Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 44
4 Flestir upplifa blankheit um ævina og stundum veit fólk ekki hvernig það á að greiða fyrir hlutina. Besta leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að spara reglulega, ekki bara einu sinni í mánuði heldur á hverjum degi. 1. Forðastu skyndikaup með því að hugsa áður en þú kaupir. Oft er um helmingur innkaupa óþarfi. 2. Haltu bókhald yfir eyðslu þína, og þá sérðu í hvað peningarnir eru að fara. 3. Taktu nesti með í vinnuna í stað þess að fara út á veitinga- staði í hádeginu. Ef þú ferð á veitingastað, leitaðu þá eftir stað með hádegistilboðum. 4. Ekki kaupa þér gos og sælgæti í sjálfsalanum í vinnunni, komdu heldur með nasl að heiman. 5. Gerðu innkaupalista áður en þú ferð út í búð, þá kemurðu í veg fyrir að kaupa eitthvað sem þú þarft ekki. 6. Hafðu augun opin fyrir tilboð- um í verslunum og gerðu magn- innkaup þegar eitthvað sem þú kaupir oft er á tilboði. 7. Kauptu í matinn í lággjalda- verslunum. 8. Drekktu vatn úr krananum í stað þess að kaupa þér sódavatn á flösku. 9. Ekki versla inn þegar þú ert þreytt(ur) eða með börnin með þér. 10. Kauptu rúmföt, eldhúsáhöld, húsgögn, handklæði o.fl. á útsöl- um. 12. Leggðu frá pening mánað- arlega í gjafasjóð sem nýtist vel þegar afmælisveislur, brúðkaup eða útskriftir koma upp. Græddur er geymdur eyrir Hér fara nokkur góð sparnaðarráð sem allir geta nýtt sér. Eins og að gera innkaupalista og kaupa rúmföt á útsölum. Frá aldamótum hafa skuldir heim- ilanna við lánakerfið nálægt því tvöfaldast. Samkvæmt tölum Seðla- banka Íslands námu heildarskuldir íslenskra heimila tæpum 686 millj- örðum króna á þriðja ársfjórðungi 2001, en á þriðja ársfjórðungi nýliðins árs var talan komin í tæpa 1.270 milljarða króna. Aukningin nemur 85 prósentum. Með heildarskuldum heimilanna er átt við skuldir heimilanna við bankakerfið, ýmis lánafyrirtæki, lífeyrissjóði, tryggingafélög og við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Töluverður munur er hins vegar á því hver breytingin er innan hvers flokks. Þannig hafa skuldir heim- ilanna við tryggingafélög dregist saman um 50 prósent á tímabilinu á meðan skuldirnar við bankakerfið hafa aukist um 278 prósent. Aukin hlutdeild bankanna skýr- ist svo náttúrlega af miklum breyt- ingum sem gerðar voru hér með einkavæðingu bankanna og breyt- inga á fyrirkomulagi húsnæðislána og þeirri endurfjármögnun og sam- keppni sem þá fór í gang á íbúða- lánamarkaði. Þar leggur líka vog sitt á lóðarskálina hækkun á verði fasteigna, sem jú gerir að verkum að fólk þarf að taka hærri lán. Skuldir fólks við lífeyrissjóðina aukast líka, um 53 prósent, en vega ekki mjög þungt í heildarmyndinni, því skuldir við þá eru ekki nema um 8,5 prósent af heildarskuldunum. Þá aukast einnig skuldir við Lána- sjóð íslenskra námsmanna um 51 prósent frá þriðja ársfjórðungi 2001 til þriðja ársfjórðungs 2006. Líklegt má þó vera að lokið sé að sinni mikilli endurfjármögnun heimilanna og vísbendingar eru um að tekið sé að um hægjast á fasteignamarkaði. Þannig höfðu sérfræðingar af því áhyggjur síð- asta haust að markaðurinn væri að staðna vegna þess hve lítil við- skipti voru með fasteignir og jafnvel var farið að spá lækk- un á húsnæðisverði á höfuð- borgarsvæðinu. Markaðurinn tók hins vegar aðeins við sér aftur og hafa greiningardeild- ir nú uppfært spár sínar í þá átt að hægi á verð- hækkunum fasteigna. Þannig segir í nýlegri úttekt grein- ingardeildar Lands- banka Íslands að tólf mánaða hækkun hús- næð i sve rð s sé nú komin niður í 5 pró- sent. Í janúar í fyrra hafi árs- hækkunin hins vegar verið 31 pró- sent og vísað til mælinga Hagstofu Íslands á fasteignaverði. „Eftir langt tímabil hækkana á milli mánaða hefur húsnæðisverð lækkað í tvo mánuði í röð. Hratt hefur því dregið úr hækkun húsnæðisverðs, en mest fór árshækkunin í 33 prósent í sept- ember, október og nóvember 2005,“ segir greiningardeildin og bendir á að í janúar hafi árshækkunin verið minnst í fjölbýli á höfuðborgar- svæðinu, eða 4 prósent, en mest utan höfuðborgarsvæðisins, eða 7 prósent. „Þróun- in hefur því snúist við þar sem húsnæðisverð á höfuðborgarsvæð- inu hækkaði meira en á landsbyggðinni á fyrri hluta ársins 2006.“ Skuldir heimilanna hafa tvöfaldast frá aldamótum Stórfelldar breytingar á húsnæðislánamarkaði og endurfjármögnun heimilanna hefur gjörbreytt samsetningu skulda í lánakerfinu. Þannig hefur hlutur bankanna margfald- ast á meðan hlutur tryggingafélaga dregst saman. Viðskipti með húsnæði hafa verið drifkrafturinn í breytingum og aukinni skuldsetningu, en síðustu mánuði hefur heldur hægst um á fasteignamarkaði og dregið úr verðhækkunum. { fjármál heimilanna }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.