Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 8

Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 8
 Hvaða hópar hafa stofnað nýtt framboð til Alþingis? Hvað tók langan tíma fyrir Jóhannes Karl Guðjónsson að ná sér í gult spjald í fyrsta leik sínum með Burnley? Hvaða leikfélag hefur ákveðið að setja upp leikgerð á Draumalandi Andra Snæs? „Ef við viljum koma í veg fyrir að fólk búi í húsnæði sem uppfyllir ekki grunnskilyrði um eldvarnir höfum við bara eitt úrræði: Að henda fólkinu á göt- una,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgar- svæðisins. Eins og lögin eru í dag geta slökkviliðsstjórar ekki krafist úrbóta á óleyfilegu íbúðarhúsnæði í atvinnuhverfum nema skipulag heimili þar búsetu. Krefjist slökkviliðsstjóri úrbóta er hann í raun fyrir hönd sveitarfélagsins að fallast á tilvist slíks íbúðarhús- næðis. Þá leið telur Jón Viðar ófæra til að knýja fram úrbætur á óviðunandi brunavörnum því þá sé kominn upp árekstur við skipu- lagsyfirvöld. Í minnisblaði sem Jón Viðar vann fyrir stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir hann einnig að sá kostur sé varla not- hæfur, sem heimild sé fyrir, að loka húsnæði þar sem ágallar séu miklir og brot ítrekuð. Óháð því hvar fólk sé skráð með lögheimili eigi það mjög sterkan siðferðilegan rétt til verndar á þeim stað sem það hafi aðsetur. Þetta útskýrir slökkviliðs- stjórinn nánar fyrir Fréttablaðinu: „Andstætt meðalhófsreglu laga er verið að neyða okkur til að beita harðasta úrræðinu og henda fólki út. Viðkomandi fer þá sennilega í svipað húsnæði eða verra og getur jafnvel endað á götunni.“ Jón Viðar tekur fram að í lögum um brunavarnir sé mjög skýr for- gangsröðun hvað varðar öryggi fólks. „Þar sem slökkviliðsstjóri hefur skýrar skyldur til þess að gæta almannaheilla er það óþol- andi staða að geta ekki tryggt öryggi íbúa gagnvart slökum og oft óviðunandi eldvörnum nema þá með því að brjóta jafnræðis- og meðalhófsreglu og fara fram með offorsi,“ segir í minnisblaði slökkviliðsstjórans, sem fékk heimild stjórnar Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins til að leggja til- lögur sínar til úrbóta fyrir starfs- hóp félagsmálaráðherra. Tillögur Jóns Viðars gera ráð fyrir því að slökkviliðsstjóri geti krafist úrbóta á eldvörnum þrátt fyrir að starfsemin í húsinu sé ekki í samræmi við skipulag. Einnig verði skýrt í lögum að slík- ar kröfur skapi húseigandanum engan rétt til óleyfilegrar starf- semi í húsinu. „Við leggjum til að slökkviliðs- stjóri fái úrræði sem hefur það eitt takmark að koma öryggi þeirra sem vistast í slíku húsnæði í lag án þess að vera að samþykkja neitt varðandi skipulagsskilmála,“ segir Jón Viðar. Vill bættar eldvarnir í óleyfilegum íbúðum Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri vill lagaheimildir til að geta tryggt brunavarnir í óleyfilegu íbúðarhúsnæði. Nú sé það ekki hægt nema með offorsi og brotum á jafnræðis- og meðalhófsreglum gagnvart íbúunum. Stjórn útgáfufélagsins Árs og dags ehf. hefur falið Kristni Bjarnasyni hæstaréttarlögmanni að undirbúa höfðun skaðabóta- máls á hendur Sigurjóni M. Egils- syni, fyrrverandi ritstjóra Blaðs- ins. Einnig verður höfðað mál gegn Janusi Sigurjónssyni, fyrr- um ritstjórnarfulltrúa þess. Ár og dagur gefur út Blaðið, sem Sigurjón ritstýrði til 15. desember. Að morgni þess dags afhentu forráðamenn Blaðsins honum bréf þar sem hann var sak- aður um að fara á svig við upp- sagnarákvæði gildandi ráðningar- samnings síns ásamt því að vera farinn að starfa hjá öðrum miðli. Sigurjón hafði þá sagt upp starfi ritstjóra og óskað eftir því að fá að hætta áður en uppsagnarfrestur rynni út. Í bréfinu segir enn frem- ur að Sigurjón hafi logið að for- ráðamönnum Árs og dags þegar hann hafi þvertekið fyrir að hann væri búinn að ráða sig sem rit- stjóra DV, þar sem hann starfar nú. Kristinn Bjarnason hæsta- réttarlögmaður sagði við Frétta- blaðið að bótakrafa á hendur Jan- usi grundvallaðist á ólögmætum starfslokum hjá Blaðinu. Bóta- krafa á hendur Sigurjóni væri grundvölluð á brotum í starfi. „Upphæð bótakröfu liggur ekki fyrir en segja má að dómvenja sé hér fyrir því að fari menn með ólögmætum hætti úr starfi séu lágmarksbætur hálf laun sem menn hefðu átt að hafa á upp- sagnarfresti.“ Einn þeirra sem grun- aðir eru um að hafa hvatt til morðsins á tyrknesk-armenska blaðamanninum Hrant Dink hefur nú hótað Nóbelsverðlaunahafan- um Orhan Pamuk. „Orhan Pamuk, vertu klár, vertu klár!“ hrópaði Yasin Hayal þegar hann var færður til dóms- húss í Istanbúl í gær. Hayal hefur viðurkennt að hafa hvatt til morðs- ins á Hrant Dink í síðustu viku. Einnig hefur hann viðurkennt að hafa útvegað meintum morðingja bæði byssu og peninga. Sá sem grunaður er um morðið er atvinnulaus unglingur, Ogun Samast að nafni, sem hefur þegar játað á sig morðið. Samast sagði að Hayal hefði sagt sér að Dink væri föðurlandssvikari og þjóð- níðingur. Hayal hafi fengið sér bæði peninga og mynd af Dink, sem hann hafi borið á sér mánuð- um saman. Hrant Dink var tyrkneskur ríkisborgari af armenskum upp- runa og hafði nokkrum sinnum verið ákærður fyrir „þjóðníð“ í Tyrklandi vegna þess að hann hafði opinskátt kallað fjöldamorð á Armenum snemma á 20. öldinni þjóðarmorð. Orhan Pamuk, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum á síðasta ári, hefur einnig rætt opin- skátt um þjóðarmorðið á Armen- um. Hann hefur eins og Dink bæði verið ákærður fyrir „þjóðníð“ og fengið morðhótanir. Saksóknari í Tyrklandi tilkynnti í gær að fimm manns, þar á meðal Samast og Hayal, hefðu verið ákærðir fyrir morðið á Dink. Nóbelsverðlaunahafa hótað Áströlskum kafara tókst með snarræði að bjarga sér eftir að vera kominn hálfur ofan í hákarlskjaft með því að pota í augað á hákarlinum, sem við það spýtti honum út úr sér, að því er kemur fram á vef BBC. Kafarinn var að safna sæsnigl- um þegar hákarlinn réðst á hann og gleypti hann til hálfs. Sérfræð- ingar telja líkur á að hákarlinn hafi haldið að kafarinn væri selur. Hákarlaárásir á menn eru ekki óalgengar við strendur Ástralíu, í kringum fimmtán á ári, sem er með því mesta í heiminum. Var gleyptur til hálfs af hákarli Verið er að kanna hvort heppilegt geti verið að reisa eitt hús fyrir bæði höfuð- stöðvar lögreglu höfuðborgar- svæðisins og nýtt gæsluvarð- haldsfangelsi. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi í gær. Tilefni fyrir- spurnarinnar, sem kom frá Guðjóni Ólafi Jónssyni, þing- manni Framsóknarflokksins, var staða mála vegna fangelsis á Hólmsheiði. Björn sagði vinnu við undirbúning vegna fangelsis á Hólmsheiði í gangi, en reiknað væri með því að úrbætur á Litla- Hrauni gengu fyrir. Eitt húsnæði þjóni báðum Guðrún Ásmunds- dóttir, leikkona og áheyrnarfull- trúi Frjálslyndra og óháðra í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur, vill að borgin gefi erfingjum Jóhannesar Kjarval þau verk og hluti listamannsins sem eru í vörslu borgarinnar. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nýlega dæmt að verkin séu eign borgarinnar. „Beri gjöfin vott um höfðingsskap þeirra borgarfull- trúa sem nú fari með ráð og viðurkenningu veitta í minningu mikils listamanns,“ segir í tillögu Guðrúnar, sem menningarráðið felldi með öllum atkvæðum. Erfingjar fái Kjarval gefinn Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í fyrradag, en hann er grunaður um þjófnað á tækjabúnaði úr vöruhúsi á höfuðborgarsvæðinu. Hann er jafnframt grunaður um að hafa stolið bíl aðfaranótt þriðjudags. Sami maður er einnig talinn tengjast þjófnaði sem var tilkynntur í síðustu viku. Í nótt var karlmaður á miðjum aldri handtekinn í miðborginni en í fórum hans fannst varningur sem hann gat ekki gert grein fyrir. Unglingsstúlka var staðin að hnupli í Smáralind í gær og karlmaður á miðjum aldri var gripinn við sömu iðju í matvöru- verslun annars staðar á höfuð- borgarsvæðinu. Þjófar gómaðir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.