Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Á meiri möguleika nú Á Akranesi hefur oft verið sönglað um kátu karlana á kútter Haraldi. Það skip er þó löngu ónýtt en bróður- skipið kútter Sigurfari stendur við Byggðasafnið á Akranesi og þykir bæjarbúum mikilvægt að varð- veita það. Í gær var undirritaður samningur milli menntamálaráðuneytis, Akraneskaupstaðar, Hval- fjarðarsveitar og Byggðasafnsins í Görðum á Akra- nesi um endurgerð og varðveislu skipsins. Það voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra, Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri Hval- fjarðarsveitar, og Björn Elíson, formaður stjórnar byggðasafnsins, sem undirrituðu samninginn. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akra- ness, segir samninginn hljóða upp á 60 milljónir. Þó sé ljóst að mun meira fé þurfi til að gera kútterinn sjófæran á ný. „Svona skip eru gerð til að vera á sjó. Þannig varðveitast þau mikið betur,“ segir Gunnar. Hann segir vonir standa til að koma upp veitingastað í skipinu og búa það nýtískuþægindum en slíkt hefur verið gert við aldin skip í Færeyjum. „Þannig hald- ast gömul skip enn í notkun þótt tímarnir breytist,“ segir Gunnar um skipið sögufræga, sem smíðað var árið 1885 í skipasmíðastöð í bænum Burton-on- Stather á Englandi. Vilja kútterinn aftur á flot Grunnhyggni Gallaður samningur? Allar þær byggingar sem forfeður Íslendinga reistu við landnám og á söguöld hafa hrunið til grunna. Leif- ar þeirra eru í landslaginu og í rituðu máli. Margir vilja meina að tenging fólks við hið liðna dvíni ár frá ári. Jón Ólafsson, kvæðamaður og kaffi- húsaeigandi í Fljótshlíð, er einn af þeim mönnum sem telja að tenging við hið liðna verði sífellt minni. Til að bæta ástandið hefur hann byggt hof með gömlum byggingaraðferð- um. Efnið sem hann notaði við gerð þess var timbrið úr Tumastaðaskógi og grjótið úr Fljótshlíðinni. Hofið sjálft segir hann til heiðurs for- mæðrum og forfeðrum Íslendinga. „Þótt hofið sé byggt með þeim aðferðum sem ásatrúarmenn not- uðu við húsagerð er það hugsað öllum, óháð því hvaða trúfélagi þeir tilheyra“ segir Jón og útskýrir að sjálfur hafi hann megnasta ímu- gust á mörgu af því sem trúmál geta komið til leiðar. Hann telur ásatrúarmenn hafa verið mun umburðarlyndari enda fékk fólk þar að velja sér þann guð sem því hugnaðist best og mátti jafnvel trúa á stokka og steina ef svo bar undir. „Þessi bygging er til minningar um þá sem bjuggu í landinu á undan okkur. Þá sérstaklega formæður okkar sem oft hafa gleymst í með- förum sögunnar. Ég tel þær hinar sönnu gyðjur okkar Íslendinga. Án baráttu þeirra, sem alltof sjaldan er minnst, hefði landið ekki haldist í byggð,“ segir Jón, en þegar hefur hann minnst Hallgerðar langbrók- ar úr Brennu-Njálssögu með því að nefna kaffihúsið sem hann og eiginkona hans reka saman Kaffi Langbrók. „Hallgerður var hetja, þótt margar karlrembur hafi í gegnum tíðina kosið að minnast hennar sem skúrks,“ segir hann á sannfærandi hátt. Jón segist hafa kynnst byggingar- listinni af vinnu sinni á safninu á Skógum, tímann til byggingarinnar fann hann með því að hætta að horfa á sjónvarp á kvöldin. Hann hefur nú borið nokkur tonn af grjóti til hleðslu og segir að sjálfum þyki sér ótrúlegt að hann hafi ekki hafist handa fyrr en síðasta september. „Ég er ekki frá því að þeir sem áður byggðu þetta land hafi hjálpað mér því oft fundust mér steinarnir óeðlilega léttir,“ segir Jón og býður alla vel- komna til að nota hofið, svo lengi sem þeir trúi á hið góða og vilji ná tengslum við fortíðina. Reisir hof til heiðurs formæðrum og forfeðrum Íslendinga Nóg að gera í bókaútgáfunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.