Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 25.01.2007, Qupperneq 4
MARKAÐURINN á www.visir alla daga Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu mun leita til dóm- stóla, verði ekki orðið við kröfu hennar um að fá afhent gögn er varða grunaða barnaníðinga. Þetta kemur fram í greinar- gerð lögreglunnar vegna umfjöll- unar þáttarins Kompáss um kyn- ferðisbrot gegn börnum. Í kjölfar þáttarins þar sem mátti sjá Ágúst Magnússon, dæmdan barnaníðing, mæta til að hitta þrettán ára stúlku sem hann hafði talið sig vera kom- inn í samband við á netinu, hafa Fangelsismálastofnun og lögregl- an á höfuðborgarsvæðinu sent greinargerð til dómsmálaráðu- neytis, að beiðni ráðuneytisins. Í greinargerð lögreglu kemur fram að þáttargerðarmenn Komp- áss hafi undir höndum upptökur af fjórum til fimm öðrum einstakl- ingum, sem svarað hafi auglýs- ingu tálbeitu þáttarins með sama hætti og Ágúst. Telur lögregla almannahagsmuni krefjast þess að þessar upplýsingar verði skoð- aðar nánar og hefur því óskað eftir að fá þær í hendur. Þáttargerðar- mennirnir hafi neitað að afhenda þær en óskað eftir skriflegri beiðni frá lögreglunni af þessu til- efni. Hún hefur verið send Stöð 2, sem Kompás heyrir undir. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, segir for- ráðamenn stöðvarinnar vera að fara yfir málið með lögmanni. Engin ákvörðun hafi verið tekin og gögnin verði í öllu falli ekki afhent fyrir helgi. Í greinargerð lögreglu segir enn fremur að kynferðisbrotadeild embættisins muni kanna ítarlega hvort sú háttsemi Ágústs sem rekja megi til frumkvæðis tálbeitu á vegum Kompáss geti orðið grundvöllur refsimáls. Einnig er hafin rannsókn á meintum brotum hans gagnvart fleiri einstakling- um sem hann viðurkenndi í viðtali sem birt var í þættinum. Dómsmálaráðuneytið hefur farið yfir niðurstöðu vistunarmáls Ágústs á Vernd og telur að fang- elsismálastjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi gripið til fullnægjandi aðgerða vegna þessa einstaka tilviks. Telur ráðu- neytið mikils virði að mótaðar hafi verið reglur um miðlun upplýs- inga á milli þessara tveggja emb- ætta, sem eigi að tryggja sam- ræmdar aðgerðir til að halda aftur af síbrotamönnum og hindra eins og kostur er að þeir brjóti gegn því trausti sem þeim er sýnt. Lögreglan krefst gagna um níðinga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafið Stöð 2 um gögn sem sýna fjóra eða fimm meinta barnaníðinga sem komu til að hitta tálbeitu. Lögregla kveðst munu leita til dómstóla, verði ekki orðið við kröfu hennar. Málið er í athugun hjá Stöð 2. Umhverfisstofnun hefur veitt eigendum flutninga- skipsins Wilson Muuga frest til mánaðamóta til að skila inn áætlun um hreinsun eða brottnám Wilson Muuga úr Hvalsnesfjöru í Sandgerði. Wilson Muuga er í eigu Unistar Shipping Company, sem aftur er að tæpum helmingi í eigu Nesskipa. Tryggingafélag skipsins hefur lýst yfir að það muni ekki að greiða fyrir hreinsun og brottflutning skipsins nema sem nemur um sjötíu milljónum króna. Guðmundur Ásgeirsson, stjórnarformaður Nesskipa, hefur lýst yfir áhuga á því að skipið standi áfram sem minnis- merki í fjörunni. Hann segir að ástandið á skipinu sé gott, það standi eins og klettur í fjörunni. Bæjarstjórnin í Sandgerði er mótfallin því. Fá frest fyrir hreinsun Wil- son Muuga Tveir hópar áhugafólks um bætt kjör eldri borgara og öryrkja hafa í vikunni tilkynnt framboð til alþingiskosninganna í maí. Stefnumál framboðanna eru þau sömu og samruni í stórt sam- eiginlegt framboð er óskastaða forsvarsmanna beggja framboð- anna. Ekki kemur þó til greina af þeirra hálfu að hætta við til að ganga til liðs við hitt framboðið. Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja tilkynntu framboð sitt í gær. Samtökin eru sprottin af fund- um tólf manna undirbúningshóps sem skipaður var í byrjun janúar af Félagi eldri borgara til að vinna að framboðinu. Formaður samtak- anna, Arndís H. Björnsdóttir, segir ekki koma til greina að tvenn sam- tök bjóði fram til komandi kosn- inga. „Það er mjög slæmt ef fram- boðin verða tvö og því þarf að afstýra með öllu móti. Þeim er vel- komið að tala við okkur því allir eru velkomnir í okkar samtök.“ Áhugafólk um málefni aldraðra og öryrkja tilkynntu á þriðjudag að ákveðið væri að stofna framboð fyrir kosningarnar. Arnþór Helga- son, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, er í sex manna undirbúningsnefnd. „Við munum halda okkar striki. Ég ósk- aði eftir að fá að mæta á kynningarfund Arndísar og félaga en því var hafnað. Hins vegar var óskað eftir samstarfi. Ég vænti þess að þetta fólk muni ganga í okkar samtök þegar þau verða stofnuð. Hvernig þau hafa staðið að stofnun síns framboðs finnst okkur í raun hlægilegt.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, krafði í gær dómsmálaráðherra svara á Alþingi um eðli leyniþjónustu- starfsemi hjá lögreglu á síðustu öld. Vísaði Steingrímur til heimildar í stjórnarskrá til að óska eftir upplýsingum frá ráðherrum. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra svaraði því til að hann gæti ekki svarað fyrirspurn um eitthvað sem hann vissi ekki, en sagði svokallaða kaldastríðsnefnd hugsanlega geta svarað spurning- unni. Ekkert í stjórnarskrá skyldaði ráðherra til að svara því sem þeir ekki vissu. Ekkert svar um leyniþjónustu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.