Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 70
Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófess-or við Háskólann á Akureyri,
ritar grein í Fréttablaðið sunnu-
daginn 14. janúar síðastliðinn, og
fjallar um flutning ríkisstofnana.
Þar kemur fram að Landmæling-
ar Íslands hafi verið fluttar upp á
Akranes, Landbúnaðarstofnun á
Selfoss og Íbúðalánasjóður og
Byggðastofnun á Sauðárkrók, og
síðan er leitast við að draga lær-
dóma af því hvernig til hefur tek-
ist.
Það væri synd að segja að þessi
greinarstúfur prófessorsins ein-
kennist af fræðilegri nákvæmni
og er fyrst og fremst samansafn
af algerlega órökstuddum fullyrð-
ingum. Ekki virðist hann hafa
gert neina tilraun til að afla sér
upplýsinga hjá þeim sem hann
skrifar um. Niðurstaða greinar-
höfundar er að starfsemi Land-
mælinga hafi gengið erfiðlega í
fyrstu á Akranesi, þangað til
Hvalfjarðargöngin komu. Þetta er
einkennileg staðhæfing í ljósi
þess að Landmælingar Íslands
hófu starfsemi sína á Akranesi
þann 1. janúar 1999, en þá höfðu
Hvalfjarðargöngin þegar verið
opin frá því í júlí 1998. Hjá Land-
búnaðarstofnun á Selfossi kvað
ganga bærilega, þó margir starfs-
menn séu óhressir með að þurfa
að keyra úr höfuðborginni. Flutn-
ingi Byggðastofnunar á Sauðár-
krók er lýst sem fínni tilraun sem
hafi því miður misheppnast. Helst
virðist mega ráða af greininni að
það sem valdi því sé að
illa hafi gengið að finna
störf fyrir maka starfs-
fólks, einkanlega á þró-
unarsviði stofnunarinn-
ar. Þá kemur fram að
flestar ríkisstofnanir
þurfi á sérmenntuðu
starfsfólki að halda,
störfum fyrir maka
starfsmanna, góðum
samgöngum við höfuð-
borgina og góðri netteng-
ingu, og telur prófessor-
inn flest af þessu vanta á
Sauðárkrók. Þetta er algerlega
óskiljanlegt. Raunar er óhætt að
fullyrða að á Sauðárkróki vanti
ekkert upp á neitt af því sem
þarna er upp talið. Síðan klykkir
hann út með því að flestir þeir
starfsmenn sem hófu störf á Sauð-
árkróki eftir flutning stofnunar-
innar séu fluttir, ýmist til Akur-
eyrar eða Reykjavíkur! Við
flutning Byggðastofnunar á Sauð-
árkrók voru starfsmenn um 25
talsins. Frá þeim tíma sem síðan
er liðinn hefur eftir því sem ég
best veit einn starfsmaður flutt til
Akureyrar, og einn á höfuðborg-
arsvæðið. Þróunarsvið Byggða-
stofnunar var flutt á Sauðárkrók
árið 1998, og stofnunin öll um mitt
ár 2001. Starfsmannavelta hefur
verið með minnsta
móti. Störf hjá stofn-
uninni hafa verið afar
eftirsótt, og síðast
þegar auglýst var
starf sérfræðings
bárust stofnuninni
rúmlega 60 umsóknir
sem telja verður
harla gott.
Annað í grein próf-
essorsins er svo eftir
þessu. Nýsköpunar-
miðstöð virðist hann
vilja hafa á Akureyri,
en lendir henni svo suður á Kefla-
víkurflugvelli í næstu setningu.
Fjölgun opinberra starfa á lands-
byggðinni er eitt meginatriða
nýsamþykktrar byggðaáætlunar.
Flutningur ríkisstofnana, eða
opinberra starfa, frá höfuðborg-
arsvæðinu á landsbyggðina er
ekki íslensk uppfinning. Margar
nágrannaþjóðir okkar hafa mjög
skýra stefnu í þessum efnum og
hafa sumar gengið mun lengra en
ráðgert hefur verið hér á landi.
Má til dæmis nefna Norðmenn og
Íra í því sambandi. Varðandi þau
dæmi sem tilgreind eru í grein-
inni má fullyrða að vel hafi til tek-
ist í öllum meginatriðum. Yfir-
veguð og vönduð umræða um
flutning ríkisstofnana og/eða
verkefna hins opinbera út á land
er mikilvæg ef vel á til að takast.
Með skrifum þeim sem hér hafa
verið gerð að umtalsefni hefur
greinarhöfundur dæmt sig úr leik
í þeirri umræðu.
Höfundur er forstjóri Byggða-
stofnunar.
Flutningur verkefna ríkisins
Ígrein sem Steindór J. Erlingsson, vísinda-
sagnfræðingur, skrifaði
í Fréttablaðið 21. desem-
ber sl. vitnar hann í eina
af predikunum undirrit-
aðs, sem birtist á „tru.
is“, sem ber titilinn „Um
heimsendis óvissa tíma“.
Hann telur hana m.a. koma í veg
fyrir að nýstofnaður samstarfshóp-
ur, „Samráðsvettvangur trúfélaga“
fari vel af stað og vísar í stefnuskrá
félagsins um umburðarlyndi og
virðingu milli trúarhópa. Hvergi er
komið nærri því að nefna þessi
samtök í predikuninni og fullyrðing
Steindórs er því algjörlega út í hött
og eingöngu hans eigin túlkun.
Hann tekur sem dæmi að í predik-
uninni sé því „haldið fram að þeir,
sem hafna meintri tilvist guðs
kristinna manna séu
‘hluttakendur
heimskunnar’“. Þessi
setning er frá Steindóri
komin, og er ekki mín.
Meint tilvist guðs er
orðalag sem hvergi er
að finna í minni predik-
un. „Meint tilvist“ er
notað þegar eitthvað er
vafasamt eða tortryggi-
legt. Hér er laumað inn
orðalagi, sem er vægast
sagt undarlegt og ekki hægt að sjá,
að í orðum Steindórs sé mikið
umburðarlyndi auðsýnt fyrir per-
sónulegri afstöðu einstaklinga
gagnvart guði, hvað þá samráðs-
vettvangi trúfélaga Mér fyndist
það t.d. ekki mikið umburðarlyndi
að tala um meinta tilvist vísinda-
sagnfræðings. Tilvist guðs verður
hvorki sönnuð eða afsönnuð með
slíkum málflutningi. Tilvist guðs er
hins vegar fullvissa, og það er í
mínum huga afar hrokafull afstaða
að gefa annað í skyn. En eigi menn
erfitt með það, þá get ég sagt trúar-
leg fullvissa. Hún hefur verið við
lýði svo lengi sem mannskepnan
hefur verið til.
Tilvitnuð predikun er mjög per-
sónuleg úttekt á því hvað gerist
með manninum, þegar áföll og aðrir
hörmulegir atburðir gerast í lífi
einstaklingsins og er líkt við heims-
endi í lífi viðkomandi. Sú mann-
eskja, sem skellir í góm og lætur
eins og ekkert slíkt komi sér við á
enn bágar en hin, sem verður fyrir
áföllum, en mætir örlögum sínum
af þolgæði, trú og í von um að guð
standi með henni og bæti um fyrir
henni af miskunn sinni. Sá sem
heldur því fram að hann sé sjálfur
möndull heimsins, sem allt snúist
um er komin í öng, að mínum skiln-
ingi, og með slíkri afstöðu verður
hann ‘hluttakandi heimskunnar’.
Það er niðurstaða, sem ég tel vera
rétta, en hef ekki fundið upp, held-
ur er það niðurstaða margra kyn-
slóða og sögð í einföldu máli a.m.k.
á tveim stöðum í sálum Davíðs (Ds.
14:1 og 53:2) „Heimskinginn segir í
hjarta sínu: Enginn guð er til!“
Þetta er fullyrðing, sem kallar
hvern og einn til ábyrgðar á sjálf-
um sér, en gerir ekki kröfur um
neitt annað.
En Steindór slær líka á létta strengi,
sem betur fer, og telur mig t.d.
halda því fram að 5 milljarðar
jarðarbúa séu heimskingjar, af því
þeir séu ekki kristnir. Guð er ekki
einkaeign kristinna manna og þeir
eru tiltölulega fáir í heiminum, sem
eiga sér ekki einhverja guðsmynd í
sálu sinni, svo fullyrðing Steindórs
er nokkuð fyndin, en fyrst og
fremst röng. Spurning um heimsku
snýr alltaf að manni sjálfum, þ.e-
.a.s. er mjög persónuleg spurning
og ef maður finnur eitthvað svar
við henni, þá er það einnig mjög
persónulegt. Kristnir menn trúa
hins vegar á guð fyrir nafn Jesú
Krists, þ.e. allur skilningur þeirra á
guði og túlkun á hugmyndinni um
hann á sér fyrst og fremst stað í
orðum Jesú Krists, ævi hans og
sögu. Annað hafa þeir ekki til að
standa á. Það bannar okkur alls
ekki að tala saman, deila með okkur
reynslu og skilningi, jafnvel trú.
Mestu skiptir að lifa saman í bróð-
erni og það skulum við gera.
Höfundur er prestur í Hallgríms-
kirkju.
Meint tilvist Guðs og vísindasagnfræði
Ég bíð eftir að sjá slíka yfirlýsingu hjá
stjórnmálamönnum sem
byrjaðir eru að auglýsa
ágæti sitt fyrir næstu
alþingiskosningar. Orð
eru til alls fyrst er gamalt máltæki.
Ég er samt hrifnari af máltækinu
látið verkin tala. Nú vil ég að ráða-
menn þjóðarinnar drífi sig í að
opna eins og eitt hjúkrunarheimili
fyrir aldraða, fyrir kosningar.
Faðir minn 91 árs liggur á spít-
ala eftir að hann fékk fjórða heila-
blóðfallið fyrir 2 mánuðum, og er
kominn í hjólastól, heyrir illa og
er að missa sjónina. Hann getur
ekki búið einn í íbúðinni sinni.
Undanfarin 10 ár hefur hann gert
vistunarmat, en svo
fer heilsan. Hvað þá?
Hjúkrunarheimili?
Nei, það er margra
mánaða bið eftir slíku.
Það hlýtur að vera
hægt að reikna út hvað
þurfi hugsanlega mörg
hjúkrunarrými miðað
við aldur og fjölda. Ég
skil ekki þessa frestunaráráttu
eða framkvæmdastíflu þegar
kemur að þessum málaflokki. Það
er til nóg af peningum í landinu.
Það þarf bara að forgangsraða
rétt. Ég veit það fyrir víst að faðir
minn er ekki sá eini sem bíður.
Aðstandendur fara ekki varhluta
af þessu ástandi. Örvænting
þeirra og ótti um ósjálfbjarga for-
eldra sem búa einir eru farin að
taka toll af þeirra eigin heilsu.
Faðir minn upplifir sig sem niður-
setning því það er verið að finna
leið til að útskrifa hann af spítal-
anum.
Er ekki kominn tími til að við
fjárfestum í fólki? Mér finnst það.
Höfundur er leikskólakennari.
Stórsókn í
öldrunarmálum
Tilvist guðs verður hvorki sönn-
uð eða afsönnuð með slíkum
málflutningi. Tilvist guðs er
hins vegar fullvissa, og það er
í mínum huga afar hrokafull
afstaða að gefa annað í skyn.
Nú vil ég að ráðamenn þjóðar-
innar drífi sig í að opna eins
og eitt hjúkrunarheimili fyrir
aldraða, fyrir kosningar.
Yfirveguð og vönduð umræða
um flutning ríkisstofnana
og/eða verkefna hins opinbera
út á land er mikilvæg ef vel á
til að takast.
Verndum bernskuna
Ígrunnskólalögumer lagt bann við
mismunun nemenda
vegna trúarbragða.
Þrátt fyrir það hafa
skólayfirvöld í Garða-
bæ, Álftanesi og Mos-
fellsbæ veitt einu trú-
félagi aðstöðu innan
grunnskóla þar með
svokallaðri Vinaleið.
Yfirlýst markmið og stefna
trúfélagsins, Þjóðkirkjunnar, er
trúboð, boðun. Fyrirmyndin til
sjö ára í Mosfellsbæ er óneitan-
lega blygðunarlaust trúboð. Þó
stendur í Aðalnámskrá að skól-
inn sé fræðslustofnun en ekki
trúboðsstofnun.
Bein og óbein skilaboð Vina-
leiðar eru skýr: Kristni er eðli-
leg, æskileg. Af því leiðir að trú-
leysi eða önnur trú hlýtur að
vera óeðlileg, óæskileg. Í alþjóða-
lögum um borgaraleg réttindi er
foreldrum og forráðamönnum
barna tryggður réttur til að ala
upp börn sín samkvæmt eigin
skoðunum í trúmálum.
Börn eiga heimtingu á að skóli
þeirra sé griðastaður fyrir
áróðri, pólitískum, trúarlegum
sem öðrum. Réttur þessi er
tryggður í Barnasátt-
málanum.
Stjórnarskráin á að
tryggja trúfrelsi en
frelsi manna er veru-
lega skert ef eitt trú-
félag nýtur þvílíkrar
sérgæsku og forrétt-
inda sem Þjóðkirkjan
gerir.
Skólayfirvöld hafa
í engu svarað ábend-
ingum og kvörtunum,
það sama má segja um
menntamálaráðuneytið. Þjóð-
kirkjan kýs að beita blekkingum
og fær tæpar fjögur þúsund
milljónir á ári úr ríkissjóði.
Einkafyrirtæki (Sund h/f) styrk-
ir þar að auki Vinaleið.
Í ljósi alls þessa óska ég eftir
lögmanni til að kanna grundvöll
lögsóknar gegn stjórnendum
Hofsstaðaskóla, skólayfirvöld-
um í Garðabæ, menntamálaráð-
herra, sem og „skólaprestinum“,
Garðasókn, biskupi og Þjóðkirkj-
unni.
Vegna tregðu, einþykkju og
blindu ofangreindra aðila má
búast við að málið þurfi að sækja
í héraði, Hæstarétti og allt til
Evrópudómstólsins.
Vilji fleiri foreldrar eða borg-
arar taka slaginn til verndar
óhörðnuðum barnssálum eru
þeir velkomnir. Jafnframt væri
vel þegið ef fjársterkur aðili
vildi taka að sér að styrkja þessa
baráttu fyrir sjálfsögðum og lög-
bundnum réttindum barna og
forráðamanna þeirra.
Höfundur er sálfræðingur.
Börn eiga heimtingu á að
skóli þeirra sé griðastaður
fyrir áróðri, pólitískum, trú-
arlegum sem öðrum.
Innritun í símum 588-3630 og 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla 17, tölvu-
póstur: ol-gaukur@islandia.is Í boði er fjölbreytt nám með vönduðu námsefni
fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér.
Nánari upplýsingar um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni:
www.gitarskoli-olgauks.is eða í skólanum á innrit-
unartíma, en innritað er alla virka daga kl. 14:00
til 17:00.
ww
w.g
itar
sko
li-o
lga
uks
.is
Hægt að fá leigða
HEIMAGÍTARA
kr. 3500 á önn
INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17
G
A
U
K
U
R
–
G
U
T
E
N
B
E
R
G
Heimasíða:
www.gitarskoli-olgauks.is
588-3630
588-3730