Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 52
MARKAÐURINN A U R A S Á L I N 17. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR16 F Y R I R T Æ K I Fyrirtækið Hafmynd hf. var stofnað árið 1999 í þeim tilgangi að þróa öfluga lausn til að safna upplýsingum á hafsbotni fyrir margvíslegar rannsóknir, land- mælingar, eftirlit með leiðslum og annað slíkt. Á síðari árum hefur Gavia-kafbáturinn vakið vaxandi athygli vegna notkunarmögu- leika sem tengjast öryggi ríkja, sprengju- leit og eftirliti neðansjávar, meðal ann- ars í höfn- um og á s i g l i n g a - leiðum. Í byrjun þessa árs var enda lokið við og til- kynnt um sölu á tveimur kaf- bátum til vinveittra þjóða fyrir tæpar hundrað milljónir króna. Annan bátinn keypti ástralski flotinn. Hinn segir Hafmynd að hafi keypt sjóher Evrópuríkis. Fyrirtækið gerir sér vonir um að selja nokkra kafbáta á þessu ári. Áður hafa Bandaríkjafloti, Háskóli Bresku Kólumbíu og Rannsóknarráð Kanada fest kaup á Gavia kafbátum. Nýlega fékk fyrirtækið líka alþjóðleg verðlaun fyrir bylt- ingarkennda lausn í öryggismál- um ríkja, svokölluð Disruptive Solution in Homeland Security Award á 2006 Excellence in Aerospace & Defense Awards. Þar var Hafmynd í flokki með mörgum af stærstu fyrirtækjum heims á sviði hátækni- og her- gagnaiðnaðar. Verðlaunin veitti Frost & Sullivan, eitt virtasta rannsóknarfyrirtæki heims. BYRJAÐ MEÐ HAFRÓ OG HÍ Torfi Þórhallsson, framkvæmda- stjóri Hafmyndar, segir sögu fyrirtækisins hins vegar teygja sig aðeins aftur fyrir stofnunar- dagsetninguna og rekur hana til ársins 1996. „Verkefnið spinnst út úr öðru fyrirtæki að nafni Hugrún, en það framleiddi orku- grönn mælitæki og seldi út um allan heim. Þetta verkefni byrj- ar sem sjálfvirk bauja þar sem hugsunin var að koma þessu mælitæki lengra á haf út og átti meðal annars að sitja fyrir fiski- göngum. En þótt þetta hafi byrj- að sem bauja endaði það sem kaf- bátur,“ segir hann. Fyrsta frum- gerð bátsins var svo tilbúin árið 1997 og var í prófunum árið 1998. „Fyrirtækið var svo stofnað árið 1999 og Rannís styrkti það, en á sínum tíma var þetta unnið í sam- vinnu við Hafrannsóknastofnun og Háskóla Íslands,“ bætir Torfi við og leggur áherslu á að þótt ræturnar liggi í rannsóknum hafi frá upphafi verið stefnt að því að búa til fyrirtæki sem starfaði í samkeppnisumhverfi með afurð sem yrði fram- leidd og seld. Hernaðar- not Gavia- kafbáts ins voru þannig ekki inni í myndinni til að byrja með, en áhugi á þeirri virkni vaknaði þegar tekið var að kynna bátinn erlend- is árið 2002. „Þá, í kjölfar ellefta september, er strax mikill áhugi tengdur þessu hafnaeftirliti og sprengjuleit. Við fáum svo samn- ing við bandaríska flotann árið 2004 og afhendum bát ári síðar.“ Torfi segir Hafmynd leggja áherslu á þrjá sérmarkaði; hafnaeftirlit og sprengjuleit, sjómælingar í tengslum við neðansjávarframkvæmdir og svo umhverfisrannsóknir, en undir þær flokkast hafrannsóknir í víð- ustum skilningi. Torfi hlær við þegar því er haldið fram að ekki þurfi að horfa lengi á þessi svið til að sjá hvar hagnaðarvonin sé mest. „Ég skal ekki segja. Allir þessir markaðir eru vax- andi, en eftirlitsmarkaðurinn er að því leyti öðruvísi að söluferlið í honum er tiltölulega langt. Við er að eiga ríkisbatterí þar sem svona kaup þurfa að fara í gegn- um fjárlög og langt útboðsferli. Þess vegna er kostur að hafa hina markaðina líka.“ Hafmynd gekk í gegnum töluvert tímabil án þess að selja bát áður en sölurnar gengu í gegn núna um áramótin. Torfi segir að menn hafi samt ekkert verið farnir að örvænta. „Sölur af þessu tagi hafa mjög langan aðdraganda þannig að við vissum í nokkurn tíma að þeirra væri von. Síðan erum við með aðrar sölur á mismunandi stig- um. En gríðarlegt úthald þarf náttúrlega í svona verkefni.“ Í SJÓNUM ER EKKI GPS Einhverjum kann að þykja sér- stakt að íslenskt sjávarrann- sóknafyrirtæki sé komið með starfsemi á sviði hergagna, enda löngum nokkuð úr því gert að landið væri herlaust og þar fram eftir götunum. „En það sýnir kannski að ekki skiptir öllu máli hvaðan tæknin kemur,“ segir Torfi og kveður í raun hafa komið á óvart að aðkoman að þeim markaði skuli ekki hafa verið erfiðari. Hann segir fyrir- tækinu hafa gengið vel að fóta sig í því umhverfi. „Helst er að reyni á tíma- lengd og þolinmæði. Svo geta samningar líka verið heldur umfangsmeiri en á hinum svið- unum.“ Hann segir hins vegar erfitt að spá fyrir um á hvaða sviði umfangið verði mest hjá Hafmynd þegar fram líða stund- ir. „Í raun er ekki augljóst að það verði á einu þessara sviða. Sjómælingar í tengslum við neðansjávarframkvæmdir eru til dæmis mjög stórt svið,“ segir hann og bendir á að neðansjávar sé GPS ekki fyrir hendi og því ekki hægt að beita sömu tækni við mælingar og á landi. Hann segir hins vegar að enn hafi ekki verið leitað til Hafmyndar vegna lagningar nýs Farice-sæstrengs sem nú er í burðarliðnum. „En við höfum komið að verkefnum með Orkuveitu Reykjavíkur við val á lagnastæðum fyrir útrás- ir. Þá höfum við unnið verkefni fyrir BP-olíufélagið í Kaspíahafi í tengslum við lögn á olíuleiðslu og einnig mælingar á innsiglingu hafnar þar sem skip hafði ítrekað tekið niðri.“ Torfi segir Hafmynd njóta sér- stöðu í því að vera eina evrópska fyrirtækið með kafbáta af þess- ari stærð. „Að auki erum við með eina smáa kafbátinn sem getur sinnt sjómælingaverkefnum og höfum þar sérstöðu umfram alla aðra keppinauta.“ Keppinautana segir Torfi hins vegar ekki vera marga. „Framleiðendur smárra kafbáta sem hægt er að flytja auðveldlega með sér hvert á land sem er eru kannski fjórir og bara einn sem veitir verulega samkeppni. En hana er líka hollt að hafa. Það þýðir líka að ekki þarf að vinna alla vinnuna við að vinna þessari tækni braut.“ Aðspurður um hvað taki nú við hjá Hafmynd segir Torfi ljóst að þessir hlutir taki tíma. „En markaðurinn er augljóslega vax- andi og því ekki annað hægt að segja en að bjart sé framund- an. Tímasetningin er góð og þar nýtur Hafmynd forskots að hafa byrjað svona snemma.“ Fóru úr bauju í kafbát Hafmynd leggur áherslu á þrjá sérmarkaði fyrir Gavia-kafbátinn; hafnaeftirlit og sprengjuleit, sjómælingar í tengslum við neðansjávarframkvæmdir og svo umhverfisrannsóknir. Óli Kristján Ármannsson ræddi við Torfa Þórhallsson, framkvæmdastjóra Hafmyndar, um sögu fyrirtækisins og framtíð. Hann segir fyrir- tækið njóta nokkurs forskots í samkeppni og því sé bjart fram undan á ört vaxandi mörkuðum.Senn líður að jólum. Eftir nokkrar vikur koma þeir allir saman til byggða gróðasvein- arnir úr bönkunum. Það eru Vaxtapínir, Þjónustugjaldasníkir, Víxlakrókur, Yfirdráttargaur og Láglaunaskefill. Þeir koma allir glaðhlakkalegir til byggða sama daginn og tilkynna þjóðinni að þeir séu jafnvel ennþá feitari og ríkari í ár en þeir voru í fyrra. Og eins og venjulega munu þeir halda því blákalt fram að eina ástæðan fyrir góðærinu í fjár- málafjallinu sé að Útrásargrýlan hafi verið svo afkastamikil. Ekki hafi þeir stolið auði sínum af sauðsvörtum íslenskum almúganum – nei, ó, nei – langt í frá. Í raun sjá gróðasveinarnir slíkar aumur á þjóð sinni að hér reka þeir alla sína starfsemi á núlli og fórna því ómældum gróða í þau góðverk. Já – nú liður að ársuppgjörum banka og fjármálafyrirtækja. Bráðum koma bankajólin. Bónusabörnin hlakka til Allir fá þá eitthvað fallegt. Í það minnsta milljarð til. Hvað það verður vita allir. Enginn vandi um að spá. Það er jú víst að allir græða ótrúlega mikið þá. En ekki mun Aurasálin fagna þessum jólum nema með því að líma út í glugga yfirdráttarnót- urnar, víxlana og sannanir um vaxtaberandi skuldir í íslensk- um krónum sem gera þessum ósvífnu bönkum og Hannesum Smárasonum kleift að vaða yfir okkur verðmætaskapandi lista- og handverksmenn þessarar þjóðar með vaxtaokri sínu og þjónustugjöldum. Það er hins vegar huggun harmi gegn að hér á landi sé enn starf- andi einn heiðarlegur banki sem ekki okrar á almenningi í landinu en berst fyrir lítilmagn- ann gegn auðvaldinu. Þetta er Seðlabankinn sem aðeins rukkar 14,5 prósenta vexti á meðan íslensku bankarnir eru að taka 21 prósent. Aurasálin hefur þegar óskað eftir að færa við- skipti sín yfir í Seðlabankann. Raunar er það svo að samkvæmt skilningi Aurasálarinnar hefur Seðlabankinn heimildir í lögum til þess að taka yfir stjórn við- skiptabankanna ef þeir valda ekki hlutverki sínu. Þarf frek- ari sannanna við en ofsagróða síðustu ára á baki íslenskrar alþýðu? Er ekki nóg komið? Er vilji þjóðarinnar ekki skýr? Davíð og Seðlabankinn verða að taka málin í sínar hendur. Seðlabankavæðum bankana. Höldum landinu hreinu frá útlenskum þenslugjaldmiðlum. Seðlabankinn er síðasti varnar- múr íslenskrar menningar. Upp með fánann og fallbyssurnar í Seðlabankanum! Eini góði bankinn Hafmynd Eigendur: Össur Kristinsson, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, starfsmenn Hafmyndar og aðrir fjárfestar. Fjöldi starfsmanna: 13 (og 2 verktakar) Starfsemi: Fyrirtækið var stofnað til að þróa öfluga lausn til að safna upplýsingum á hafsbotni. Staðsetning: Fiskislóð 71, 101 Reykjavík. Stofnár: 1999 Hafmynd gekk í gegnum töluvert tímabil án þess að selja bát áður en sölurnar gengu í gegn núna um ára- mótin. ... „Sölur af þessu tagi hafa mjög langan aðdraganda þannig að við vissum í nokkurn tíma að þeirra væri von. Síðan erum við með aðrar sölur á mismunandi stigum. En gríðarlegt úthald þarf náttúrlega í svona verkefni.“ AUGL†SINGASÍMI 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.