Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 27
Þegar hjónin Jórunn Friðjóns- dóttir og Thor Thors heimsóttu dóttur sína sem var við leik- listarnám í Tékklandi féllu þau gjörsamlega fyrir landi og þjóð. Nú, fimm árum síðar, hafa þau opnað fallega sumarbústaði stutt frá Prag og geta ekki beð- ið eftir að bjóða Íslendingum upp á tékkneskar útivistarperl- ur, menningu og golf. „Á ferð okkar um Tékkland rák- umst við á húsarústir frá aldamót- unum 1900 í bænum Cejkovice í Bæheimi og ákváðum að láta gamlan draum rætast. Við rifum gömlu húsin og byggðum ný en héldum grunninum,“ segir Jórunn Friðjónsdóttir, sem ásamt eigin- manni sínum Thor Thors rekur Czech Lodging, fjögurra stjörnu gistibústaði með ráðstefnu- og veisluaðstöðu fimmtíu kílómetra frá Prag í Tékklandi. „Þetta eru fjögur níutíu fer- metra heilsárshús fullbúin hús- gögnum og arni, ásamt húsi í Hans og Grétu stíl,“ segir Jórunn bros- andi og bætir við: „Bústaðirnir henta jafnt fjölskyldum og vina- hópum ásamt fyrirtækjum og ráð- stefnuhaldi.“ Tékkar eru mikið útivistarfólk og að sögn Jórunnar hentar svæð- ið vel til hjólreiða, gönguferða, kajakróðurs og golfiðkunar enda er eitt besta golfsvæði landsins aðeins í tuttugu mínútna fjar- lægð. Tékkneski aðallinn hefur lengi verið búsettur í Bæheimi og einn sögufrægasti kastali Tékklands, Cesky Sternberk, frá 14. öld er þar. Steinsnar frá bústöðunum er síðan að finna eina stærstu versl- unarmiðstöð Mið-Evrópu fyrir þá sem vilja nýta fríið og komast í verslunarferð. Dóttir Jórunnar og Thors, Stef- anía Thors leikkona, er mikið í Tékklandi þar sem hún aðstoðar foreldra sína við framkvæmdirn- ar en Jórunn segir að tékkneskan sé ekki lengur hindrun. „Við getum alveg bjargað okkur í kaupfélaginu hérna og skiljum nánast allt núorðið,“ segir Jór- unn. Bústaðirnir eru leigðir viku í senn á sumrin frá 1. júní og fram í september, en skemur utan háannatíma. Vikan kostar frá 430 evrum eða um fjörutíu þúsund krónur fyrir hvern bústað. Heims- ferðir hefja beint flug til Prag hinn 9. apríl næstkomandi, en Jórunn bendir einnig á að lágfar- gjaldaflugfélög fljúgi frá Kaup- mannahöfn og London allan árs- ins hring. Frekari upplýsingar eru á www.czechlodging.com. Gamall draumur varð að veruleika í Bæheimi Við leggjum okkur fram.Knarrarvogi 2 / Sími 591 4000 / avis.is Nýr flugvöllur í Orlando Bókaðu bílaleigubílinn strax á avis.is Avis býður farþega velkomna í þjónustu okkar á nýjum áfangastað Icelandair í Sanford, Orlando Flórída. Flórída - verð frá 247 USD á viku m.v. flokk A. Innifalið í verði: ótakmarkaður akstur, tryggingar, flugvallargjald, 1 tankur af bensíni, 1 aukabílstjóri og skattar. Sanfordí Flórída Avis er á LEIÐSÖGUTÆKI TIL LEIGU Leigðu GPS leiðsögutæki í bílinn, fáðu kennslu á það hér heima og taktu það með þér til útlanda. Handhægt og mjög einfalt í notkun. P IP A R • S ÍA • 6 0 7 7 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (17.01.2007)
https://timarit.is/issue/272821

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (17.01.2007)

Aðgerðir: