Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 6
Fylgist þú með fréttum af Baugsmálinu? Hefur þú tekið strætó á árinu? Hvorugt leikverkið sem nú er á kvöldsýningum á Stóra sviði Þjóðleikhússins laðar að sér mikla áhorfendaskara og renna þau því sitt skeið á enda á næstu vikum. Frá því Stórfengleg var frum- sýnd í lok október hafa 4.511 áhorfendur séð gamanleikritið á samtals fimmtán sýningum. Og 1.742 hafa séð gríski harmleikinn Bakkynjur á sjö sýningum frá því verkið var frumsýnt á annan í jólum. Boðsgestir eru taldir með í áhorfendatölum. „Ég neita því ekki að við vonuð- umst eftir betri tekjum af Stór- fengleg en við þurfum bara að bíta í það súra epli og reyna að jafna það út annars staðar,“ segir Tinna Gunnlaugsdótt- ir þjóðleikhús- stjóri aðspurð hvort þessi dræma aðsókn sé fjár- hagslegt högg fyrir leikhúsið. Tinna segir upphaflegar áætl- anir um að sýna Bakkynjur í sex vikur hafa staðist. Um sé að ræða grískan harmleik sem hafi ekki breiða skírskotun en nauðsynlegt hafi verið að kynna verkið fyrir íslenskum áhorfendum fyrr eða síðar enda um að ræða hluta af sameiginlegum leiklistararfi heimsins: „Vissulega var þetta dýr og stór sýning en hún helst innan fjárhagsáætlana. Það hefði verið gaman ef það hefðu fleiri lagt í að flykkjast í leikhúsið en við lítum svo á að aðsókn hafi verið með ágætum, miðað við að þetta er aftan úr öldum,“ segir Tinna. Frá því sýningum á Bakkynjum og Stórfenglegri lýkur í byrjun febrúar verður aðeins barna- og fjölskylduleikritið Sitji guðs englar á Stóra sviðinu. Að sögn Tinnu verð- ur þá hins vegar bætt við tveimur kvöldsýningum af því verki. Í byrjun mars verður frum- sýndur nýr söngleikur eftir Hug- leik Dagsson. „Við leggjum mikið upp úr því að hann lukkist,“ segir þjóðleikhússtjóri. Ekki fæst upplýstur heildar- kostnaður við Bakkynjur og Stór- fenglega. Leikhúsið greinir aðeins frá kostnaði við leikmyndir, leik- muni, búninga, gervi og þess hátt- ar. Fyrir Stórfenglega nam sá kostnaður tæpum 4,4 milljónum króna og fyrir Bakkynjur ríflega 17,6 milljónum. Bæði leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuður í Bakkynjum eru grískir. „Bakkynjur var dýr sýning í uppsetningu miðað við almennar sýningar á Stóra sviðinu og það var vitað fyrirfram, þegar hug- myndir leikmynda-, gerva- og bún- ingahönnuðar voru samþykktar,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, kynningarstjóri Þjóðleikhússins, um gríska harmleikinn sem senn tekur enda. Harmleikur og grín hverfur af fjölunum Sýningum á tveimur aðalverkum Þjóðleikhússins verður hætt á næstu vikum. Aðeins 1.742 áhorfendur hafa séð gríska harmleikinn Bakkynjur og 4.511 gam- anleikritið Stórfenglega sem þjóðleikhússtjóri vonaðist eftir betri tekjum af. „Ég heyri ekki betur en að menn séu almennt á þeirri skoðun að hafa 2+2 veg,“ segir Guðmundur Hallvarðsson Sjálf- stæðisflokki, formaður sam- göngunefndar Alþingis. Málefni Suðurlandsvegar voru rædd á fundi nefndarinnar í gær og nýir kostnaðarútreikningar kynntir. Kom fram að tvöföldun vegarins (2+2) kostaði um eða yfir þrettán milljarða króna en svo- nefndur 2+1 vegur í kringum fimm milljarða. Það eru hærri fjárhæðir en áður hafa verið nefndar, sem helgast af því að byggingavísitala hefur hækkað um tíu til tólf prósent á rúmu ári. Við útreikningana er miðað við að framkvæmdir nái frá ystu byggð Reykjavíkur að Selfossi. Guðmundur Hallvarðsson segir að tvöföldun Suðurlands- vegar taki lengri tíma en gerð 2+1 vegar. „Bæði er Vegagerðin komin lengra á veg með undir- búning 2+1 vegar og eins kallar 2+2 vegur á mun fleiri mislæg gatnamót sem tekur sinn tíma að byggja.“ Anna Kristín Gunnarsdóttir Samfylkingunni vill að málin verði skoðuð betur áður en ákvörðun verði tekin. „Það er víða margt ógert í vegamálum og víðar hætt- ur en þarna. Verðmunurinn á leið- unum er mikill og ég vil skoða betur í hverju hann felst,“ segir Anna Kristín. Kostar rúma þrettán milljarða MND-félagið sendi í gær mikið af hjálpartækjum og öndunarvélum til Ulaanbaatar, höfuðborgar Mongólíu. Það var Guðjón Sigurðsson sem var hvata- maður að söfnuninni en eftir að hann hafði fregnir af aðstæðum þar í landi hóf hann að athuga hvort til væru hjálpartæki á Íslandi sem ekki væru í notkun. Með tækjunum fer fólk frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi til þess að kenna heilbrigðis- starfsfólki á tækin. MND-félagið hefur notið aðstoðar fjölmargra við verkefnið en lyfjafyrirtækið Actavis er aðalstuðningsaðili þess. Siv Friðleifsdóttir heilbrigð- isráðherra lokaði gámnum í gær og var hann þá tilbúinn fyrir ferðalagið langa. MND er banvænn sjúkdómur sem herjar á hreyfitaugar líkam- ans. Styrkur til fólks í Mongólíu Barack Obama sagðist í gær formlega hafa tekið fyrsta skrefið í áttina að forseta- framboði fyrir Demókrataflokk- inn í Bandaríkjunum með því að sækja um að stofnuð yrði svonefnd könn- unarnefnd, sem hefði það hlut- verk að ganga úr skugga um hvort hann ætti erindi í forseta- framboð. Obama skýrði frá þessu á vefsíðu sinni og sagðist enn fremur ætla að gera frekari grein fyrir áformum sínum í næsta mán- uði. Obama er fæddur á Hawaii árið 1961. Nái hann kjöri í forsetakosn- ingunum, sem haldnar verða í nóvember árið 2008, verður hann fyrsti blökkumaðurinn í því embætti. Hillary Rodham Clinton, eigin- kona Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þykir einnig líkleg til að verða forsetafram- bjóðandi Demókrataflokksins og yrði þá fyrsta konan sem sæti á forsetastóli næði hún kjöri. Skellir sér í forsetaslaginn Viðræður um skiptingu norsk-íslenska síldar- stofnsins héldu áfram í gær og stóðu fram á nótt. Bitbeinið er það sama og undanfarin ár; Íslending- ar og Færeyingar standa gegn kröfum Norðmanna um stóraukna hlutdeild í veiðiheimildum. Síldarstofninn er í örum vexti og kvóti komandi árs er talinn verða tæplega 1,3 milljónir lesta. Norðmenn vilja veiða um 800.000 lestir með þeim rökstuðningi að síldin sé aðallega innan lögsögu þeirra. Íslendingar munu sætta sig við 15,5 prósent kvótans í samræmi við fyrri samning um veiðarnar. Reyna átti til þrautar í nótt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að völdum og áhrifum í samfélaginu sé misskipt milli karla og kvenna. Það sé ein undirrót fækkunar íbúa víða á landsbyggðinni. Ingibjörg Sólrún var frummælandi á opnum fundi Samfylkingarinnar í Borgarnesi í gærkvöldi, sem bar yfirskriftina „Sókn fyrir Ísland allt – jöfn tæki- færi“. Hún gerði þann lýðræðishalla, sem hún segir felast í ójöfnum tækifærum kynjanna, að umtalsefni, og benti á að á landsbyggðinni væru konur um 2.500 færri en karlar. Öflugar samgöngur, menntatækifæri og háhraða- tengingar eru forsendur þess að þróuninni verði snúið við að mati Ingibjargar. Þá sagði hún mikilvægt að stjórnvöld beittu sér fyrir því að skilgreina störf sem óháð staðsetningu. Slíkt myndi auka á möguleika kvenna til að finna sér störf við hæfi í heimahögunum út um land. Ingibjörg Sólrún sagði einnig að auka þyrfti atvinnufrelsi í landbúnaði og að athuga bæri hvort gerlegt væri að endurgreiða hluta flutningskostnað- ar. Á fundinum sýndi hún jafnframt þróun fjárfram- laga til samgöngumála undangengin ár og benti á hve áberandi þau hækkuðu á kosningaárum. Gat hún þess þó að ekki væri þar með sagt að loforð um útgjöld væru efnd. „Við stefnum enn sem fyrr að því að ná niðurstöðu í þessari viku,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sem ásamt viðræðunefnd átti fund með launanefnd sveitarfélaga síðdegis í gær. Fundurinn stóð í þrjá klukkutíma. Grunnskóla- kennarar hafa samning til loka þessa árs en telja að grípa þurfi til aðgerða vegna ákvæðis samningsins um leiðréttingu á launum vegna verðlagsþróunar. „Það ber enn talsvert á milli hugmynda okkar um til hvaða lausna þarf að grípa. En við ákváðum að hætta þessu ekki og á meðan við erum enn að ræða saman er von,“ segir Ólafur. Enn von um samkomulag Sérsveit lögreglunn- ar á Akureyri var kölluð að húsi á Dalvík um sjöleytið í gærkvöldi þar sem vopnaður maður hafði í hótunum. Eftir nokkurra tíma umsátur leystist málið án átaka og var maðurinn leiddur á brott af lögreglu. Íbúar í nálægum húsum voru varaðir við að fara úr húsi á meðan lögregla reyndi að ræða við manninn. „Ég fékk símtal þar sem mér var sagt að læsa öllum hurðum og vera inni, það væri maður með hníf í nálægu húsi,“ segir íbúi í götunni þar sem umsátrið fór fram. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var maðurinn nýlega fluttur í bæinn. Sérsveit handtók vopnaðan mann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.