Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 24
Motogiro d’Italia er elsti mótorhjólakappakstur á Ítalíu. Þar keppa hjól á öllum aldri en mesta athygli vekur flokkur hjóla eldri en 50 ára. Í Motogiro d’Italia mótorhjóla- kappakstrinum er keppt í þremur flokkum. Fyrst ber að nefna flokk hjóla með allt að 175 cc vél sem framleidd er fyrir 1957. Þessi flokkur er tileinkaður hjólum sem kepptu í upprunalega kappakstr- inum sem fram fór á árunum 1914 til 1957. Einnig er keppt í flokki hjóla með 350 cc eða stærri vél sem framleidd er milli 1958 og 1978, og í opnum flokki þar sem hægt er að skrá hvernig hjól sem er til keppni. Að sigra í keppninni er algjört aukaatriði fyrir flesta og ber skipulagningin og val akstursleið- ar keim af því. Keppt er á Sikiley og eru leiðir valdar þannig að þær henti gömlum hjólum og sýni öku- mönnum það besta sem Sikiley hefur upp á að bjóða. Keyrt er í fimm daga, 20. maí til 24. maí, og er reynt að láta upphaf og enda- mark vera í sömu borg. Á öllum leiðum eru fyrirfram ákveðnir hvíldarpunktar þar sem mótor- hjólamenn á staðnum taka á móti keppendum. Kappaksturinn byrjar og endar í Sciaccia, bæ sem þekktur hefur verið frá tímum Rómverja fyrir milt loftslag og lækningamátt heitra uppspretta á svæðinu. Af öðrum áhugaverðum stöðum sem keyrt er um má nefna fjallshlíðar Etnu, eins þekktasta eldfjalls heims. Frá því Motogiro d’Italia kapp- aksturinn var endurreistur árið 2001 með stuðningi Ducati hefur áhugi mótorhjólamanna á keppn- inni stöðugt aukist. Fjöldi þátttak- enda hefur þrefaldast og koma margir langt að til að taka þátt. Meðal gesta í ár verða kappakst- ursmennirnir Maoggi og Venturi, en báðir unnu þeir Motogiro d’Italia á sjötta áratug síðustu aldar. Nánari upplýsingar um kapp- aksturinn og hvernig hægt er að skrá sig er að finna á www. motogiroditalia.com. Keppt á klassískan hátt Fornbílaæði gengur yfir Dan- mörku. Fornbílar og mótorhjól hafa aldrei verið vinsælli í Danmörku en ein- mitt nú. Samkvæmt könnun Sam- taka fornbílaklúbba í Danmörku, Motorhistorisk Samråd, er talið að Danir hafi á undanförnum fjórum árum varið hátt í milljarð danskra króna í kaup slíkra ökutækja og hálfum milljarði í að gera þau upp. Með hliðsjón af framansögðu má segja að viðskipti með fornbíla hafi aukist til muna í Danmörku á aðeins örskömmum tíma. Ástæðan sem nefnd er til sögunnar, er helst sú að efnahagur landsmanna hafi vænkast. Í framhaldi af því hafi sprenging orðið á innflutningi gamalla bíla. Sem dæmi um það hafa verið skráðir jafn margir Lotus bílar í Danmörku síðustu tvö ár eins og undanfarin fimmtán ár. Mikill áhugi hefur verið fyrir fornbílum og fornum mótorhjól- um í Danmörku um langt skeið en til marks um það er starfræktur fjöldinn allur af klúbbum fyrir áhugamenn um slík ökutæki. Frá því er skemmst að segja að með- limum þessara klúbba fjölgaði hratt í kjölfarið á þessari auknu verslun með fornbíla. Frá þessu er greint á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda, www.fib.is. Fornbílaóðir Danir Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði Ökunám í fjarnámi !!!! Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl. Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is F í t o n / S Í A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.