carm-
elo Anthony.
Eftir komu Shaquille O´Neal
fyrir annað tímabil Wades, 2004-
2005 tímabilið, risu allar tölur
kappans sem festi sig í sessi sem
einn allra besti ungi leikmaður
deildarinnar. Í fyrstu umferð
úrslitakeppninnar 2005 varð Wade
aðeins sjöundi leikmaðurinn í sögu
NBA til að skora yfir 25 stig að
meðaltali í leik. Í næstu umferð
skoraði hann svo yfir 31 stig að
meðaltali, meðal annars 40 og 36
stig í leikjum tvö og þrjú þrátt
fyrir að spila fárveikur og meidd-
ur á hné.
Á tímabilinu á eftir, 2005-2006,
var Wade enn og aftur magnaður,
með 27,2 stig að meðaltali í leik í
deildinni. Wade leiddi Miami svo
alla leið í úrslitaeinvígið í NBA
keppninni á síðasta tímabili þar
sem liðið mætti Dallas Mavericks.
Eftir tvö töp skoraði Wade 42, 36
og 43 stig í næstu þremur leikjum
og kom Miami í forystu. Miami
vann svo síðasta leikinn og þar
með NBA-meistaratitilinn og var
Wade valinn verðmætasti leik-
maður úrslitakeppninnar. Í henni
varð hann þriðji stigahæsti leik-
maður í sögu NBA með 34,7 stig að
meðaltali í leik. Á yfirstandandi
tímabili er Wade svo á meðal stiga-
hæstu leikmanna deildarinnar,
með 27,5 stig að meðaltali, nú
þegar tímabilið er hálfnað.
„Hann sprengdi alla skala á
árinu,“ segir Stan van Gundy, fyrr-
um aðalþjálfari Miami og núver-
andi ráðgjafi liðsins um Wade. „Í
sex vikur spilaði hann leikinn nán-
ast betur en nokkur annar hefur
gert. Ég held að Michael Jordan
hafi aldrei átt betri úrslitakeppni.
Hann er besti leikmaður deildar-
innar í dag, leiðtogahæfileikar
hans gera hann að því. LeBron
James, Kobe Bryant og Carmelo
Anthony eru frábærir en Wade er
bara bestur.“
Wade var nýlega valinn íþrótta-
maður ársins af hinu virta tímariti
Sports Illustrated, sem þykir mik-
ill heiður, sér í lagi fyrir 24 ára
gamlan strák sem hefur þó þegar
náð að skara fram úr á sínu sviði.
NBA-körfuboltinn sá nýja stjörnu skína hvað skærast á nýliðnu ári. Dwyane Wade átti ótrúlegt ár þar sem
hann leiddi Miami Heat til meistaratitilsins. Wade hefur nánast alltaf staðið upp úr í körfuboltanum.
Ítalíumeistarar Inter
hyggjast styrkja miðjuna hjá sér
og samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu
líta þeir til spænska liðsins Real
Madrid þar sem þeir hafa áhuga á
að fá þá Mahamadou Diarra og
David Beckham. Forráðamenn
Al-Ittihad frá Sádi-Arabíu halda
því fram að þeir muni fá Luis
Figo frá Inter í næstu viku og ef
það reynist rétt er líklegt að
ítalska liðið fái sér nýja leikmenn
á miðsvæðið.
Diarra var keyptur til Real
Madrid frá Lyon í sumar en eftir
að hafa lent í deilum við Fabio
Capello, þjálfara Madrídinga, var
hann settur út úr liðinu. Hann lék
ekki í 3-0 tapi fyrir Recreativo
Huelva í kjölfarið en spænska
liðið gaf út þá skýringu að
leikmaðurinn var meiddur.
Ætla að styrkja
miðsvæðið
Darren Williams, leikmaður
Denver Broncos í ameríska
fótboltanum, var skotinn til bana
snemma á nýársmorgun. Williams
var 24 ára og var farþegi í
limósínu sem var að keyra um
miðbæ Denver þegar skot sem
kom frá manni í öðru ökutæki
hitti hann. Tveir aðrir farþegar
slösuðust í skotárásinni. „Við
erum algjörlega orðlaus, þetta er
hræðilegur harmleikur,“ sagði
Jim Saccomano, talsmaður
Broncos.
Atburðurinn átti sér stað
nokkrum klukkustundum eftir að
Broncos töpuðu fyrir San
Francisco 49ers í framlengdum
leik og liðið komst því ekki í
úrslitakeppni NFL-deildarinnar.
Williams var á sínu öðru tímabili
með Broncos en á árinu 2006 var
hann fjórum sinnum í byrjunar-
liðinu.
Leikmaður
skotinn til bana
Phil Jagielka, leikmaður
Sheffield United, hefur sagt að
leikmenn Arsenal hafi neitað að
taka í höndina á sér eftir óvæntan
sigur Sheffield 1-0 í ensku úrvals-
deildinni á laugardag. Jagielka
leikur sem útispilari en hann
þurfti að fara í markið í viðureign
liðanna og náði að halda hreinu
þær 35 mínútur sem hann lék þar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Jagielka bregður sér í markið í
miðjum leik og þegar Paddy
Kenny, markvörður Sheffield
United, þurfti að yfirgefa völlinn
á 60. mínútu voru honum réttir
hanskarnir.
Þennan rúma hálftíma sem
Jagielka stóð í markinu gekk
Arsenal erfiðlega að láta reyna á
hann og þurfti hann aðeins einu
sinni að taka á honum stóra sínum,
varði þá vel skot frá Robin van
Persie. Heimamenn voru ekki
sáttir við viðbrögð leikmanna Ars-
enal eftir leikinn þó Jagielka segði
að þau hefðu ekki komið sér á
óvart. „Ef þeir vilja hegða sér eins
og smákrakkar eigum við að leyfa
þeim að vera stórir smákrakkar.
Þetta er bara eitthvað sem við
búumst við núna frá Arsenal, þetta
er ekki í fyrsta sinn sem þeir
hegða sér svona.“
Jagielka segir að Arsenal-menn
hafi ekki sýnt íþróttamannslega
framkomu eftir leik. „Þeir neituðu
að taka í höndina á mér. Svona
getur gerst þegar þú hefur svona
marga erlenda leikmenn sem
þekkja ekki hörkuna í enska bolt-
anum. Auðvitað skil ég að það hafi
verið þeim mikil vonbrigði að tapa
leiknum en þeir hefðu mátt sýna
íþróttamannslega hegðun eftir
leikinn,“ sagði Jagielka.
Leikmenn neituðu að taka í höndina á mér
Stilian Petrov segir að
Aston Villa gæti átt erfiða tíma
fram undan á seinni helmingi
tímabilsins ef liðið styrkir sig
ekki í félagaskiptaglugganum.
Villa heldur áfram að hrapa niður
töfluna í ensku úrvalsdeildinni en
í síðasta leik tapaði það fyrir
Charlton og mætir Englands-
meisturum Chelsea í kvöld. Liðið
hefur ekki landað sigri í síðustu
níu leikjum. Petrov var keyptur
frá Celtic síðasta sumar en hann
segir að Villa þurfi að fá fleiri
leikmenn.
„Okkur skortir ákveðinn
stöðugleika því við virðumst bara
spila vel annan hálfleikinn. Nú er
félagaskiptaglugginn að opnast
svo ég vona að knattspyrnustjór-
inn og eigandinn fái nýja
leikmenn til að gera okkur að
betra liði. Þegar ég var fenginn til
liðsins var sagt að metnaðurinn
væri mikill svo ég bíð,“ sagði
Petrov.
Þarf að styrkja
liðið talsvert