Fréttablaðið - 02.01.2007, Page 62

Fréttablaðið - 02.01.2007, Page 62
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ... fær Eiríkur Karlsson sem staðið hefur vaktina í flugelda- sölu Hjálparsveitar skáta í 38 ár. „Það var bara afskaplega fín stemning í stofunni hjá mér á gaml- árskvöld,“ segir Þorsteinn Guð- mundsson, leikari og einn af hand- ritshöfundum Áramótaskaupsins. „Þetta virðist að minnsta kosti hafa fallið í kramið hjá mínu fólki. Ég las á Vísi að um 97 prósent þjóðar- innar hefðu horft á skaupið og held að það sé frekar sundurleitur hópur, þannig það er ekki hægt að ætlast til að allir hafi haft gaman af en ég hef hing- að til bara fengið góð viðbrögð,“ segir Þorsteinn og bætir við að það sé viss áfangi á ferlinum að búa til áramótaskaup. „Þetta er kannski eitthvað sem maður þarf að ganga í gegnum.“ Þorsteinn skemmti lands- mönnum ekki aðeins í skaupinu á gamlárskvöld því fyrr um kvöld- ið birtist auglýsing frá Kaup- þingi þar sem Þor- steinn lék á móti enska leikaranum John Cleese. „Við fórum til Hollywood og gerðum nokkrar auglýsingar með honum fyrir jólin og ætlum að sýna Íslendingum að minnsta kosti þrjár auglýsingar með honum.“ Þorsteinn hefur lengi haft dálæti á Cleese og viðurkennir að það hafi verið dálítið stressandi að hitta hann. „Þetta er goðsögn í grínheiminum og hefur gert stór- kostlega hluti. Hann er hins vegar fínn í viðkynningu, dálítið alvar- legur. Það kom mér á óvart hvað hann tekur vinnuna gríðarlega alvarlega. Vildi alltaf vera að bæta handritið, tala um það og æfa sig. Ég held ég hafi aldrei hitt jafn mikinn fagmann, hann tekur grín- inu ekki af neinni léttúð.“ John Cleese tekur grínið alvarlega „Pjúsari nýtur unaðssemda hins tæknivædda heims,“ segir Lára Stefánsdóttir kennari, sem skipar þriðja sæti á lista Samfylkingar- innar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar í vor og er jafn- framt æviráðinn forseti íðilstjórn- ar Pjúsarafélags Íslands. Lára er titluð pjúsari í síma- skránni, en samkvæmt heimasíðu Pjúsarafélags Íslands, www.pjus. is, er markmið félagsins að veita núverandi og upprennandi pjúsur- um stuðning til áframhaldandi pjúss. Félagið er sprottið upp úr upp- hafi internetvæðingar Íslands. „Ég tók þátt í því að stofna Íslenska menntanetið á sínum tíma og barð- ist fyrir því að það yrðu opnaðar spjallrásir á Íslandi til að ungt fólk úr hinum ýmsu skólum gæti spjallað saman á netinu,“ segir Lára. „Mér fannst eðlilegt eins og staðan var þá að ég liti til með þeim og var því dálítið á spjallrás- unum með þeim. Eitt kvöldið kvaddi ég þau með orðunum: Kúldrist nú og knúsist, partíist og pjúsist. Þetta þótti þeim svona rosalega fyndið og þau byrjuðu að nota orðið „pjús“ í miklu magni,“ segir Lára. Pjúsið þróaðist áfram og meðal annars Lára samdi þjóðsöng pjús- ara. Árið 1998 var Pjúsarafélag Íslands loks formlega stofnað. Margar hefðir eru innan félags- ins og eiga pjúsarar sér meira að segja eigin orðabók. „Við höldum svo aðalfundinn okkar árlega á Ruby Tuesday þar sem okkur ber að panta alla eftirrétti á matseðl- inum,“ segir Lára. Lára skipar 3. sæti framboðs- lista Samfylkingarinnar í Norð- austurkjördæmi fyrir komandi kosningar. „Það er sannarlega kominn tími á pjúsara á þing,“ segir Lára. „Kúldur, knús, partí og pjús munu aukast af miklum mun í þingheimi.“ Lára hefur unnið við tölvur frá því á níunda áratugnum og segir marga vera hissa á því að mið- aldra amma þekki eitthvað til tækninnar. Aðspurð hvort hún væri aldursforseti félagsins, segir Lára það ekki vera mikilvægt í augum pjúsara. „Aldur skiptir okkur ekki máli. Við erum bara nördar.“ Hvernig fannst þér Áramótaskaupið?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.