Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 6

Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 6
Fylgist þú með bandarískum stjórnmálum? Hefur þú verslað á útsölunum? ÚTSALA 50% ALLT AÐ AFSLÁTTUR Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og laugardaga: 11-16 Reykjavík - Akureyri - Egilsstaðir - Sími: 533 3500 Verð á geisladiskum er almennt um 25 prósentum hærra hér en á Norðurlöndunum. Verð- munurinn á Íslandi og Bretlandi er enn meiri, um 75 prósent. Ástæður fyrir þessu háa geisla- diskaverði hér á landi eru sagðar vera fyrirkomulag og smæð tón- listarmarkaðsins. Fréttablaðið er um þessar mundir að vinna verðkannanir á ýmsum vörum hér á landi og í nágrannalöndunum í þeim tilgangi að sjá hver verðmunurinn er milli landanna og reyna að grafast fyrir um í hverju munurinn liggur. Í þetta skipti er geisladiskaverð tekið fyrir og þá sérstaklega disk- urinn Modern Times með Bob Dylan. Verð á disknum var kannað í geisladiskaverslunum í Reykja- vík, Stokkhólmi, Ósló, Kaup- mannahöfn og London. Sé miðað við meðaltal af verði disksins á Norðurlöndunum fæst að hann er um 25 prósentum dýrari hér en þar. Miðað við Bretland er hann rúmlega 75 prósentum dýrari. Sena er stærsti heildsali geisla- diska á Íslandi og sér meðal annars um heildsölu á tónlist til Skífunnar. Björn Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Senu, segir hærra geisla- diskaverð hér vera að mestu leyti vegna fyrirkomulagsins á mark- aðnum, sem sé allt annað en erlendis. „Í öðrum löndum eru plötu- útgefendurnir flestir með skrif- stofur og selja þaðan beint til smá- sala. Hér er markaðurinn hins vegar það lítill að útgáfufyrirtæk- in leggja ekki í að halda úti skrif- stofum og því bætist heildsalinn við sem milliliður.“ Hann segir Senu kaupa geisla- diska beint frá útgáfufyrirtækj- unum og selja þá smásölum, með álagningu. Björn vildi ekki gefa upp hversu stór hlutur fyrirtækis- ins af heildsöluverði væri nákvæmlega en nefndi tölur sem samsvara um 20 til 25 prósentum af heildsöluverði. „Okkar hlutur af heildsöluverði þarf að dekka fjárbindingu, lager- hald, starfsmenn og dreifingu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Björn. „Þegar virðisaukaskattur af þess- um vörum verður lækkaður síðar á árinu geri ég ráð fyrir að verðið verði samkeppnishæfara við lönd- in í kringum okkur.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er algengur hlutur smá- sala af útsöluverði geisladiska einnig á bilinu 20 til 25 prósent. Borgum fjórðungi meira fyrir Dylan Geisladiskar eru 25 prósentum dýrari hér en annars staðar á Norðurlöndum. Miðað við Bretland eru þeir 75 prósentum dýrari. Framkvæmdastjóri Senu segir smæð markaðar- ins hækka verðið. Virðisaukaskattslækkun ætti að gera Ísland samkeppnishæfara. Ríkisstjórnin hefur samþykkt stefnu um aðlögun inn- flytjenda að íslensku samfélagi. Þetta er gert til að tryggja að inn- flytjendur njóti jafnra tækifæra á við Íslendinga og verði virkir þátttakendur í samfélaginu, sagði Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra þegar hann kynnti stefnuna í gær. „Umræðan um útlendinga sem koma hingað til lands hefur verið mikil að undanförnu og að mörgu leyti er það skiljanlegt,“ sagði Magnús og bætti við að „margt í þeirri umræðu hefði eflaust betur verið ósagt“. Innflytjendaráð vann að stefn- unni og hafði þá helstu áherslur ríkisstjórnarinnar í innflytjenda- málum til hliðsjónar. Rík áhersla er þar lögð á grunngildi íslensks samfélags, svo sem mannrétt- indi, en einnig á áþreifanlegri atriði, til að mynda íslensku- kennslu fyrir aðflutt börn og for- eldra. Innflytjendur eiga að læra samfélagsfræði en Íslendingar í heilbrigðisþjónustu kynni sér ólíka menningarheima. Í stefnunni er einnig fjallað um vinnumarkaðinn. Þar er til að mynda stefnt að því að tryggja betur að útlendingar njóti sömu kjara og réttinda og aðrir. Allir njóti jafnra tækifæra Guðjón Arnar Kristj- ánsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar ásökunum Sólborgar Öldu Pétursdóttur, miðstjórnarfulltrúa flokksins, í garð Magnúsar Þórs Hafsteinssonar varaformanns. Sólborg hefur fullyrt í fjölmiðlum að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli miðstjórnar og þingflokks Frjálslyndra þegar Nýtt afl sameinaðist flokknum. Hún sagði vinnubrögð þingflokksins gerræðisleg og rógsherferð hefði verið hrint af stað gegn Margréti Sverrisdóttur. Guðjón Arnar segir orð Sólborgar ómakleg og ekki eiga við rök að styðjast. Í yfirlýsing- unni ítrekar hann stuðning sinn við Magnús Þór í sæti varafor- manns flokksins. Ásökunum al- farið hafnað Vopnaður súdanskur maður rændi Boeing 737-farþega- þotu sem var flogið frá Kartúm, höfuðborg Súdans, með 103 farþega og áhöfn innanborðs í gær. Enginn slasaðist. Flugræninginn krafðist þess að flogið yrði til London en þegar honum var tjáð að vélin hefði ekki nóg eldsneyti til þess samþykkti hann að fljúga til höfuðborgar Tsjad, N´Djamena, þar sem hann gafst upp. Þegar vélin lenti gekk flugræninginn út úr vélinni og óskaði hælis í Bretlandi. Ráða- menn í Tsjad sögðu manninn vera hryðjuverkamann og að réttað yrði yfir honum sem slíkum. Rændi flugvél með 103 manns
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.