Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 24
Motogiro d’Italia er elsti
mótorhjólakappakstur á Ítalíu.
Þar keppa hjól á öllum aldri
en mesta athygli vekur flokkur
hjóla eldri en 50 ára.
Í Motogiro d’Italia mótorhjóla-
kappakstrinum er keppt í þremur
flokkum. Fyrst ber að nefna flokk
hjóla með allt að 175 cc vél sem
framleidd er fyrir 1957. Þessi
flokkur er tileinkaður hjólum sem
kepptu í upprunalega kappakstr-
inum sem fram fór á árunum 1914
til 1957. Einnig er keppt í flokki
hjóla með 350 cc eða stærri vél
sem framleidd er milli 1958 og
1978, og í opnum flokki þar sem
hægt er að skrá hvernig hjól sem
er til keppni.
Að sigra í keppninni er algjört
aukaatriði fyrir flesta og ber
skipulagningin og val akstursleið-
ar keim af því. Keppt er á Sikiley
og eru leiðir valdar þannig að þær
henti gömlum hjólum og sýni öku-
mönnum það besta sem Sikiley
hefur upp á að bjóða. Keyrt er í
fimm daga, 20. maí til 24. maí, og
er reynt að láta upphaf og enda-
mark vera í sömu borg. Á öllum
leiðum eru fyrirfram ákveðnir
hvíldarpunktar þar sem mótor-
hjólamenn á staðnum taka á móti
keppendum.
Kappaksturinn byrjar og endar
í Sciaccia, bæ sem þekktur hefur
verið frá tímum Rómverja fyrir
milt loftslag og lækningamátt
heitra uppspretta á svæðinu. Af
öðrum áhugaverðum stöðum sem
keyrt er um má nefna fjallshlíðar
Etnu, eins þekktasta eldfjalls
heims.
Frá því Motogiro d’Italia kapp-
aksturinn var endurreistur árið
2001 með stuðningi Ducati hefur
áhugi mótorhjólamanna á keppn-
inni stöðugt aukist. Fjöldi þátttak-
enda hefur þrefaldast og koma
margir langt að til að taka þátt.
Meðal gesta í ár verða kappakst-
ursmennirnir Maoggi og Venturi,
en báðir unnu þeir Motogiro d’Italia
á sjötta áratug síðustu aldar.
Nánari upplýsingar um kapp-
aksturinn og hvernig hægt er að
skrá sig er að finna á www.
motogiroditalia.com.
Keppt á klassískan hátt
Fornbílaæði gengur yfir Dan-
mörku.
Fornbílar og mótorhjól hafa aldrei
verið vinsælli í Danmörku en ein-
mitt nú. Samkvæmt könnun Sam-
taka fornbílaklúbba í Danmörku,
Motorhistorisk Samråd, er talið að
Danir hafi á undanförnum fjórum
árum varið hátt í milljarð danskra
króna í kaup slíkra ökutækja og
hálfum milljarði í að gera þau
upp.
Með hliðsjón af framansögðu
má segja að viðskipti með fornbíla
hafi aukist til muna í Danmörku á
aðeins örskömmum tíma. Ástæðan
sem nefnd er til sögunnar, er helst
sú að efnahagur landsmanna hafi
vænkast. Í framhaldi af því hafi
sprenging orðið á innflutningi
gamalla bíla. Sem dæmi um það
hafa verið skráðir jafn margir
Lotus bílar í Danmörku síðustu tvö
ár eins og undanfarin fimmtán ár.
Mikill áhugi hefur verið fyrir
fornbílum og fornum mótorhjól-
um í Danmörku um langt skeið en
til marks um það er starfræktur
fjöldinn allur af klúbbum fyrir
áhugamenn um slík ökutæki. Frá
því er skemmst að segja að með-
limum þessara klúbba fjölgaði
hratt í kjölfarið á þessari auknu
verslun með fornbíla.
Frá þessu er greint á heimasíðu
Félags íslenskra bifreiðaeigenda,
www.fib.is.
Fornbílaóðir Danir
Daewoo lyftarar
Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557
Gæði á góðu verði
Ökunám í fjarnámi !!!!
Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp
á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin
í tölvunni heima þegar þér hentar.
Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is
Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið
til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið.
Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum
Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl.
Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A