Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 60
40 6,9% 67B A N K A H Ó L F I Ð
Á morgunverðarfundi Lands-
bankans í vikunni um horfur á
hlutabréfamarkaði greindi Edda
Rós Karlsdóttir frá því að eftir
að Seðlabankinn hóf að hækka
stýrivexti fyrir nærri þrem-
ur árum hefði Úrvalsvísitalan
hækkað um 150 prósent. Í fram-
tíðinni endar þessi goðsagna-
kennda saga eflaust í bandarísk-
um kennslubókum um sérkenni-
legar íslenskar undantekningar
á viðteknum hagfræðikenn-
ingum. Nú þegar við búum við
yfir fjórtán prósenta stýrivexti
og hátt raunvaxtastig út árið
spá greiningardeildir bankanna
talsverðri hækkun á hlutabréfa-
verði á árinu, allt að 25 prósenta
hækkun.
Bitlausir vextir HÆSTA ÁVÖXTUN SAMBÆRILEGRA
SJÓÐA SÍÐUSTU 12 MÁNUÐI**
Markmið sjóðsins er að ná hærri ávöxtun
en Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands.
Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir staka upphæð.
Farðu á www.glitnir.is og kláraðu málið.
SJÓÐUR
ÁRSINS
SJÓÐUR 10
– ÚRVAL INNLENDRA HLUTABRÉFA
19,22%
Nafnávöxtun síðustu 12 mánuði m.v. 31.12.2006*
Sjóður 10 er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og
fjárfestingasjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf. Útboðslýsingu og
úrdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum Glitnis eða á www.glitnir.is/sjodir.
* Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð
** Skv. www.sjodir.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
7
9
7
0
„Auðveldara en ég hélt“
Me› flátttöku á E*TRADE í gegnum Landsbankann b‡›st einstaklingum möguleiki á
a› n‡ta sér beint og millili›alaust áhugaver› fjárfestingartækifæri.
Kynntu flér máli› á landsbanki.is e›a hringdu í síma 410 4000.
Íslendingar hyggjast nú athuga
hvort landið geti tekið upp evru
sem gjaldmiðil án þess að ganga
í Evrópubandalagið, sagði í frétt
færeyska útvarpsins í byrjun
vikunnar. Þar var vitnað til orða
Valgerðar Sverrisdóttur utan-
ríkisráðherra um að hún vildi í
fullri alvöru láta skoða mögu-
leikann á upptöku evrunnar án
Evrópusambandsaðildar. „Þetta
hefur hún nefnt áður, en ekki
með jafnafgerandi hætti og nú.
Valgerður Sverrisdóttir telur
að erfitt muni verða að halda
sjálfstæðum gjaldmiðli í litlu
landi með lítið hagkerfi á opna
evrópska markaðnum,“ segir
Útvarp Føroya og greinir frá
því að á Íslandi setji æ fleiri
spurningamerki við það hvort
hér náist stöðgugleiki í efna-
hagsmálum með krónunni og
miklum hagsveiflum.
Færeyingar
fylgjast með
Þær fregnir berast nú utan úr
heimi að bankarisinn Citigroup
hyggi á nýtt nafn. Vatnið verður
vitanlega ekki sótt yfir lækinn
og nýja nafnið mun verða Citi
sem er einföld stytting á núver-
andi nafni. Íslenskir bankar og
fyrirtæki hafa skipt um nöfn
og stundum ráða tískustraum-
ar nafngiftum. Group-viðskeyt-
ið varð afar vinsælt svo lá við
plágu á tímabili. Nú kann tími
styttinganna að renna upp og
hver veit nema íslensku bank-
arnir muni heita Glit, Land og
Kaup áður en yfir lýkur.
Kaup, Land og Glit