Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Engin ákvörðun hefur verið tekin í þeim efnum,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson -- eitthvert þekktasta nafnið í bloggheimum aðspurður hvort hann hyggist nú færa sig til á netinu. „Ég er sáttur þar sem ég er núna. Moggabloggið er betra en það format sem er á Vísi. En ef menn halda rétt á spilum og breyt- ingarnar á Vísi gera það að verk- um að betra verður að blogga þar þá er heimilisfangið á Mbl ekki heilagt.“ Þórir Guðmundsson, ritstjóri Vísis, setti sig í samband við Stein- grím og réði hann sér til ráðgjafar. „Eins og menn hafa séð er verið að taka Vísi í gegn og heppnast vel. En betur sjá augu en auga. Þórir óskaði eftir því við mig að ég kæmi með mína sýn á vefmál yfir höfuð. Og er það ekki bundið við einn einstak- an þátt Vísis heldur vefmál Vísis almennt. Hvernig gerum við góðan fréttavef betri?“ segir Steingrím- ur og vísar til reynslu sinnar úr fréttamennsku, bæði af útvarpi, dagblöðum og sjónvarpi... og ekki síst reynslu af netskrifum. Stein- grímur rak sjálfur um hríð eftir- tektarverða síðu sem hét frettir. com en að undanförnu hefur hann skrifað á Moggabloggið þannig að eftir hefur verið tekið. Mbl.is hefur boðið netverjum upp á blogg-viðmót og hefur dágóður hópur manna nýtt sér það. Mbl.is hefur þá tengt fréttir sínar blogginu með góðum árangri. Vísismenn hljóta ekki síst að líta til þess með því að kaupa þjónustu Steingríms, sem hefur verið í fararbroddi Moggabloggara. Moggabloggarinn Steingrímur til Vísis Logi Bergmann Eiðsson hefur nú svo gott sem gengið frá þeim 16 manna hópi sem mun taka þátt í spurningakeppninni Meistaranum – 2. þáttaröð á Stöð tvö. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun varaformaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, vera meðal þátttakenda. en hún hefur hingað til verið þekktari fyrir störf sín sem stiga- vörður í spurningakeppnum. Aðrir nafntogaðir keppendur eru blaða- maðurinn Svanborg Sigmarsdóttir og sjálfur Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. Sigurður hefur á sér orð fyrir að vera fjöl- fróður mjög, nánast alvís, og er spenna meðal Meistara- manna um hvernig hann muni spjara sig. Flestir þátttak- enda koma að Meistaranum eftir sér- stök próf sem haldin voru. Einn þeirra sem þreyttu prófið aftur var Helgi Árnason skóla- stjóri, faðir Jónasar sem sigraði í Meistaranum á síðasta ári. Helgi tapaði í fyrra í fyrstu umferð fyrir manni sem sonur hans sigraði síðar í keppninni. Meðal ann- arra sem mæta og taka þátt öðru sinni eru Björn Guðbrandur Jónsson umhverfis- verkfræðingur og Erlingur Sigurðsson. Fyrsti þáttur Meistarans fer í loftið 1. febrúar. Þáttaröðin hefst með tveimur þáttum, svokölluðum góðgerðarþáttum, þar sem þekktir einstaklingar koma fram og keppa tveir og tveir saman. Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að feðgin- in Lára og Ómar Ragnars- son muni skipa eitt liðið en ekki hefur verið gengið frá öðrum liðum. Katrín Jakobsdóttir í Meistaranum ...fær fyrrum Idolstjarnan Gísli Hvanndal Jakobsson, sem hefur misst heil sjötíu kíló á síðastliðnum tíu mánuðum. „Nei, ég veit ekki til þess að svona hafi verið gert áður,” segir Baltas- ar Kormákur leikstjóri. Í gær kom saman leikhópur á vegum Baltasars sem ætlar sér að æfa leikritið Ívanoff eftir Anton Tjekov með það fyrir augum að setja á svið Þjóðleikhússins til sýn- inga á haustmánuðum. En jafn- framt ætlar þessi sami hópur að leika í kvikmynd Baltasars sem byggir á þessu sama verki. Er þar um að ræða staðfærslu og nútíma- uppsetningu meðan sviðsuppfærsl- an verður hefðbundnari og stað- sett á tímum Tjekovs. Stefnt er að því að sýna leikritið samhliða því sem kvikmyndin verður í sölum kvikmyndahúsa. Miðað er við að hvort verk um sig geti staðið alger- lega sjálfstætt en samt kallast á með þessum hætti að fólk geti farið í bíó og í leikhús og borið saman. Þetta þýðir að kvikmyndin verður tekin upp í sumar og þá verði hafð- ar hraðar hendur við eftirvinnslu, hljóðsetningu og klippingu. Kvikmyndin verður framleidd af Sögn, fyrirtæki Baltasars og Ingibjargar Pálmadóttur, í sam- vinnu við Þjóðleikhúsið. Kostnaðar- áætlun myndarinnar er 100 millj- ónir en Baltasar segir hana ekki mega vera of dýra. Við það að fjár- mögnun verði of þung missi hann ákveðið frelsi. „En ég vona að þetta verði myndarlegasta kvikmynd. En hug- myndin mín, og hana hef ég haft lengi, er sú að nota sömu vinnuað- ferðir og ég hef stuðst við í leik- húsi til að búa til betra bíó. Ég hef unnið mikið í þessum miðlum og draumur að geta látið þá renna saman með þessum hætti. Oft hafa kvikmyndir verið unnar upp úr vel heppnuðum leiksýningum. Og ég hef íhugað það en orðið fráhverfur því þegar búið er að afgreiða verk á svið. Þetta verður öðru vísi. Að vinna þetta í raun sem eitt kons- ept,” segir Baltasar. Óhætt er að segja leikhópinn einstaklega sterkan en hann skipa Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Ilmur Kristjáns- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Þröst- ur Leó Gunnarsson, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egilsson, Mar- grét Vilhjálmsdóttir og Laufey Elíasdóttir. Lísa Kristjánsdóttir er aðstoðarleikstjóri, Grétar Reynis- son annast leikmynd og Helga Stefánsdóttir er með búningana. Þá verður notast við nýja þýðingu eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Að sögn Baltasars er um mann- lega kómedíu að ræða en verkið fjallar um Ívanoff, sem Hilmir Snær mun leika, sem á við tilvistarkrísu á miðjum aldri að etja. F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.